Nú þarf Davíð Oddsson svara

"Segir Davíð sér óskiljanlegt að Geir hafi ekki enn tjáð sig um málið og hverjir hafi staðið að því á sínum tíma. Ekki síst eftir að Steingrímur J. Sigfússon hafi lagt á hann hendur í þingsal og mörgum árum síðar þóst hafa brostið hjarta eftir að hafa dregið Geir fyrir Landsdóm." sagði Eyjan.is

Hér er átt við hið illræmda eftirlaunafrumvarp ráðamanna þjóðarinnar frá árinu 2003.

Davíð Oddsson þekkir það mál manna best, kannski Geir Haarde líka. Þeir geta þá báðir upplýst þjóðina betur ef þeir kjósa svo. Geri þeir það ekki, telst það vera þöggun og vanvirðing við þjóðina.

Þáttur Steingríms J. Sigfússonar í því máli er settur undir sölnaða rós og gerður tortryggilegur.

Hver var þáttur Steingríms? Var hann kannski aðalhvatamaður að gerð frumvarpsins? Hvað gerðist árið 2003?

Sannleikann á borðið takk!

Nú er ritstjóri Morgunblaðsins að misnota aðstöðu sína, enn einn ganginn, til að kasta rýrð á andstæðinga sína með launskotum. Ekki þeim fyrstu og örugglega ekki þeim síðustu.

Annað.

Tvær spurningar:

1) Hvaða forráðamönnum þjóðarinnar kom þetta ömurlega frumvarp best, hverjir græddu mest á því?

2) Hver var afstaða núverandi ritstjóra Morgunblaðsins í málinu? Greiddi hann atkvæði gegn frumvarpinu eða samþykkti hann það?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Seinni spurningin er út í hött. Það liggur fyrir hvernig DO greiddi atkvæði í málinu, má fletta því upp á vef Alþingis, Althingi.is.

ÞJ (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 01:33

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Davíð er eingöngu nú í því að senda sjálfsréttlætingarpistla sína til þjóðarinnar í gegnum viðskiptablaðið og má eflaust ekki vera að því að svara svona skítti....

hilmar jónsson, 10.1.2011 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband