Er föttunarþráðurinn í sumum styttri en hjá öðrum?

Nú er kosningum til Stjórnlagaþingsins lokið. Alvöru fólk mætti og kaus, en nú skríða ýmsir, sem ekki er annt um Lýðveldið Ísland, úr holum sínum, og útskýra af hverju þeir hafi ekki mætt á kjörstað. Sem er auðvitað óskiljanlegt öllu hugsandi fólki. Einfaldlega er þetta svona: Þeir sem ekki mættu, létu öðrum eftir að ákveða hlutina fyrir sig og treysta þeim til þess. Flóknara er það nú ekki.

Á sama hátt eru fúlir fallistar kosninganna að reyna að gera úrslitin torkennileg. Sjáið þetta frá Jóni Val Jenssyni, guðfræðingi og prófarkalesara með meiru:

"Margir frambjóðendur gjalda þess að hafa ekki þegið boð um að fara í (á) námskeið á vegum landskjörstjórnar um það flókna kosningakerfi, sem þarna var notazt við. Menn áttu víst að leggja höfuð áherzlu á að fá stuðingsmenn sína til að setja sig í 1. sætið, en sjáfur setti ég t.d. Pétur Gunnlaugsson í efsta sætið og sjálfan mig í 2. valsætið. (Sic!) 

Þess má geta, að Pétur Gunnlaugsson er hinn eini, sem sitja mun stjórnlagaþing og hefur fullgilt embættispróf í lögfræði. Katrín Oddsdóttir – ein þekktasta byltingarmanneskja landsins! – er með léttari gráðu í lögfræði."

Þvæla, þarna inni er fínn lögfræðingur. Hann er:

Gísli Tryggvason

Þjóðkjörinn stjórnlagaþingfulltrúi nú,
löglærður,
3ja barna einstakur faðir í Kópavogi með
meistaragráðu í mannauðsstjórnun.
Gísli Tryggvason er umboðsmaður neytenda í þessu samfélagi.

Hann er Framsóknarmaður og sóttist eftir kjöri í Kópavogi fyrir sinn flokk til bæjarstjórnar.

Hann er verðugur fulltrúi á Stjórnlagaþinginu. Af hverju? Það er ekki flókið.

Hann náði í gegn, en Jón Valur gerði það ekki.

Þjóðin kaus Gísla, en ekki Jón Val og ekki 497 aðra frambjóðendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hnaut einmitt um þetta, þegar ég las blogg Jóns Vals í gær. Hann segist ekki hafa skilið kosningareglurnar og þess vegna kaus hann ekki sjálfan sig í 1. sæti.

Nú, úr því að maðurinn hafði ekki fyrir því að setja sig inn í málin, þá er ljóst að hann átti ekki mikið erindi á þetta þing.

Auk þess er ljóst að hann treysti öðrum betur en sjálfum sér.

Doddi (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 08:29

2 identicon

Annað mál er, hvort þeir Pétur Gunnlaugsson og Jón Valur hafi ekki þverbrotið lögin um framboðið. Þeir nýttu aðstöðu sína sem stjórnendur á Sögu og auglýstu stöðugt sín framboð.

Rétt hlýtur að vera, að telja þetta sem auglýsingar hjá mönnunum, þar sem þeir nýttu aðstöðu sína á stöðinni með þessum hætti. Engu skiptir þó stöðin kjósi að innheimta ekki fyrir þessar auglýsingar.

Fróðlegt væri að vita hvað þessar auglýsingar þeirra hefðu kostað fullu verði, og hvort þeir félagarnir hafi ekki farið langt út fyrir ramma laganna.

Hver eru viðurlögin við því að brjóta þessi lög?

Hefur Pétur Gunnlausson lögmætt umboð á þessu þingi?

Doddi (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband