Umhverfisráðherra fer á kostum eins og fyrri daginn

Eintóna kór með pung. "Svandís Svavarsdóttir, umhverfismálaráðherra, segir það vera raunalegt fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins að í forystu fyrir þau samtök skuli vera eintóna kór karla sem eiga ekki nema eitt svar við mjög flókinni spurningu og mjög erfiðari stöðu í íslensku samfélagi.

Þetta sagði Svandís í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins, en hún sagði það vera rangtúlkun að Vinstri grænir séu á móti virkjunum. Það sé hinsvegar ekki réttlætanlegt að hennar mati að núlifandi kynslóð klári alla orkunýtingarkosti. Formaður Samtaka atvinnulífsins sagði Svandísi stórskaða endurreisn atvinnulífsins vegna andstöðu hennar við Urriðafossvirkjun." segir dv.is

Svandís Svavarsdóttir, ráðherra og ráðherradóttir, veit eins og aðrar konur, að karlar geta bara gert eitt í einu eða bara hugsað um eitt í einu.

Í því ljósi verður svar hennar að skoðast. Úr herbúðum ríkisstjórnarinnar skaust tiltekið nýyrði inn í umræðuna fyrr á árinu, alveg svona óvart.

Var ekki þetta svar umhverfisráðherrans bara alveg "tussufínt" og í takti við það sem við var að búast úr þeirri áttinni?

Auðvitað eru framkvæmdir við frekari virkjanir, atvinna þeim tengd og arður sem kann að skapast, miklu betur komin hjá Íslendingum framtíðarinnar en hjá núlifandi kynslóð eða hennar börnum. Hún getur bara farið á beit, tínt fjallagrös eða farið í Bónus ef svengdartilfinning gerir vart við sig!

Ein virkjun á aldarfresti kannski? Væri það við hæfi?

En bara ef ánamaðkarnir samþykkja jarðraskið auðvitað!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spáð hefur verið, að eftir 200 ár verði jöklarnir horfnir að mestu (nema þessi stóri). Það er u.þ.b. þriggja kynslóða bil. Á meðan rennur of mikið vatn óbeislað til sjávar.

Of seint verður að virkja eftir öld, þá verður vatnsrennslið ekki þess virði. En þetta sjá ekki sumir. Halda að nóg sé að ýta á pásu-takkann og þá verði allt óbreytt kynslóð fram af kynslóð fram af ...

Lét mig dreyma um það sjálfur - þegar ég var fimm ára! 

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 21:54

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hefur hlýnunin líka áhrif á tjarnirnar? Ertu jafn skotinn í Svandísi og ég er?

Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 22:04

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Miðað við fullnýtingu þeirrar virkjanlegu orku sem við eigum aðgang að í dag til og afhenda hana til álvera þá dygði það 2% þjóðarinnar til atvinnu.

Spurning um afganginn af þjóðinni og komandi kynslóðir

Stundum undrast ég það að enginn þeirra sem krefst þess að ríkið standi fyrir allri atvinnusköpuná Íslandi- flytji sig ekki til Kína.

Þar er ríkisrekin atvinnustefna í anda hins sanna kommúnisma.

Svo er auðvitað líka í stöðunni að hætta við aðildarumsókn í ESB og snúa sér að samningum við Kína um innlimun í Alþýðulýðveldið!

Árni Gunnarsson, 9.10.2010 kl. 22:10

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú sé ég það fyrir mér að hart verði lagt að okkur að opna fyrir vinnslu súráls úr báxítinu eftir mengunarslysið í Ungverjalandi. Alusuisse óskaði eftir leyfi til þesskonar vinnslu í Straumsvík árið 1975 en var hafnað af Náttúruverndarráði.

Líklega tækju allir "sannir íslendingar" þessu fagnandi í dag. Og ekki þó síst með vissuna um þessa þverrandi jökla að drifkrafti.

Ég sé fyrir mér fyrirsögnina: Nú megum við engan tíma missa!

Árni Gunnarsson, 9.10.2010 kl. 22:23

5 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, ef ekki væru þessir tungumálaerfiðleikar væru Ísland og Kína fyrir löngu runnin saman í eitt ríki, Ískína. Það vantar bara góðan túlk! Snakker du kínamál, mon ami?

Góð hugmynd með vinnsluna sem Ungverjarnir klikkuðu á. Hún yrði fín hérna hjá okkur! 

Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 22:30

6 Smámynd: Hekla Sól Ásdóttir

Yfir 40 eða 42-44% af verðmætum Áls er talið verða eftir í landinu og skilar því umtalsverðu fjármagni til þjóðarbúsins. Áliðnaður á Íslandi sem atvinnugrein hefur um 40 ára skeið verið en stærsta lyftistöng í atvinnumálum lands og þjóðar. Áliðnaðurinn hefur skilað inn í þjóðarbúið gríðarlegum verðmætum ekki bara í gjaldeyri og sköttum heldur einnig í þekkingu, hugbúnaði og vísindum. Orkugeirinn hefur blómstrað í kjölfar álbyltingarinnar á Íslandi. Virkjanir hafa verið reistar, orka jökulfljóta beisluð sem og orka jarðvarma.

Þegar álverið í Straumsvíka tók til starfa árið 1969 var ekki bjart yfir Hafnarfirði og Hafnfirðingum né þjóðarbúinu öllu í atvinnumálum. Síldaraflinn hafði dregist saman úr 770.689 þúsund tonnum árið 1966 niður í 56.689 tonn árið 1969. Ekki var betra ástand með þorskaflann, en hann hafði hrunið úr 311 þúsund tonnum frá árinu 1960 niður í 210 þúsund tonn 1967.

Þegar samningurinn um Alusuisse með einungis eins atkvæðis meirihluta var samþykktur vildu andstæðingar atvinnuuppbyggingar, þ.e. kommúnistar nú VG frekar sjá gaffalbita verksmiðju rísa þó svo að síldarstofninn væri hruninn Það er sorglegt til þess að hugsa að síðan hefur hagfræði þeirra ekki breytts.

Nú er öldin önnur því áliðnaðurinn á Íslandi er atvinnuvegur sem hefur verið undirstaða og sóknarfæri fyrir aðrar atvinnugreinar. Þær atvinnugreinar t.d. verktakafyrirtæki og vélaverkstæði, hugbúnaðarfyrirtæki hafa sprottið upp í skjóli aukinna tækifæra Sá sem hér skrifar spyr, hver var svo undirstaðan ?

Ekki var það Gaffalbita verksmiðja VG sem aldrei reis né neitt annað sem þeir lögðu til.

Menn geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd hversu stóran þátt uppbyggingin í Straumsvík átti í atvinnubyltingunni á Íslandi og þá nýju stefnu sem mörkuð var með henni í atvinnubyggingunni á Íslandi.

Menntun landsmanna hefur aukist í skjóli aukinna tækifæra vegna þeirra ruðningsáhrifa sem þessi nýja atvinnugrein hefur haft í för með sér undanfarin 40 ár af þeirri einföldu ástæðu að tækifærin fyrir háskólamenntaða eru fleiri, t.d. verk- og tæknifræðingar ISAL.

Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sé vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein.

UM 8.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Áttaþúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.

Hvar skyldi allur þessi hópur 8.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík.

Árið 2007 var kosið í Hafnarfirði um stækkun Alcan í boði var að hálfi VG eitt hvað annað í staðs álvers í dag væru um eða yfir 2000 að vinna við framkvæmdir, stækkunarmáli var fellt og við fengum þetta eitthvað annað það svo sem ágæt fyrirtæki það er ekki á firmaskrá engar tekju engin atvinna en tómar íbúðir auð iðnaðarhverfi breiður af vinnuvélum sem stand verkefnis laus við Hafnfirðingar eru en ekki búnir að átta okkur alveg á þessu eitthvað annað er, en nú vitum að það gefur engar tekjur og enga atvinnu, undarleg stefna VG í atvinnumálum hún mun varla breytast úr þessu.
VG lofaði á þessum tíma að þeir mundu beita sér fyrir atvinnuuppbyggingu í staðinn í Hafnarfirði en er ekkert komi og kemur ekki.
Og hvað sögðu VG álver væru EKKI EINS HAGKVÆM EINS OG ÚTRÁSIN, ÚTRÁSIN OG BANKARNIR myndu bjarga Íslenskum efnahag og hvar stendur útrásin nú.?

Mun Svandís taka síðasta brauðmola úr hendi sveltandi barns á Suðurnesjum  til að þjóna tilgangi sínum, hvað ætli Svandís hafi fórnað mikið að sínum frítíma að rækta upp örfoka land og hvað ætli hún hafi gróðursett mörg tré.?

Hekla Sól Ásdóttir, 9.10.2010 kl. 22:38

7 Smámynd: Björn Birgisson

Hekla Sól, kærar þakkir fyrir þitt innlit. Gefur þú mér leyfi til að nota það í sjálfstæða færslu á minni síðu, sem býsna margir heimsækja?

Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 23:02

8 Smámynd: Hekla Sól Ásdóttir

Auðvita.

Hekla Sól Ásdóttir, 9.10.2010 kl. 23:04

9 Smámynd: Björn Birgisson

Hekla Sól, kærar þakkir fyrir það. Nafn þitt þekki ég ágætlega. Viltu að ég vitni til þess eða dulnefnis?

Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 23:08

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú staldra ég aðeins við og þakka guði fyrir að hafa aldrei átt hatt til að bjóðast til að éta.

Voru það þá eftir allt saman Vinstri grænir sem buðu til útrásar bankanna?

Og svo er meira en hálf þjóðin örg útí sjallabjálfana blásaklausa af öllu saman. Ég er hræddur um að hann Palli litli Hreinsson verði að búa sig undir að skrifa aðra skýrslu um bankahrunið.

En mikið er ég feginn að ég var kominn út af vinnumarkaðnum áður en það var orðin þjóðarsátt um að ríki eða sveitarfélög væru skyldug til að útvega heilbrigðu? fólki vinnu.

Og Björn: þetta með tungumálaörðugleika er bara fyrirsláttur eða innbyggt öryggisleysi.

Hann Dúddi heitinn á Skörðugili kunni ekki stakt orð í öðrum tungumálum en íslensku með skagfirskum áherslum. Hann söng yfir 50 ár í Krlakórnum Heimi og fór í nokkrar söngferðir með kórnum til útlanda. Það var sama hvert kórinn fór - til Rússlands eða Miðjarðarhafslanda, alls staðar var Dúddi kominn í hrókasamræður við innfædda og bar ekki á skilningsbresti né misskiningi.

Og þegar hann týndist á Betlehemsvöllum fannst hann fljótlega í djúpum samræðum við innfæddan munk sem baðaði út höndunum af hrifningu þegar Dúddi var að lýsa fyrir honum ganglaginu í rauða folaldinu hennar Evrópu- Brúnku frá Nautabúi.

Árni Gunnarsson, 9.10.2010 kl. 23:24

11 Smámynd: Björn Birgisson

Takki fyrir þetta Árni Gunnarsson. Óborganlegt innlit, sem stundum áður. Mig langar að senda þér þetta svar: Gildi mannsins er ekki fólgið í því að vera eins og allir aðrir, heldur því, að vera hann sjálfur. Séu tvær sálir eins er annarri ofaukið.

Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 23:40

12 identicon

Hekla Sóla FLokksdóttir og fleiri í trúarsöfnuði flokksins sem boðar frelsi einstaklings til æðis og athafna fyrir kosningar og báknið burt ætla seint að skilja það að allir aðrir sjá að þessi söfnuður á ekkert skylt við hægri stefnu. Báknið stækkar, ekkert hægt að gera nema ríki og sveitafélög taki hundruð milljarða í lán í gjaldeyri og orkan sett í risaverksmiðjur ala Sovét Union. Hvað fær hugsandi fólk til að halda þessu skrípi á lífi? Tek undir það sem Árni segir í þessu efni. Hver er ekki búinn að fá nóg af ríkiskapitalisma, þar sem arður er hirtur í einkavasa en tap tekið frá almenningi.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 23:49

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ein ábending að lokum til hennar Heklu Sólar: Nú skaltu svona til gamans leita uppi hjá útvarpinu viðtal við roskinn bónda, Jón Stefánsson í Möðrudal á Efra- Fjalli. Þessi bóndi á efsta byggða bóli á Íslandi og bjó ekki að annari menntun en barnanámi til fermingar hafði reist kirkju á bæ sínum til minningar um látna konu sína.

Þessa kirkju, sem ennþá stendur óbuguð og margir hafa skoðað sem leið eiga um Möðrudalsöræfi byggði Jón bóndi með eigin höndum,innréttaði sjálfur, málaði altaristöflu og keypti fyrir eigið fé orgelið í kirkjuna. Þarna kom hvorki ríki né sveitarfélag að fjármögnun né aðstoð á nokkra lund.

Fréttamaður missti út úr sér þá spurningu í ógáti hvernig honum hefði eiginlega dottið það í hug á efri árum að fara að byggja kirkju?

Jóni Stefánssyni, rosknum bónda á efstu mörkum byggilegra búsetuskilyrða þótti spurningin fremur undarleg. Svaraði þó:

Nú, einfaldlega af því að ég sá bara enga annmarka á því!

Jón var ómenntaður og hann var náttúrlega ekki Hafnfirðingur að bíða eftir að ríkið- og allra síst Vinstri grænir hringdu í hann og segðu honum að nú gæti hann fengið eitthvað að gera.

Árni Gunnarsson, 9.10.2010 kl. 23:52

14 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, já Svandís er falleg, ég var fyrir framan Alþingi einn daginn og hitti þar Svandísi,

ég ætlaði að tala um frjálsar handfæraveiðar við hana, en þegar ég horfði

í  augu og andlit hennar, gleymdist allt.

Aðalsteinn Agnarsson, 10.10.2010 kl. 00:03

15 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, ertu ekki af 1951 árganginum? Kominn yfir allt svona?

Björn Birgisson, 10.10.2010 kl. 00:08

16 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Frjálsar handfæra veiðar steypa þjóðinni ekki í skuldir, heldur mun þjóðinn lifna við.

Aðalsteinn Agnarsson, 10.10.2010 kl. 00:11

17 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jú, Björn, kemst maður nokkurn tímann yfir þetta, held það versni með aldrinum.

Aðalsteinn Agnarsson, 10.10.2010 kl. 00:15

18 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, þú ert líklega best geymdur úti á sjó á skakinu, með undiröldunni og múkkanum. Mundu þetta sem Reykjavíkurskáldið sagði:

..........

en dóttirin hún er heima

og hvað hana kann að dreyma

er leyndardómurinn dýri.

En mjallhvíta brjóstið bærist

og bros yfir svipinn færist

við örlítið ævintýri.

Eru ekki frjálsar handfæraveiðar nákvæmlega þess háttar ævintýri?

Björn Birgisson, 10.10.2010 kl. 00:54

19 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Eintóna kórinn vill að við nýtum orkuna til atvinnuuppbyggingar núna, ekki eftir 100 ár. Það er hagkvæmt að virkja. Ef náttúran á alltaf að njóta vafans er ljóst, svona eftirá að hyggja, að kynslóðirnar á undan hafa eyðilagt landið með vegum, skurðum og girðingum! Kíkið bara á kort af Íslandi, það er útbíað í vegum þvers og kruss um landið. Vegalagning var eintóna eyðilegging karla, eða hvað?

Hver skynslóð á að virkja, leggja vegi og gera allt sem í hennar valdi stendur til að skapa störf fyrir núlifandi kynslóð.  

Það er hagkvæmt að virkja, þess vegna á ekki að bíða. Virkjanir eru hagkvæmar eins og vegir. Það er mjög óhagjkvæmt að fara fótgangandi um landið eða á hestum en ég viðurkenni að minna rask hefði orðið á náttúrinni.

Benedikt Halldórsson, 10.10.2010 kl. 05:50

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kannski verður orkan í fallvötnunum og jarðgufunni ekki samkeppnisfær eftir 100 ár takist mönnum að virkja samrunaorkuna. Sjá:

ITER: the world's largest Tokamak 
http://www.iter.org/mach

Ótæmandi orkulind: Raunveruleg vetnisorka úr samrunaofnum innan 30 ára?
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/680725/

Hverjir munu hafa áhuga á að reisa orkufrekan iðnað takist mönnum að beisla þessa náttúruvænu orkulind?

Ágúst H Bjarnason, 10.10.2010 kl. 08:43

21 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur, Björn.

Aðalsteinn Agnarsson, 10.10.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband