Ríkisstjórn sem ekki ræður við verðbólguna er óstjórn í alla staði

Verðbólgið samfélag.
Um áramótin 2008-2009 mældist verðbólgan hér 18,6% og stórskaðaði hér fólk og fyrirtæki.
Sumum til óbóta - öðrum ekki.
Hrunið - þið vitið - og munið eftir því!
Allir töpuðu.
Vinstri stjórninni tókst að ná þeirri tölu niður í 3,3%.
Þannig skilaði hún af sér í vor.
Nú mælist verðbólgan 4,3% og horfur eru ekki góðar.
Hreint ekki!
Því er ekki úr vegi að spyrja:
Á hvaða leið er ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs?
Ríkisstjórn sem missir tökin á verðbólgunni er ekkert annað en rýtingur í bak þjóðarinnar.
Er sú banvæna stunga í kortunum?

"Er þetta nokkuð annað en níðingsháttur?"

Sigurður Hreiðar skrifar á sinni Facebook síðu:
 
"Eignaupptaka ríkisins í formi fjármagnstekjuskatts af neikvæðum vöxtum.
Ég hef verið leiðréttur þar sem ég fór ekki rétt með um þetta efni í stöðu áðan.
Hið rétta er þetta: Fyrstu 100 þús. í fjármagnstekjur eru skattfrjálsar. Síðan tekin 20% af því sem eftir stendur.
Eins og sakir standa og verið hefur síðstu 12 mánuði ná ekki einu sinni nafnvextir af skástu bankareikningum verðbólgunni.
Svo fjármagnstekjuskatturinn er ekkert annað en eignaupptaka. 
Um það þegja allir. 
Hef ekki séð ba eða bú um þetta frá forsvarsmönnum LEB.
Og jafnvel kjaftforustu stjórnmálamenn ríghalda kjafti.
Enda kemur þetta einna helst niður á gamla fólkinu, sem á smávegis ellisjóð á bankavöxtum.
Og á því má að sjálfsögðu halda áfram að níðast.
Er þetta nokkuð annað en níðingsháttur?"

Skurðstofunni í Eyjum lokað?

Eitt af fjölmörgum kosningaloforðum stjórnarflokkanna var einmitt að efla heilbrigðiskerfið! Þetta er þá væntanlega liður í því!
mbl.is „Eins og þruma úr heiðskíru lofti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýrland næst?

Írak. Afganistan. Líbía.
Nú Sýrland. Líklega.
Hverju hafa afskipti vesturveldanna af málefnum þessara landa skilað?

Þjóðin kýs og hafnar svo eigin niðurstöðum! Er fólk bara fífl?

Jæja.
Fékk ekki Alþingi um 14% í síðustu könnun um traust og trúverðugleika?
Sem er í raun afar fyndið - bráðfyndið raunar!
Gef nákvæmlega ekkert fyrir svona mælingu.
Minni á að 81,4% þjóðarinnar arkaði á kjörstað í vor og kaus og valdi fólk inn á þetta Alþingi - sem það svo kýs að gefa falleinkunn!
14% er algjör falleinkunn!
Hvernig væri að kanna traust og trúverðugleika þessara 81,4% kjósenda, sem velja sér fólk og flokka, að því er virðist til þess eins að gefa svo gott drag í afturendann daginn eftir?
Örugglega meta kjörnir þingmenn þjóðarinnar kjósendur sína betur - en þeir þá.
Þetta er allt eitt samhengislaust rugl.

Sundurlyndi eða algjört stríð? Það er valið!

Líklegt? Held ekki! Meira svona eins og stríð!

BB og Kata

 


Alltaf í boltanum?

Spá?
Tel mjög líklegt að Skagamenn og Víkingar falli úr Pepsí deildinni.
Tel mjög líklegt að Fjölnir og Grindvíkingar taki sæti þeirra.

Sýrland

Margir spá því að nú styttist í íhlutun vesturveldanna í Sýrlandi.

Einhvern veginn þarf að stöðva blóðbaðið í landinu.

En er ekki hætt við að íhlutun nú geri fátt annað en að fresta þessu viðbjóðslega blóðbaði?

Varla verða allir vinir í landinu þótt stjórninni verði steypt af stóli. 


Brottrekinn Svarthamar

Svarthamar - Óskar Helgi Helgason - settur af Moggablogginu.

Hér er frétt DV um málið.

http://www.dv.is/frettir/2013/8/27/hvatti-til-lettra-barsmida-thingmonnum/


Götustrákurinn í ritstjóranum - með flotta ferilinn - gæjanum sem viðskiptavitið sniðgekk að mestu, sem og umhyggjan og virðingin fyrir ósammála fólki.

Götustrákurinn í ritstjóranum - með flotta ferilinn - gæjanum sem viðskiptavitið sniðgekk að mestu, sem og umhyggjan og virðingin fyrir ósammála fólki.

Davíð Oddsson skrifar til að gleðja og næra um 25-30% kjósenda, kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem kokgleypa allt sem frá honum kemur og halda vart vatni yfir snilld ritstjórans.
Hin 70-75% gefa lítið eða ekkert fyrir orð goðsins.
Hlæja raunar oftast að þeim.
Ekki vegna þess hve fyndin þau eru.
Hreint ekki. Barnaleg og aulaleg skrif Davíðs um meinta andstæðinga sína, eru svo brjóstumkennanleg og laus við einhverja veruleikatengingu að vart er annað hægt en að brosa.
Þegar Óskar Magnússon dubbaði Davíð upp í stól ritstjórans, ákváðu líklega 15-20 þúsund áskrifendur Moggans að segja upp áskriftinni.
Það kallast víst "svokallað hrun"!
Líklega var það heimskulegasta ráðning aldarinnar, með tilliti til viðskipta Moggans við landsmenn og landsmanna við Moggann.
Hvað um það.
Mogginn skrimtir enn.
Þökk sé ríku útgerðarfólki og bankafólki sem sturtaði niður um fimm milljörðum af skuldum blaðsins.
Ritstjóri er sölustjóri.
Í öllum heilbrigðum rekstri væri sölustjóri, sem hrekur burt obbann af viðskiptavinunum, rekinn.
Því má spyrja:
Er eitthvað heilbrigt við rekstur Moggans?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband