Að liggja á hleri á Alþingi

Í greinargerð með tillögunni er vitnað í fundargerð forsætisnefndar Alþingis þar sem þingmaður segist hafa orðið vitni að því að alþingismaður hafi verið í símasambandi við fólk utan húss og virst vera að gefa upplýsingar um viðbúnað lögreglu.

Þingmaður njósnar um lögguna, annar þingmaður njósnar um löggunjósnaþingmanninn og liggur á hleri þegar hann talar í síma og vill nú opinbera bæði upplýsingaflæði löggunjósnaþingmannsins til mótmælenda á Austurvelli og þann dónaskap sinn að liggja á hleri þegar annað fólk talar í síma.

Ekki kemur fram í fréttinni hver flytur þessa tillögu, en það mun vera Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og mig grunar sterklega að nú vilji hann efna til nánari pólitískra kynna við Álfheiði Ingadóttur. Þau gætu þurft að vinna saman síðar og tillaga Gunnars Braga hlýtur að vera gott innlegg í það samstarf, komi til þess yfir höfuð. Eða hvað?


mbl.is Vill láta rannsaka þátt þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þarna hrapar þú illilega að ályktunum, eins og svo oft áður.  Flutningsmaðurinn er úr Framsóknarflokknum.  Eins mætti spurja sig hvort ráði meiru um tillöguflutingininn, háð vegna rannsóknarnefndagleði stjórnarliða á þingi, eða löngun til nánaðir kynna við Álfheiði, af hvaða furðulegu hvötum sem það nú ætti að vera.

Axel Jóhann Axelsson, 16.11.2010 kl. 11:07

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel, takk fyrir þetta. Hvaða Frammari er með þessa tillögu? Ég breyti færslunni að sjálfsögðu, hafir þú rétt fyrir þér í þetta sinn, sem er þó auðvitað ekki alltaf!

Björn Birgisson, 16.11.2010 kl. 11:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnar Bragi Sveinsson heitir flutningsmaður þessarar stórmerku tillögu.

Axel Jóhann Axelsson, 16.11.2010 kl. 11:49

4 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, Axel, var búinn að grafa það upp og breyta færslunni (11.34)

Björn Birgisson, 16.11.2010 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband