Á bara ekkert að virkja á næstu árum?

All nokkur umræða varð hér á síðunni í gærkvöldi um virkjanamál og stóriðju. Eins og við var að búast voru skoðanir skiptar, en kveikjan að umræðunni var afstaða umhverfisráðherrans, Svandísar Svavarsdóttur, til þessara mála yfirleitt, en mörgum finnst hún þar ótrúlega treg í taumi og saka hana jafnvel um að standa í vegi fyrir atvinnu- og verðmætasköpun í landinu.

Einn gesta minna, sem kallar sig Helgu Sól Ásdóttur, skildi eftirfarandi athugasemd eftir hjá mér. Ég birti hana hér með leyfi höfundar, örlítið breytta, en alls ekki efnislega breytta. Þetta eru skrif Helgu Sólar, en ekki mín.

"Yfir 40 eða 42-44% af verðmætum áls er talið verða eftir í landinu og skilar því umtalsverðu fjármagni til þjóðarbúsins. Áliðnaður á Íslandi sem atvinnugrein hefur um 40 ára skeið verið ein stærsta lyftistöng í atvinnumálum lands og þjóðar. Áliðnaðurinn hefur skilað inn í þjóðarbúið gríðarlegum verðmætum ekki bara í gjaldeyri og sköttum heldur einnig í þekkingu, hugbúnaði og vísindum. Orkugeirinn hefur blómstrað í kjölfar álbyltingarinnar á Íslandi. Virkjanir hafa verið reistar, orka jökulfljóta beisluð sem og orka jarðvarma.

Þegar álverið í Straumsvík tók til starfa árið 1969 var hvorki bjart yfir Hafnarfirði og Hafnfirðingum, né þjóðarbúinu öllu í atvinnumálum. Síldaraflinn hafði dregist saman úr 770.689 þúsund tonnum árið 1966 niður í 56.689 tonn árið 1969. Ekki var betra ástand með þorskaflann, en hann hafði hrunið úr 311 þúsund tonnum frá árinu 1960 niður í 210 þúsund tonn 1967.

Þegar samningurinn um Alusuisse var samþykktur, með einungis eins atkvæðis meirihluta, vildu andstæðingar atvinnuuppbyggingar, þ.e. kommúnistar, nú VG, frekar sjá gaffalbita verksmiðju rísa þó svo að síldarstofninn væri hruninn. Það er sorglegt til þess að hugsa að síðan hefur hagfræði þeirra ekki breyst.

Nú er öldin önnur því áliðnaðurinn á Íslandi er atvinnuvegur sem hefur verið undirstaða og sóknarfæri fyrir aðrar atvinnugreinar. Þær atvinnugreinar eru t.d. verktakafyrirtæki og vélaverkstæði. Hugbúnaðarfyrirtæki hafa sprottið upp í skjóli aukinna tækifæra. Sá sem hér skrifar spyr: hver var svo undirstaðan?

Ekki var það gaffalbita verksmiðja forvera VG, sem aldrei reis, né neitt annað sem þeir lögðu til.

Menn geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd hversu stóran þátt uppbyggingin í Straumsvík átti í atvinnubyltingunni á Íslandi og þeirri nýju stefnu sem mörkuð var með henni í atvinnuuppbyggingunni.

Menntun landsmanna hefur aukist í skjóli aukinna tækifæra vegna þeirra ruðningsáhrifa sem þessi nýja atvinnugrein hefur haft í för með sér undanfarin 40 ár af þeirri einföldu ástæðu að tækifærin fyrir háskólamenntaða eru fleiri, t.d. verk- og tæknifræðingar hjá ISAL.

Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sé vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein.

UM 8.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Áttaþúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.

Hvar skyldi allur þessi hópur 8.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík.

Árið 2007 var kosið í Hafnarfirði um stækkun Alcan. Í boði var að hálfu VG "eitthvað annað" í stað álvers. Í dag væru um eða yfir 2000 manns að vinna við framkvæmdir. Stækkunarmálið var fellt og við fengum þetta "eitthvað annað". Það er svo sem ágætt fyrirtæki, það er ekki á firmaskrá, engar tekjur, engin atvinna, en tómar íbúðir, auð iðnaðarhverfi, breiður af vinnuvélum sem standa verkefnislausar. Við Hafnfirðingar erum enn ekki búnir að átta okkur alveg á því hvað "eitthvað annað" er, en nú vitum að það gefur engar tekjur og enga atvinnu. Undarleg er stefna VG í atvinnumálum og hún mun varla breytast úr þessu.

VG lofaði á þessum tíma að þeir mundu beita sér fyrir atvinnuuppbyggingu í staðinn í Hafnarfirði. Enn er ekkert komið og kemur ekki. Hvað sögðu VG menn: álver væru EKKI EINS HAGKVÆM EINS OG ÚTRÁSIN, ÚTRÁSIN OG BANKARNIR, sem myndu bjarga Íslenskum efnahag. Hvar stendur útrásin nú?

Mun Svandís taka síðasta brauðmola úr hendi sveltandi barns á Suðurnesjum til að þjóna tilgangi sínum. Hvað ætli Svandís hafi fórnað miklu af sínum frítíma til að rækta upp örfoka land og hvað ætli hún hafi gróðursett mörg tré?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bullgrein. Mjög slæm bullgrein. Dæmi:

"UM 8.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Áttaþúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu..."

Hvernig á að skilja þetta? Ætlar einver að loka álverunum?

Einnig getur maður spurt: Er það skoðun bréfritara, að áliðnaður sé forsenda þess að mannlíf geti þrifist á Íslandi?

marat (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 15:21

2 Smámynd: Rauða Ljónið

marat. Á bágt með að skilja yfirburða þekkingu þína og röksemdar færslu, á víst að vera fátækt og þekkingar leysi.

Rauða Ljónið, 10.10.2010 kl. 15:55

3 identicon

Hvenær ætla Íslendingar að skilja að það þarf ekkert álver þegar maður getur hvort sem er keypt allan þann álpappír sem mann vantar í Bónus?

Miklu sniðugra að láta alla þessa álverspeninga renna í uppbyggingu nýs veiðihúss við Langá.

Konráð (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 16:39

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég verð nú að verja umhverfisráðherrann okkar, svolítið.

Umhverfisráðherra er opinber umboðsmaður íslenskrar náttúru sem er ætlað að gæta hagsmuna hennar. Til embættisins hefði aldrei verið stofnað ef ekki hefði verið talin þörf á.

Það er umdeilanlegt hvort og hvenær núverandi umhverfisráðherra gengur of langt í hagsmunagæslunni, en það er alls ekki hægt að saka hana um að sofa á verðinum.

Kolbrún Hilmars, 10.10.2010 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband