Á að troða lýðræðinu í tómar tunnur?

"Um 300 mótmælendur komu saman á Austurvelli í dag. Ásta Hafberg, einum skipuleggjenda mótmælanna segist mjög ánægð með þátttökuna."

Alltaf bylur hæst í tómum tunnum, en tónarnir verða ankanalegir þegar lýðræðinu sjálfu er mótmælt.

Þátttakan í þessum mótmælum verður að teljast mjög lítil og hávaðinn í engu samræmi við fjöldann sem mætti. Það varð hálfgert messufall á Austurvelli í dag.

Ef Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur litið yfir Austurvöll í dag úr gluggum þinghússins, gæti hann sem best hafa hugsað með sér:

Af hverju fær þetta fólk sér ekki vinnu eins og annað fólk?

Ja hérna! Cool 


mbl.is Ánægð með þátttöku í mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður. Það var réttilega fámennt á austurvelli en góðmennt að sama skapi. Við sem mættum reyndum að koma boðskap skuldugra á framfæri. Það sem skemmir fyrir að allskonar tréhestar eru að hafa sig frammi með bull og vitleysu. Að afskrifa eigi skuldir o.s.frv. Það eru bara rugludallar sem trúa á slíkt. Finna þarf út sanngjarna leið fyrir heimilin í landinu en ekki afskrifa jafnt skuldir hjá þeim sem hagað hafa sér eins og asnar í fjármálum og bara lent í hamförum.

Höfum skynsemina að leiðarljósi en ekki rugludalla og froðusnakka.

Sverrir Jónsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 17:36

2 identicon

"Höfum skynsemina að leiðarljósi en ekki rugludalla og froðusnakka."

Það er einmitt þeir sem fengið hafa að leiða alla umræðu um þessi mál: Rugludallar og froðusnakkar hafa oftast fengið að blása í fyrstu frétt fjölmiðla.

Vonandi fara fjölmiðlar að tala við hina líka. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 17:58

3 identicon

Má setja fjölda mótmælenda í samhengi við höfðatölu?

Fyrir nokkrum vikum bárust fréttir af því að 100.000 manns hefðu marserað um götur Parísar í mótmælaaðgerðum. Ef miðað er við fjölda þegna er það eins og að 485 Íslendingar mótmæli.

Enginn dró í efa stærð frönsku mótmælanna, og ef mótmælin 4. október (10.000 Íslendingar mótmæltu) eru sett í þetta samhengi þá þyrftu rúmlega 2 milljónir frakka að safnast saman á sama stað til að mótmæla.

Samt viltu halda því fram að nokkur hundruð manns að mótmæla séu lítil mótmæli.

Steinar Birgisson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 18:10

4 Smámynd: Björn Birgisson

Steinar, 300 vs. 10.000 er fámenni. Frakkarnir voru (eru) að mótmæla vegna fyrirhugaðrar hækkunar á eftirlaunaaldri. Mér vitanlega engu öðru. Hverju voru þessir 300 að mótmæla í dag? Var það eitthvað eitt eða var það bara svona ýmislegt, eftir aðstæðum hvers og eins? Ekki skilja orð mín svo að ég sjái ekki vandamálin sem hvarvetna blasa við. Það geri ég. Það gerir ríkisstjórnin. Það gerir stjórnarandstaðan og allur almenningur í landinu. Vandamálin hverfa ekki við afsögn þessarar ríkisstjórnar og þau hverfa alls ekki þótt tunnum sé stillt upp á Austurvelli. Þau eru of tröllaukin til þess. Því miður, minn kæri. 

Björn Birgisson, 4.11.2010 kl. 18:28

5 identicon

þessi röksemdafærsla fellur um sjálfa sig steinar birgisson. Við erum búin að fá fjölmenn mótmæli á íslandi, oftar en einusinni og oftar en tvisvar síðastliðin 3 ár bara svona til að nefna raunhæfan tíma.

300 eru ekki fjölmenn mótmæli í reykjavík.

Tóta (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 18:31

6 identicon

Björn: 

Ég er ekki að tala um inntak mótmælanna, ég hef ekki gefið upp afstöðu mína til þeirra eða þeim lausnum sem þar eru boðuð. Ég var einfaldlega að benda á að það er ekki hægt að segja að þessi mótmæli séu fámenn.

Tóta: 

Þessi röksemdafærsla fellur ekki um eitt né neitt.

Stærð mótmæla hlýtur að miðast við hversu stór hluti af þeim sem málið varðar (í þessu tilfelli þjóðin) stendur í mótmælum. Það að risavaxin mótmæli hafi skeð dregur ekki úr stærð þeirra sem eru minni. Það er eins og að segja að 10 kg lóð sé all í einu bara 5 kg að því að þú hefur lyft 100 kg.

Steinar Birgisson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 18:45

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Steinari. Við verðum að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda gangvart banka og þjófum útrásarinnar þar er hrópandi óréttlæti á ferðinni því að stór þjófarnir hafa flestir fengir afskrifað og sitja enn í fílsbeinsturnum komnir í lykil stöður með há laun allt í boði stjórnvalda og dómskerfis sem vinnur gegn almenningi sem ein stór mafía!

Sigurður Haraldsson, 4.11.2010 kl. 19:31

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Mig langar vinsamlegast að benda á einungis tvö atriði.

Það ER hægt að gera eitthvað. Ekkert vandamál er of stórt til að leysa það. Ef svo væri - þá erum við gjörsamlega glötuð ekki satt? En það þarf samstöðu í forgangsröðun, þekkingu á framkvæmd mögulegra lausna og kjark til að framkvæma þær. Þessu veldur núverandi ríkisstjórn ekki. Utanþingsstjórn? Við vitum það ekki - við bara vonum. Sé hún sett saman á raunhæfan hátt - já, mögulega.

Hitt atriðið er höfðatala og mótmælendur. Stór hluti þeirra sem á um sárt að binda mundi hvorki láta sjá sig á mótmælum, né t.d. við matarúthlutun. Mótmælendur fá stimpil sem mótmælendur. Almenningur er hræddur um að það þýði að atvinnumöguleikar þeirra minnki. Og sjálfsagt er eitthvað til í því í okkar flokksvædda þjóðfélagi. Það þarf þessvegna líka kjark til að mótmæla.

Yfir 20 þús í augljósu atvinnuleysi (mun meiri fjöldi ef dulið atvinnuleysi er tekið með s.s. þeir sem ekki hafa rétt á bótum). En til þess að mótmæla þarf eins og ég sagði kjark - en líka von. Von um að það skili árangri. En alltof stór hluti þjóðarinnar er búinn að missa þessa von.

Svo eru þeir sem ekki sjá vandann vegna þess að hann er ekki farinn að bíta á þeim sjálfum. En með þessu áframhaldi mun vandinn aukast og bíta á auknum fjölda innan skamms. Ennþá eru fjöldauppsagnir. Atvinna hefur ekki aukist.

Síðasti hópurinn sem ég vil nefna eru þeir sem treysta öðrum til þess af framkvæma leiðindaverkin. Nenna ekki að hafa fyrir því að standa í kuldanum og mótmæla. Rífast kannski á blogginu en láta aðra sjá um að framkvæma.

Kjarkur og von er meginþema þessa svars.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.11.2010 kl. 23:55

9 Smámynd: Björn Birgisson

Lísa Björk, takk fyrir innlitið.

Björn Birgisson, 5.11.2010 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband