Þungur hnífur Myrkrahöfðingjans

"Einar Kárason segir í nýrri bók sinni að Davíð Oddsson hafi tryggt aukafjármögnun svo Hrafn Gunnlaugsson gæti gert kvikmyndina Myrkrahöfðingjann. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs á þessum tíma telur að Einar fari ekki rétt með staðreyndir málsins." segir visir.is

Skondið að lesa þessa frétt á visir.is. Hvet alla til að gera það. Betri borgarar á sukkinu að ræða og leysa málin á milli sopa að áliðinni nóttu, fyrst á skemmtistað og síðan í heimahúsi þjóðkunns manns, á meðan Davíð svaf svefni hinna réttlátu, líklega þá á Lynghaganum, með saltlykt og tjöruangan Tómasar af Ægissíðunni í vitum sér eða draumum.

Kvikmyndasjóður átti þá fjarri því nægan pening til að verða við óskum kvikmyndagerðarmanna, til dæmis Hrafns Gunnlaugssonar, sem vann þá að Myrkrahöfðingjanum.

Sé frásögn Einars Kárasonar rétt, er hún um dæmigerða spillingu. Einka og vinavæðingu Davíðs Oddsonar, þar sem skattfé er útdeilt til vina og vandamanna í skjóli flokkshollustunnar.

Sé frásögnin ekki byggð á staðreyndum, verður þó að líta á hana sem skemmtilegan skáldskap, enda Einar Kárason einn mesti sagnameistari þjóðarinnar nú um stundir. Sagnameisturum líðst að fara frjálslega með sannleikann.

Um Myrkrahöfðingjann er það að segja að myndin sú var varla túskildings virði, eitt versta verk Hrafns vinar Davíðs, en þess ber að geta að Hrafn hefur átt ágæta spretti, innan um og saman við.

Hæst ber þó myndina Hrafninn flýgur með Helga Skúlasyni, Flosa Ólafssyni og fleiri snillingum.

"Þungur hnífur" - hver man ekki þá setningu úr þeirri mynd, með sandinn í forgrunni, en beljandi Atlantshafið í bakgrunni. Skip í fjöruborðinu.

Kannski þyngri hnífur en niðurskurðarhnífur samtímans og kvikmyndasjóðs í gegn um árin. Kannski þyngri en sá hnífur sem til þarf að skera Davíð Oddsson frá spillingarmálum fortíðarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Opinberunarsaga Myrkvahöfðingjans og Hannesar er hér:

http://bloggheimar.is/ak72/2010/11/04/opinberunarsaga-myrkrahof%C3%B0ingjans-og-hannesar/

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 21:16

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Illt þykir mér að gagnrýna þig kæri vinur, en eru þetta ekki gamlar fréttir? En sjaldnast er góð vísa of oft kveðin, satt er það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2010 kl. 21:38

3 Smámynd: Björn Jónsson

Davíð oddson er besti núlifandi stjórnmálamaður Íslands, það hefur hann sýnt og sannað. Aldey hefur Íslenskri þjóð liðið betur en þegar hann stjórnaði. Alltaf eru svartir sauðir innanum sem eyðileggja heildarmyndina S.S. Baugsfeðgar o.f.l. Kommatittirnir verða alltaf til eins og maðkaflugur, sem vakna til lífsins á hverju sumri. Hversu ógeðfelt sem manni finnst þetta dúkkar þetta upp aftur og aftur. 

Björn Jónsson, 4.11.2010 kl. 21:41

4 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, fyrir mér er þessi tilvitnaða frétt dagsgömul. Er hún þá dauð úr elli?

Björn Birgisson, 4.11.2010 kl. 22:26

5 Smámynd: Björn Birgisson

Björn Jónsson segir: Kommatittirnir verða alltaf til eins og maðkaflugur, sem vakna til lífsins á hverju sumri. Hversu ógeðfelt sem manni finnst þetta dúkkar þetta upp aftur og aftur. 

Kæri Björn, nafni minn: Maðkaflugur eru dásamlegar, saklausar og yndislegar í sinni lífsbaráttu. Sá sem hafnar þeim er að hafna lífinu sjálfu. Hörmuleg og skammarleg samlíking hjá þér.

Björn Birgisson, 4.11.2010 kl. 22:33

6 identicon

Er samlíkingin hörmuleg og skammarleg fyrir hönd maðkaflugunar eða kommatittana?

Sveinn (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband