Er Kreppa í lagi?

"Nefndin hafnaði einnig eiginnafninu Thaliu en samþykkti eiginnöfnin Mýrún og Ismael og millinafnið Hnífsdal."

Alltaf svolítið gaman að þessum fréttum frá Mannanafnanefndinni.

Sumum finnst nefndin sú með öllu óþörf, en spyrja verður hvaða nafnskrípum fólk myndi troða á blessaða ungana sína, ef nefndin yrði aflögð.

Alla vega hefur nefndin hafnað mörgum skrítnum nöfnum.

Myndi nafnið Kreppa vera í lagi á fallegt stúlkubarn?


mbl.is Reykdal ekki samþykkt sem eiginnafn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég hef velt því fyrir mér hvort Bóla yrði samþykkt.

Bóla Birgisdóttir t.d.

Hörður Sigurðsson Diego, 10.1.2011 kl. 17:16

2 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Svo finnst mér karlmannsnafnið Hóll nokkuð sterkt, t.d. Hóll Halldórsson.

Hörður Sigurðsson Diego, 10.1.2011 kl. 17:17

3 Smámynd: Björn Birgisson

Bóla Hólsdóttir hljómar dável.

Björn Birgisson, 10.1.2011 kl. 17:27

4 identicon

En Talía?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 17:59

5 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Talía hljómar eitthvað svo ryðgað sem ískrar í ... og auk þess útlenskt.

Skegghildur er íslenskara.

Hörður Sigurðsson Diego, 10.1.2011 kl. 18:28

6 Smámynd: Björn Birgisson

Kona að nafni Talía skildi við mann sinn eftir miklar deilur. Dóttir þeirra, ættleidd frá Súdan harðneitaði að bera nafn mannsins eftir slæma framkomu hans. Eftir það hét hún Blökk Talíudóttir.

Björn Birgisson, 10.1.2011 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband