Handboltafólkið læst úti

Nú styttist í HM í handbolta. Þjóðin vill sjá þá keppni, sjá okkar menn kljást við bestu lið heimsins, þótt fáir nenni að horfa á handbolta hér heima.
RÚV hefur tapað sýningarréttinum yfir til Stöðvar 2.
RÚV er ekkert annað en hallærisleg risaeðla. Hlægilegt að RÚV sé ekki með neinar hliðarrásir eins og Stöð 2. Treður bara sínu sporti inn í dagskrána. Allt þarf að víkja, svo sem fréttirnar. Líka veðurfréttir.
Hvað sem segja má um Stöð 2 að öðru leyti, þá sinnir hún sportinu mjög vel.
Hvernig fer með þetta HM í handbolta, nú þegar flestir leikirnir verða sýndir í lokaðri dagskrá?
Ég setti í gær upp snögga könnun hér á síðunni. Henni lyktaði svona: 
Ætlar þú að fylgjast með HM í handknattleik á Stöð 2?
sögðu 11,8%
Nei sögðu 88,2%
108 höfðu svarað þegar ég klippti á naflastreng könnunarinnar.
Hefði RÚV haft sýningarréttinn áfram hefðu tölurnar orðið aðrar.
Það er ég sannfærður um.
Ef marka má þessar tölur er peningaplottsdæmið hjá Stöð 2 ekki að ganga upp.
Kemur Ari kannski skríðandi til Palla Magg korteri fyrir fyrsta leik og biður um gott veður alla keppnisdagana?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband