Nálgast endaspretturinn hjá Ólafi Ragnari?

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með Benedikt XVI páfa í morgun. Áreiðanlega eftirminnilegur og ánægjulegur dagur hjá forsetanum.

Ætli hann sé búinn að frétta af könnun Bylgjunnar, þar sem spurt var hvern fólkið vildi sjá í húsbóndastólnum á Bessastöðum á næsta ári?

Mér skilst að nokkur þúsund hafi svarað, þannig að könnunin ætti að vera býsna marktæk. Niðurstaðan kom mér mjög á óvart og örugglega mörgum öðrum.

52% vildu fá Rögnu Árnadóttur í embættið, en 48% vildu að Ólafur Ragnar héldi áfram að gegna embættinu, þegar valið stóð eingöngu á milli þeirra tveggja.

Það kom hins vegar ekki fram hvort Ólafur Ragnar hyggst bjóða sig fram aftur og þaðan af síður hvort Ragna hefur nokkurn hug á embættinu!


mbl.is Forsetinn á fundi með páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björn" Hver er ástæðan fyrir því að þú getur ekki séð forsetann í friði, er það kannski af því hann er Lýðræðissinnaður. og hver trúir fjölmiðlum í dag, ekki nokkur maður með viti! Eða stjórnmálamönnum, ekki nokkur maður með viti. Eða ! Prófessorunum í lögum  og hagfræði, sem enginn getur verið sammála, um sama mál. Nú til dags er engum að treysta nema sjálfum sér og kjósa eftir því!!! .Ég kís Ólaf. Ég segi nei við Icesave. Ég segi nei við ESB!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.3.2011 kl. 14:53

2 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, er eitthvað neikvætt sagt um forsetann í þessari færslu?

Björn Birgisson, 4.3.2011 kl. 14:57

3 identicon

Ég held að þú ættir að fagna í hófi þessari niðurstöðu. Það er mjög líklegt að Ólafur sæti áfram hefði hann hug á því. Ég gæfi honum atkvæði mitt og tel fá þora að gera það sem hann gerði. Áður en þú svarar því máttu muna að hann sparaði okkur marga milljarða í fyrra ;-)

Eva Sól (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 16:25

4 Smámynd: Björn Birgisson

Eva Sól, var ég að fagna niðurstöðunni í færslunni? Með hvaða orðum þá?

Björn Birgisson, 4.3.2011 kl. 16:31

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Merkilegt hvert Ólafur sækir aðallegafylgi sitt í dag -

Óðinn Þórisson, 4.3.2011 kl. 17:31

6 Smámynd: Björn Birgisson

Nokkur viðsnúningur þar!

Björn Birgisson, 4.3.2011 kl. 17:46

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Kæru vinir, það er ekkert í orðum  Björns sem  segir að hann sé að  fagna því að Ólafur sé undir í þessari skoðannakönnun, alls ekkert, en það má alltaf lesa á milli lína  þá hárfínu setningju  sem manni finnst undirliggjandi þarna hjá honum, gott hjá honum.  En Ragna þessi feimna og hlédræga manneskja mun aldrei fara í  framboð.

Guðmundur Júlíusson, 4.3.2011 kl. 23:45

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er þetta hárfína hjá honum Birni,. Hann segir það ekki beint en allir vita hvað hann meinar!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.3.2011 kl. 01:30

9 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka ykkur innlitin, góðu drengir, og ykkar vangaveltur. Skrif mín eru reyndar þannig að fátt dettur á milli lína. Sumt fólk er bara alltaf á milli lína. Það er ég ekki. Enginn hér á bloggi þarf að efast um að ég meini það sem ég skrifa. Á þó til að gantast eitthvað! Það er bara krydd í tilveruna!

Björn Birgisson, 5.3.2011 kl. 01:56

10 identicon

Já, þetta verður erfitt val...á maður að kjósa hugrakkan einstakling sem hefur sannað lýðræðisást sína og þjóðarhollustu margfalldlega, ...og á þar að auki eina frambærilegustu eiginkonu heims, fjöltyngda, stórglæsilega heimskonu og persónulega vinkonu fjölda landshöfðingja, kóngafólks og viðskiptafólks, síðan hún var kornung kona, þar á meðal Hillary Clinton sem heldur svo mjög upp á Guðríði þá sem Ólafur hældi nýlega hjá páfanum, að hún segir hana sína persónulegu fyrirmynd í lífinu.

Eða...einhverja Jónu út í bæ, sem hefur ekkert afrekað í lífinu, annað en sína starfi sínu þokkalega vel og vera já bara svona ókei...og getur ekki skreytt sig með neinum Herra Dorritti heldur?

Vá, erfitt val. Ég bara get ekki ákveðið mig!

Sá á kvölina sem á völina. (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband