Jóhanna Sigurðardóttir er alvöru Íslendingur

Jóhanna Sigurðardóttir tapaði fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins í júní árið 1994. Er úrslit lágu fyrir hélt Jóhanna ræðu þar sem hún sagðist ganga ósár frá þessum leik, þótt hún hefði tapað einni orrustu við Jón Baldvin. „Ósigur er ekki endalok alls, því í sigri geta rætur ósigurs leynst, en í ósigri rætur velgengni. "Minn tími mun koma", voru eftirminnileg lokaorð hennar í ræðu á flokksþinginu. Allir muna eftir þessu.

"Minn tími mun koma" eru einhver fleygustu orðin í íslenskri pólitík seinni tíma, þótt Jóhanna blessunin hafi aldrei þótt neinn ræðuskörungur og orðheppni hennar sé ekki við brugðið.

Og hann kom. Þvílíkur tími. Þegar frjálshyggjan og viðhengi hennar höfðu nánast rústað öllu hagkerfi heimsins og sérstaklega hér á landi, því hérlendis gengu menn lengra í frjálshyggjunni en annars staðar, undir dyggri forustu leiðtoga Sjálfstæðisflokksins og þeirra aumu leiðtoga annarra flokka sem skriðu upp í hjá Valhallarbændum. Allt það samræði leiddi af sér þvílíkan bastarð að það mun taka þjóðina áratugi að jafna sig á þeim getnaði.

Jóhanna mun bera þann skugga með sér, eins og annað forustufólk Samfylkingarinnar á þeim tíma.

Við þær aðstæður kom tími Jóhönnu. Aldrei hefur nokkur einstaklingur tekið að sér aumara bú. Hvergi. Hvorki í pólitík né öðru. Hreint ekki.

Jóhanna hefur alltaf verið baráttukona, eins og hún á kyn til.

Margir eru þeir nú, úr liðinu sem hér setti allt á hliðina, sem gagnrýna allt sem Jóhanna segir og gerir, í þeirri veiku von að með gjammi sínu muni þeir geta látið fenna í hin hrikalegu spor sem þeir og leiðtogar þeirra skildu eftir sig í saklausri fönninni sem við köllum Ísland.

Það má þeim aldrei takast.

Jóhanna er algjör járnkarl. Ekki fullkomin fremur en annað fólk, en dugleg, kjarkmikil kona, sem tók að sér að rétta við þrotabú frjálshyggjunnar við erfiðustu aðstæður Íslandssögunnar.

Jóhanna er alvöru Íslendingur, sem á síðastu árum sínum í stjórnmálum, tekur að sér erfiðasta hlutverk Íslandssögunnar, vissulega ekki ein, heldur með aðstoð fjölda manna og kvenna sem vilja landinu sínu allt það besta.

Nýtur hún sanngirni í störfum sínum?

Vissulega ekki hér á Moggablogginu. Hér er hún úthrópuð og uppnefnd við hvert tækifæri sem gefst og líka við þau tækifæri sem ekki hafa gefist. Öllum stundum sem gefast.

Það vill þannig til að Jóhanna er svo mörgum númerum stærri en hælbítarnir, sem í sífellu glefsa til hennar, að glefs þeirra verða algjörlega bitlaus. Eiginlega grátbrosleg og þeim til ævilangrar skammar.

Jóhanna Sigurðardóttir er alvöru Íslendingur, eins og sagði hér að ofan og það færi pólitískum andstæðingum hennar best að dauðskammast sín fyrir framkomu sína við hana.

Það verður seint, því sumt fólk kann ekki að skammast sín.

Nú bíð ég nýrra framboða við næstu kosningar, en mun aldrei líða þá óværu sem Jóhanna hefur mátt lifa við síðustu misserin af hálfu andstæðinga sinna.

Auk þess legg ég til að Landsdómsmál Geirs Haarde verði niðurfellt.

Það er til háborinnar skammar fyrir þessa þjóð.

Ekki studdi Jóhanna þá ákæru, en hefði betur haft betri stjórn á sínu fólki.

Það er önnur saga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Vel mælt og drengilega. Það á bæði við um Jóhönnu og Geir. Pólitíkin er snúin tík, sérlega þegar enginn vill ábyrgð bera.

Sigurður Antonsson, 28.2.2011 kl. 21:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.2.2011 kl. 21:38

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þáð er hressandi að sjá svona sköruleg skrif innan um allt skítkastið sem dynur á Jóhönnu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.2.2011 kl. 21:53

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður Antonsson, þakka þér. Þegar manni ofbýður mannhatrið í pólitíkinni, þarf maður einhern veginn að fá útrás. Þetta er mín leið til þess.

Björn Birgisson, 28.2.2011 kl. 21:59

5 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta er hrein eldmessa hjá þér, Björn. Jóhanna Sigurðardóttir hefur nú þegar unnið sér verðugan sess í Íslandssögunni.  Þeir Davíð og Halldór hanga á hinum endanum  og verða að háðung í sögunni.

Sævar Helgason, 28.2.2011 kl. 22:02

6 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þakka þér þitt innlit. Án þín væri síða mín lítið annað en brothætt skel í þeim ólgusjó sem nú ríður yfir þjóðfélagið okkar. Alvöru menn kunna að stíga ölduna. Þar til landi er náð.

Björn Birgisson, 28.2.2011 kl. 22:07

7 Smámynd: Björn Birgisson

Hjálmtýr V. Heiðdal, kveikiþráðurinn í mér er alltaf stuttur þegar menn með óhreina samvisku hópast að því að níða niður fólk. Það gildir um fólk í öllum flokkum. Mér líkar vel við trén, en síður við reipin sem þessir aumingjar axla í vegferð sinni til slátrunar andstæðinga sinna. Þakka þér innlitið.

Björn Birgisson, 28.2.2011 kl. 22:17

8 Smámynd: Benedikt Jónasson

Fín grein hjá þér Björn,verður gaman að fylgjast með þegar varhundar íhaldsins fara að koma með athugasemdir.Það verður eins og ef skrattinn hefði skrifað biblíuna.

Benedikt Jónasson, 28.2.2011 kl. 22:23

9 identicon

Kærar þakkir fyrir þennan pistil , Björn.Drengilega mælt.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 22:33

10 Smámynd: Björn Birgisson

Sævar Helgason, þakka þér innlitið. Við Eldmessu hugtakið vil ég ekki láta tengja mig. Til þess er ég of aumur. En þakka þér.

Jón Steingrímsson (fæddur á Þverá í Blönduhlíð 10. september 1728 – dáinn á Prestbakka á Síðu 11. september 1791), kallaður eldklerkur, var prestur, læknir og náttúrufræðingur. Þjónaði á Prestbakka (við Kirkjubæjarklaustur) á tímum Skaftárelda og síðar móðuharðinda.

Nú gefst ei stundin of löng að tala við Guð sinn, sagði klerkur við lítt kirkjurækin sóknarbörn sín, þegar hraunið klauf sér farvegi beggja vegna kirkjunnar.

Jóhanna er ekki eldklerkur. Hún er meira í ætt við eldfast mót. Þolir allt!

Björn Birgisson, 28.2.2011 kl. 22:45

11 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér, Benedikt Jónasson, vertu þess viss að þeir blóðhundar munu halda sig fjarri þessari færslu. Þeirra siður er að gjamma þar sem ekki næst almennilega til þeirra. Það ætti þjóðin að vita af napurri reynslu.

Björn Birgisson, 28.2.2011 kl. 22:57

12 Smámynd: Björn Birgisson

Hrafn Arnarson, þakka þér þitt innlit, sem stundum áður.

Björn Birgisson, 28.2.2011 kl. 22:59

13 identicon

AYATOLLAH  E S B JÓHANNA. ÞVÍLÍK LOFGJÖRÐARRULLA. NÚMI ER VG MAÐUR OG EKKI DYTTI MÉR Í HUG AÐ SKRIFA SVONA LOFGJÖRÐARRULLU UM SVIKARAN SEM TITLAST ENNÞÁ ÞAR SEM FORINGI. (Í VG)

Númi (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 23:20

14 Smámynd: Björn Birgisson

Númi minn, ég veit að þú ert ekki þroskaheftur. Öðru nær. En nú ertu að segja mér og lesendum mínum að þú sért "þroskaskertur"? Reyndu að nota þitt atkvæði almennilega næst þegar þú kýst! Kjóstu rétt maður, og vertu sáttur við þínar gjörðir! Vertu ekki að væla hér um þínar misgjörðir!

Björn Birgisson, 28.2.2011 kl. 23:37

15 identicon

Að sjálfsögðu sé ég eftir því að hafa kosið Steingrím,en hann plataði þúsundir kjósenda til fylgilags við VG. Það viðurkenni ég en þið í Aytollah flokki Landráða JóhönnuESB,fylgið foringja ykkar í hverju sem er. Greyið þið.

Númi (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 23:45

16 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, aumt er að kasta atkvæði sínu á glæ, og enn aumara að auglýsa það fyrir alþjóð! Lýðræðið byggist á meðvitaðri notkun sérhvers atkvæðis. Það ætti þér að vera ljóst, minn kæri.

Björn Birgisson, 1.3.2011 kl. 00:11

17 identicon

Notar þú þitt atkvæði Björn til lýðræðisuppbyggingar með því að styðja Hrunflokk,og tilvonandi landráðaflokk sem Samfylkingin er.?  Ég þarf að fá aðstoð þína Björn til þess að ná úr höndum ESB-Jóhönnu fjarstýringunni sem hún stjórnar Steingrími með.

Númi (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 01:13

18 Smámynd: Pétur Harðarson

Gott er að sjá góð skrif um hana Jóhönnu. Það hjálpar samvisku minni eilítið að vita af svona góðum skrifum um hana hér á moggabloggi þegar ég úthrópa hana næst í eigin skrifum.

"Minn tími mun koma" setningin er vissulega fræg en var þetta loforð eða hótun? Tíminn mun leiða það í ljós. Jóhanna hefur lítið gert í stólnum sínum sem telst virðingarvert verð ég að segja og skora ég á menn að koma með dæmi sem sýnir annað. Vissulega tók hún við erfiðu búi enda þurfti beinlínis að draga hana fram úr rúminu til að taka að sér starfið. Ég er hins vegar orðinn leiður á þessu væli þeirra skötuhjúa, Jóhönnu og Steingríms. Þau vissu fullvel að verkið væri erfitt og það er óþarfi að væla um það endalaust.

Ég hafði mikið álit á Davíð Oddssyni fyrir hrun og ég viðurkenni það fyllilega núna að ég var blindur á hans stjórnarhætti. Ég velti fyrir mér hvort fólk sé blint á stjórnarhætti þessarar stjórnar? Stjórnarskrárbrotin og lýðræðistraðkið er svo augljóst að maður skilur ekki hvernig hægt er að líta fram hjá því. En það er augljóst í mínum huga að Jóhanna og Steingrímur eru búin að tryggja sér sæti á milli Davíðs og Halldórs í Íslandssögunni. Að halda annað er óskhyggja og blindni.

Ég er auður seðill þegar kemur að næstu kosningum. Masfylkinguna og VG kýs ég ekki með óbreytta forystu. Masfylkingin þarf líka að móta sér stefnu sem er breiðari en "Göngum í ESB" og "gerum allt öfugt við Sjálfstæðisflokkinn". Það þarf kraftaverk til að ég setji einhvern tíma aftur X við D (hef ekki gert það eftir að Árni Johnsen mætti aftur á þing). Það hlýtur að vera áfellisdómur á þessa vinstri stjórn að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn með 40% fylgi svo stuttu eftir hrun eða þá að Íslendingar séu bara fífl (sem rennir stoðum undir skoðun þína að Jóhanna sé sannur Íslendingur:)

Það þarf eitthvað nýtt í stjórnmálin því við höfum ekki efni á þessu endalausa þrasi um hvort sé betra að stíga í hægri eða vinstri fótinn. Ef það hjálpar mönnum að líta fram á veginn þá má gera minnisvarða um ódæðisverk frálshyggjunar á Austurvelli svo þau gleymist nú örugglega ekki. En á einhverjum tímapunkti verða menn að draga hausinn úr fortíðinni og horfa með opnum augum á það sem er að gerast í dag. Þessi stjórn er búin. Það kemur frjálshyggjunni ekkert við og er ekki heldur vinningur fyrir sjórnarandstöðu. Því fyrr sem við sættum okkur við það, því fyrr getum við farið að vinna okkur úr kreppunni.

Pétur Harðarson, 1.3.2011 kl. 14:58

19 Smámynd: Björn Birgisson

Pétur, takk fyrir þessar vangaveltur.

Björn Birgisson, 1.3.2011 kl. 15:22

20 identicon

"óflokksbundinn alla tíð" ...Eitthvað svo sorglegt við þegar menn eru ekki bara sáttir við það sem þeir eru. Þykjast vera sjálfstæðir, heimspekilegir og óháðir í hugsun sinni, þegar þeirra hvert einasta orð er algjörlega fyrirsjáanlegt, og eins og dregið upp úr einhverjum "hægri", "vinstri" kassanum, svo eins og um forritað vélmenni, með vinstri ellegar hægri forriti, en ekki lifandi einstakling, hvað þá hugsandi mannveru sé að ræða, því einstaklingseinkenni hugsunarinnar eru nákvæmlega engin. Maður spyr sig hvort Samfylking og Sjálfstæðisflokkur séu ekki bara farin að forrita vélmenni, sem séu svona furðulega mennsk í útliti, Japanir eru víst komnir langt í þessari list. Fólki fer alla vega fækkandi á Íslandi. Þetta er eins og í bíómynd um yfirtöku vélmennanna. Það sorglegasta við þessa þróunn er auðvitað að þegar vélmennin ná of miklum meirihluta mun lýðræði okkar og menning deyja. En það syrgja vélmennin auðvitað ekki, þau hafa aldrei notað heilan til að hugsa, augun til að sjá, eða eyrum til að heyra, en kunna bara að hlýða, lofa og vera þæg, við hvern þann herra sem þau kjósa sér, Jóhönnu ellegar Davíð. Sem skiptir engu máli, það sem skiptir máli er bara hvort viðkomandi er manneskja eða vélmenni. En hægri- og vinstri MAÐUR fer að verða orðum aukið og ýkjur. Þeir sem ekki hugsa sjálfir eru einfaldlega ekki menn. Þeir eru blanda af dýrum og forrituðu vélmenni.

Björn B. (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 00:52

21 identicon

Það er einkenni góðra manna á hverjum tíma undir hverri stjórn, að veita valdhöfum gagnrýnið aðhald. Fasistar á hverjum tíma lofsyngja ríkjandi valdhafa. Þannig verður stöðnunin til. Helsti forseti Bandaríkjanna fyrr og síðar sagði að lýðræðið gæti ekki lifað af nema með reglulegum byltingum. Því miður hefur þjóð hans gleymt þessum orðum. Ísland fetar braut stöðnunnar fyrir gelt flokks-varð-hundanna. Lofræður um ímyndaða dýrlinga og heilagar Jóhönnur eru óviðfelldið og klúrt "Sieg heil" sem tilheyra myrku miðöldunum og páfa- og leiðtogadýrkun og engin sómakær manneskja lætur slíkt út úr sér, enda valdhafadýrkunin og manndýrkunin rót alls ills og allrar óréttlátrar stéttaskiptingar. Á endanum villtu eflaust bara ganga alla leið og taka Jóhönnu í guðatölu. Gangi þér vel við það, og gakktu bara í sértrúarsöfnuðinn Samfylkinguna til að tilbiðja hana. Ég held ég æli bara á meðan, takk. Svona lofræður eru svik við nútíman, framfarirnar og hinn lýðræðislega heim.

Björn B. (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 00:56

22 identicon

Pétur Harðarson, pistillinn þinn er dásemdin ein :-)

Eva Sól (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband