Að tilbiðja eignarréttinn - og stela honum svo frá öðrum!

Að tilbiðja eignarréttinn - og stela honum svo frá öðrum!

Það þarf að hafa skoðanir, kjark til að tjá þær og staðfestu til að standa við þær.

Einkavæðing ríkiseigna er algjört eitur í mínum augum, oftar en ekki er hún beinn þjófnaður, þar sem vildarvinum og flokkshestum eru afhentar eignir landsmanna á hlægilegu verði og örugglega gegn svörtum greiðslum undir borðið í flokkssjóðinn.

Hvað getur einkaframtakið gert í samanburði við samtakamátt fjöldans?

Nánast ekki neitt.

Annað en að bíða færis til að stela frá þjóðinni með aðstoð spilltra stjórnmálamanna.

Nokkur dæmi.

* Hefði einkageirinn ráðið við að koma símanum um allt land í byrjun síðustu aldar?

* Hefði einkageirinn ráðið við að koma útvarpi og sjónvarpi um allt land?

* Hefði einkageirinn ráðið við nauðsynlega uppbyggingu sjúkrahúsa um land allt?
* Hefði einkageirinn ráðið við að virkja fyrir öll heimili og fyrirtæki í landinu?

* Hefði einkageirinn ráðið við nauðsynlega hafnargerð til þjónustu við sjávarútveginn og sjóflutninga?

* Hefði einkageirinn ráðið við að framkvæma þá uppbyggingu flugvalla sem átt hefur sér stað í landinu?

* Hefði einkageirinn átt einhvern séns í að byggja upp það vegakerfi sem nú er í landinu?

* Hefur einkageirinn einhver tök á að skipuleggja og reka löggæsluna í landi og á sjó?

* Hefur einkageirinn einhver tök á að byggja upp aðstöðu og reka helstu menntastofnanir þjóðarinnar fyrir unga og eldri?

* Hefur einkageirinn einhvern vilja til og tök á að tryggja öldruðum og öryrkjum mannsæmandi lífskjör?

* Hefur einkageirinn einhvern vilja til og tök á að tryggja blómlegt menningar og listalíf í landinu?

* Hefur einkageirinn sýnt fram á að honum sé treystandi til að höndla með peninga fólks og fyrirtækja?

* Hefur einkageirinn einhvern vilja til og tök á að sjá til þess að hin undurfagra náttúra landsins sé ekki fótum troðin?

Fleira má nefna.

13 spurningar.

13 nei.

Hvaða andlit hefur einkageirinn sýnt þjóðinni til þessa?

Aðeins rauðþrútið af græðgi og með dollaramerkin í glyrnunum.

Hvaða verkefni vill einkageirinn yfirtaka?

Aðeins þau sem hægt er að græða á - hitt mega skattgreiðendur eiga og borga.

Segi nei takk - hingað og ekki lengra.

Þjóðin í heild á að njóta sinna eigin fjárfestinga - ekki fáeinir sérvaldir gróðapungar sem aldrei sjá fegurðina í tilverunni þegar dollaramerkin stækka og byrgja þeim sýn.

Það er þjóðarskömm að í landinu skuli vera óþjóðleg öfl sem virða ekki eignarrétt fjöldans á því sem hann sannarlega hefur greitt fyrir.

Boða svo samtímis ást sína á eignarréttinum!

Þjóðarskömm að svona fólki.


Kosningabaráttan í Reykjavík nú er sögulegur viðbjóður

Kosningabaráttan í Reykjavík nú er sögulegur viðbjóður.

**********

Öðlaðist kosningarétt árið 1971, þá tvítugur að aldri.

Hef síðan kosið 15 sinnum til Alþingis og 11 sinnum í sveitarstjórnarkosningum.

Fylgst ágætlega með þróun mála í kosningabaráttunni, en mesta athygli vekja alltaf alþingiskosningarnar og svo baráttan um Reykjavík.

**********

Einmitt.

Baráttan um Reykjavík.

Á þessum tíma hefur hún í raun oftast snúist mest um gengi Sjálfstæðisflokksins og hvort hægt væri að mynda meirihluta án flokksins.

Flokkurinn náði hreinum meirihluta 1974, 1986 og 1990 og myndaði einkar subbulega meirihluta með Framsókn og Frjálslynda flokknum á árabilinu 2006-2010.

Hefur síðan setið í minnihluta og sér nú fram á framlengingu þeirrar setu til ársins 2022.

**********

Hinn sögulegi viðbjóður.

Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins í borginni nú, undir forustu Eyþórs Arnalds og einhverrar sjálfskipaðrar klíku, er ekkert annað en rakinn óþverri hvernig sem á er litið.

Hreinum ofsóknum og persónuníði er beitt gegn sitjandi borgarstjórnarmeirihluta, en þó einkum að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Minnist þess ekki að hafa orðið vitni að viðlíka lágkúru.

Í hugann koma fleyg orð Styrmis Gunnarssonar, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins:

Þetta er bara ógeðslegt.


Að tilbiðja eignarréttinn - og stela honum svo frá öðrum!

Það þarf að hafa skoðanir, kjark til að tjá þær og staðfestu til að standa við þær.

Einkavæðing ríkiseigna er algjört eitur í mínum augum, oftar en ekki er hún beinn þjófnaður, þar sem vildarvinum og flokkshestum eru afhentar eignir landsmanna á hlægilegu verði og örugglega gegn svörtum greiðslum undir borðið í flokkssjóðinn.

Hvað getur einkaframtakið gert í samanburði við samtakamátt fjöldans?

Nánast ekki neitt.

Annað en að bíða færis til að stela frá þjóðinni með aðstoð spilltra stjórnmálamanna.

Nokkur dæmi.

* Hefði einkageirinn ráðið við að koma símanum um allt land í byrjun síðustu aldar?

* Hefði einkageirinn ráðið við að koma útvarpi og sjónvarpi um allt land?

* Hefði einkageirinn ráðið við nauðsynlega uppbyggingu sjúkrahúsa um land allt?

* Hefði einkageirinn ráðið við að virkja fyrir öll heimili og fyrirtæki í landinu?

* Hefði einkageirinn ráðið við nauðsynlega hafnargerð til þjónustu við sjávarútveginn og sjóflutninga?

* Hefði einkageirinn ráðið við að framkvæma þá uppbyggingu flugvalla sem átt hefur sér stað í landinu?

* Hefði einkageirinn átt einhvern séns í að byggja upp það vegakerfi sem nú er í landinu?

* Hefur einkageirinn einhver tök á að skipuleggja og reka löggæsluna í landi og á sjó?

* Hefur einkageirinn einhver tök á að byggja upp aðstöðu og reka helstu menntastofnanir þjóðarinnar fyrir unga og eldri?

* Hefur einkageirinn einhvern vilja til og tök á að tryggja öldruðum og öryrkjum mannsæmandi lífskjör?

* Hefur einkageirinn einhvern vilja til og tök á að tryggja blómlegt menningar og listalíf í landinu?

* Hefur einkageirinn sýnt fram á að honum sé treystandi til að höndla með peninga fólks og fyrirtækja?

* Hefur einkageirinn einhvern vilja til og tök á að sjá til þess að hin undurfagra náttúra landsins sé ekki fótum troðin?

Fleira má nefna.

13 spurningar.

13 nei.

Hvaða andlit hefur einkageirinn sýnt þjóðinni til þessa?

Aðeins rauðþrútið af græðgi og með dollaramerkin í glyrnunum.

Hvaða verkefni vill einkageirinn yfirtaka?

Aðeins þau sem hægt er að græða á - hitt mega skattgreiðendur eiga og borga.

Segi nei takk - hingað og ekki lengra.

Þjóðin í heild á að njóta sinna eigin fjárfestinga - ekki fáeinir sérvaldir gróðapungar sem aldrei sjá fegurðina í tilverunni þegar dollaramerkin stækka og byrgja þeim sýn.

Það er þjóðarskömm að í landinu skuli vera óþjóðleg öfl sem virða ekki eignarrétt fjöldans á því sem hann sannarlega hefur greitt fyrir.

Boða svo samtímis ást sína á eignarréttinum!

Þjóðarskömm.


Sjallar kenna Degi um allt sem aflaga hefur farið hjá þeim!

Það er gjörsamlega grátbroslega hlægilegt að sjá og heyra hvernig Sjallar bregðast við húsnæðisskortinum í Reykjavík.

Segi Reykjavík - þeir minnast ekkert á þann skort á öðrum stöðum!

Þeir eru helsti valdaflokkurinn og hafa verið svo lengi sem minnugir muna!

Byggingabransinn hrundi 2008 eins og svo margt annað.

Helvítið hann Dagur hlýtur að bera ábyrgð á því - þótt hann hafi aldrei setið í ríkisstjórn!

Það er fjandi fínt að fara frá speglinum og draga upp mynd af Degi borgarstjóra í staðinn - þegar um megn verður að horfast í augu við spegilmyndina!

Það er sem sagt Degi að kenna að efnahagsstjórnunin í landinu er á þann veg að aðeins örfáir ríkir hafa efni á að byggja!

Ekki hissa á að svona rugludallar fjarlægi alla spegla heimilisins - hver nennir að horfast í augu við ómerkilega lygara sem aldrei finna neina sök hjá sér?

Aumara verður þetta pólitíska rugl ekki.

PS. Munið þið eftir feita kallinum sem rak við í flugvélinni og benti svo á sessunaut sinn þegar fólk í næstu sætum var við það að kafna?


Landsölumenn og landráðamenn

Hver er munurinn á landsölumanni og landráðamanni?

Hvers konar fólk getur samvisku sinnar vegna selt erlendum aðilum hluta úr ættjörðinni okkar til varanlegrar eignar?

Er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að leysa til sín allt landrými sem losnar, hvern hektara og hverja þúfu, og endurleigja það síðan, helst Íslendingum, en til vara erlendum aðilum í skemmri tíma.

Það er algjörlega galið að fjársterkir útlendingar sölsi undir sig hverja stórjörðina af annari - oft í afar óljósum tilgangi.

Hér áður fyrr gerðu menn vopnuð strandhögg og sölsuðu undir sig landrými og gerðu heimamenn að þrælum sínum.

Nú til dags eru þessi strandhögg gerð með peninga að vopni og spilað inn á fégræðgi landsölumanna - sem vegna dollaramerkjanna í augunum sjá ekki og skilja ekki að þeir eru að selja hluta landsins sem fóstraði þá. Líklega væru slíkir menn tilbúnir til þess að selja börnin sín líka - fyrir rétt verð.

Hef alltaf litið á orðið landeigandi sem hálfgert skammaryrði, þar sem það er bjargföst skoðun mín að þjóðin eigi að eiga allt landið, miðin og lögsöguna að 200 mílum og gefa engan afslátt af því eignarhaldi sínu.

Spurði:

Hver er munurinn á landsölumanni og landráðamanni?

Svarið:

Enginn.


Moggabloggið er komið á hraða snigilsins!

Setti hér inn færslu í dag - um klukkan 15:00.

Hún er enn á birtingalistanum - vel fyrir ofan miðju!

Búin að vera þar í fimm og hálfan klukkutíma - og á örugglega eftir að vera þar í annan eins tíma!

Hér áður fyrr var umferðin á þessu bloggi og hraðinn slíkur að færslurnar "sukku" af forsíðunni í hálfum til einum klukkutíma.

Nú er hún Snorrabúð stekkur! 


Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn

Nokkur orð um styrjaldir og hryðjuverk.

"Bandarísk hermálayfirvöld hafa viðurkennt að yfir hundrað almennir borgarar hafi fallið í einni loftárás í Mósúl í Írak í mars. Þetta er líklega mannskæðasta árás í átökunum í Írak frá 2003 og talið að 141 óbreyttur borgari hafi fallið í árásinni. Talið er að mörg þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í loftárásum Bandaríkjanna í Írak og Sýrlandi."

Afsökun kananna er ekkert annað en viðbjóðslegar lygar.

Segjast hafa notað frekar kraftlitlar sprengjur en húsnæðið hafi verið fullt af sprengjum uppreisnarmanna og að þær hafi drepið allt þetta fólk í Mósúl í mars!

Þessi árás var ekkert annað en stríðsglæpur af verstu gerð!

Stríðsglæpur gegn mannkyni!

Mörg þúsund óbreyttir borgarar drepnir undir sama lygadampinum.

Hreinlega myrtir án viðvörunar og án nokkurrar undankomuleiðar!

Kallast þetta ekki aftökur án dóms og laga á nútímamáli?

Einhver verður að bera ábyrgðina!

Svo er fólk alveg gapandi hissa á því að eftirlifendur á þessum svæðum fyllist heift og hatri gagnvart þeim böðlum sem nánast þurrkuðu út fjölskyldur þeirra!

Litlu systurnar, pabba og mömmu, ömmu og afa - jafnvel fleiri.

Við hverju býst fólk?

Að ungt fólk sem þó lifir af - hugsi hlýtt til þeirra sem nánast þurrkuðu út fjölskyldur þeirra í raun án nokkurs tilefnis!

En koma svo eftir á með einhvern lyga þvætting til að breiða yfir mistökin sín.

Allir muna eftir harðstjóranum Saddam Hussein.

Hann var sagður beita hættulegum eiturvopnum á eigin þjóð.

Það fannst aldrei tangur né tetur af þeim vopnum - en hvað voru margir drepnir við leitina að þeim?

Er ekki sterkur í tölfræðinni.

Spyr aðeins:

Hvort hafa NATÓ þjóðirnar drepið fleira fólk í múslimaríkjum - eða múslimar í NATÓ ríkjum?

Veit þetta.

Ef einhver þjóð sprengdi nánast alla mína fjölskyldu í tætlur - saklausa borgara - myndi ég hata þá þjóð til lífsloka.

Hryðjuverk í nútímanum eru öll svar við styrjaldarrekstri - mjög svo oft ójöfnum leik.


Hvoru megin hryggjar er hatrið meira?

Sumt má líklega ekki segja.

Segi það nú samt.

Reykjavík - á Menningarnótt - er kjörinn vettvangur fyrir hryðjuverk.

Munum að Ísland er í Nató.

Þar segir:

Árás á eina Natóþjóð - jafngildir árás á þær allar.

Munum þetta:

Natóþjóðir hafa verið duglegar við að drepa fólk, hermenn og saklausa borgara í löndum múslima undanfarin misseri.

Sérstaklega í Sýrlandi og Írak.

Hefur ríkisstjórn Íslands eitthvað mótmælt þeim drápum sérstaklega?

Þögn er sama og samþykki.

Með veru okkar í Nató er þjóðin meðsek í öllu sem herveldin þar taka sér fyrir hendur.

Árás á eina þjóð er árás á allar - sú skoðun hlýtur að gilda víðar en innan Nató!

Hvernig ætti múslimum að þykja vænt um vesturlönd sem hafa með hernaði drepið börn þeirra og ættmenni?

Saklausa borgara - eins og alltaf er talað um þegar fólk er drepið í Evrópu.

Getur einhver svarað því?

Þetta er svona:

Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.

Ergo:

Sem friðsöm þjóð eigum eigum við að segja skilið við Nató og lýsa yfir hlutleysi að hætti Svía.


Sakna Moggabloggsins nákvæmlega ekki neitt!

Var lengi skrifari á Moggablogginu.

Það gekk bara eiginlega frábærlega vel!

Var oft í topp tíu í innlitum á þeim vef!
Stundum á toppnum!

Ákvað að hætta (að mestu) þar þegar Óskar Magnússon ákvað að ráða Davíð Oddsson (13,7% manninn) í stól ritstjóra.

Hallaði mér að Facebook í staðinn.

Vissi ekkert hvað ég var að fara út í!

Veit það núna!

Er svo innilega þakklátur fyrir alla FB vinina og öll skoðanaskiptin!

Reyni mitt besta - bæði til að pirra og gleðja fólk!

Er einhvern veginn þannig maður!

Bara sáttur við útkomuna! :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband