"Sanntrúaðir sjálfstæðismenn eru þó varaðir við"

Árni Gunnarsson heitir einn besti bloggari landsins. Í hvert sinn sem hann hefur upp raust sína leggja margir eyrun og augun við. Árni er þjóðlegur maður af eldri kynslóðinni, gríðarlega vel máli farinn, sannur orðsins maður og einkar fundvís á málefnin sem brenna á þjóðinni og eru til þess fallin að sundra henni.

Þá sundrungu vill hann uppræta með auknu réttlæti í samfélaginu og hefur lagt margt gott til. Það réttlæti liggur hins vegar ekki innan seilingar, undarlegt sem það nú sýnist. Kímnigáfa Árna er svo einstök í sinni röð og til hennar verður ekki jafnað með neinum samanburði.

Gef Árna Gunnarssyni orðið í færslu fyrr í dag, þar sem af hógværð sinni vitnar til skrifa sem honum falla í geð:

"Allt of sjaldan gefst kostur á því að lesa góða og vel skrifaða pistla hér á blogginu. Það var því hressandi að sjá pistil Rúnars Kristjánssonar góðvinar míns frá Skagaströnd sem brosti við mér þegar ég opnaði tölvuna mína núna fyrir hádegið. Þessi pistill ber yfirskriftina:

Um skammtímaminni og skynsemisrof.

Ég ráðlegg sem flestum að leita þennan pistil uppi og lesa vandlega.

Sanntrúaðir sjálfstæðismenn eru þó varaðir við."

Hér má sjá pistilinn sem Árni Gunnarsson vísar til í sinni færslu: 

http://undirborginni.blog.is/blog/undirborginni/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ja,nú þykir mér týra!

Og koma þá fyrst í hug orð Árna Þorkelssonar stórbónda á Geitaskarði þegar Elivoga- Sveinn flutti honum kvæðið í afmælisveislunni. Ýmsir höfðu nú skoðanir á þessu kvæði og kímdu í laumi eins og gengur. Eitt erindið las ég strákur í bókinni "Íslensk fyndni" og það var þetta:

Ættarsvip af Agli ber hann.

Orðaleikni Grettis sterka.

Spaki Njáll í anda er hann.

Ólafur Pá til rausnarverka.

________________________

Árni hlýddi léttbrýnn á skáldið flytja drápuna. Að henni lokinni greip hann til buddunnar og rétti Sveini 100 krónu seðil, þakkaði honum gott kvæði og mælti að lokum:

"Og það sem mér þótti vænst um var að þarna var ekkert oflof."

(Þú ert nú viss með að eiga hjá mér hundraðkallinn eitthvað fram í vikuna?) 

Árni Gunnarsson, 17.10.2010 kl. 22:22

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

P.s. Þetta innan svigans er auðvitað frá mér komið en ekki nafna mínum á Geitaskarði.

Árni Gunnarsson, 17.10.2010 kl. 22:25

3 Smámynd: Björn Birgisson

Árni minn Gunnarsson, þakka þér þetta góða innlit. Það gerir ekkert annað en að staðfesta orð mín í þessari færslu, þótt í öðrum og minna verðum tilvikum bögglist þau eitthvað fyrir brjóstum manna, sem ekki kunna gott að meta!

Hundraðkallinn? Spurning hvorum megin hryggjar hann á að liggja. Ég eignaðist nýlega hlutdeild í hænsnakofa. Það eru eingöngu sannar íslenskar landnámshænur, sem munu hefja varp í nóvember, studdar stoltum hana.

Vanti þig egg til matreiðslu eða til Alþingisskreytinga er pöntunarsíminn 692-8060. Öfugt við kröfur bankanna, gjaldfrítt og afgreitt og sent með gleði þess sem þiggur meira en honum er möguleiki á að gefa.

Björn Birgisson, 17.10.2010 kl. 22:57

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rúnar sveitungi minn er feiknagóður og lipur penni og skrifar kjarnyrta og góða Íslensku. Rúnar er að auki skáld gott og hefur sent frá sér nokkrar ljóðabækur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2010 kl. 23:39

5 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, takk kærlega fyrir þitt innlit. Ef þið Árni segið Rúnar góðan, þá er hann góður. Sem ég veit að hann er.

Björn Birgisson, 17.10.2010 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband