Farsi aldarinnar í boði Jóhönnu og Steingríms?

Sigurður Líndal segir að bestu stjórnarskrár ríkja heimsins eigi það sameiginlegt að vera gamlar og stuttar. Sigurður er ekki óumdeildur maður, en alltaf er hlustað á karlinn og oft leitað eftir áliti hans.

Ég bauð mig ekki fram til Stjórnlagaþingsins áður en fresturinn rann út, en ég geri það hér með. Eingöngu þó til að hella upp á könnuna fyrir þingmennina og skjótast í bakaríið. Kannski í ríkið líka.

Held að það verði mikilvægasta starfið á þinginu og skilji mest eftir sig þegar fram í sækir.

Nokkur aukakíló þingmannanna og stöku bros!

Ég get engan veginn varist þeirri ásæknu hugsun að þetta Stjórnlagaþing verði enn einn farsinn í íslenskri pólitík og muni engu skila öðru en 500-700 milljóna viðbótargati á hriplekum ríkiskassanum.

Því miður.

Kosning á milli 400-500 manna til að skipa 25 sæti er ekki árennileg.

Af hverju var ekki bara skipuð 7-9 manna nefnd okkar færustu sérfræðinga og þeir látnir dúlla sér við verkefnið í mánuð eða svo?

Svo gæti Alþingi bara hent tillögum þeirra í ruslið, eins og örlög tillagna Stjórnlagaþingsins verða að mestum líkindum.

Kann enginn lengur að spara þegar almannafé á í hlut?

Stjórnlagaþingið er dæmigerð 2007 uppákoma.

Ekkert annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ekki er ég alveg viss um hvað er að gerast suður með sjó. Æ oftar get ég tekið undir gagnrýni þína hér á blogginu. Það að skoða ákvarðanir gagnrýnum augum hefur ekkert með það að gera hvað menn kjósa að lokum í kjörklefanum. Held reyndar að æ fleiri Íslendingar ákveði að vera í lausafylginu.

Tek heilshugar undir skoðanir þínar í þessu bloggi. 

Sigurður Þorsteinsson, 18.10.2010 kl. 22:53

2 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir það Sigurður. Það að þú takir heilshugar undir skoðanir mínar hlýtur að vera varhugaverð þróun. Hvað getum við gert í þessu? Við svo búið má ekki standa!

Björn Birgisson, 18.10.2010 kl. 23:05

3 identicon

Íslensk útgáf af X-factor eða álíka.

Fyrirbærið er undanlátssemi við háværan kröfuhóp.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband