26.8.2013 | 17:49
Auðlegðarskatturinn er síður en svo sjálfgefinn sem eðlilegur skattur
Skil mætavel að skoðanir séu skiptar varðandi auðlegðarskattinn.
Sumir geta greitt hann, en aðrir alls ekki, þrátt fyrir að vera skráðir fyrir eignum upp á 100 til 200 milljónir. Jafnvel meira.
Hugsum okkur fullorðin dugnaðarhjón sem eiga flott einbýlishús, metið á 70 milljónir. Þau eiga sumarbústað metinn á 20 milljónir. Hvort tveggja byggt með elju og ærinni fyrirhöfn. Þau eiga tvær íbúðir í blokk, sem þau fengu í arf. Hvor um sig metin á 25 milljónir. Þær eru í útleigu. Síðast en ekki síst eiga þau atvinnuhúsnæði, metið á 70 milljónir, húsnæði sem stendur autt og tekst ekki að leigja. Samtals eru þetta eignir upp á 210 milljónir.
Það er býsna há tala.
Heilsan kannski ekki upp á það besta. Konan farin af vinnumarkaði og karlinn farinn að minnka við sig vinnu.
Heildartekjur heimilisins kannski um 700 þúsund á mánuði. Laun og leigutekjur.
Hvernig eiga þau að fara að því að borga einhverjar milljónir í auðlegðarskatt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.8.2013 | 15:50
Þetta þarf hagræðingarnefndin að skoða vel
Heilagar kýr og kindur! Úr fjárlögum ársins 2013. Landbúnaðurinn er þjóðinni rándýr.
- Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu kr. 4.698.000.000
- Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu kr. 6.340.000.000
- Greiðslur vegna grænmetisframleiðslu kr.527.000.000
- Bændasamtök Íslands kr. 425.100.000
- Búnaðarsjóður kr. 470.000.000
- Framleiðnisjóður landbúnaðarins kr. 44.200.000
- Verðmiðlun landbúnaðarvara kr.405.000.000
- Rannsóknir í þágu landbúnaðar kr.161.100.000
- Fóðursjóður kr. 1.400.000.000
Samtals eru þetta tæplega 15 þúsund milljónir króna sem renna beint til landbúnaðarins úr ríkissjóði á þessu ári.
Svo eru afurðirnar rándýrar - þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar!
Þetta getur ekki talist vera eðlilegt ástand.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2013 | 14:14
Framsóknarþingmenn, Landsdómurinn og Geir Haarde
Hvað með Vigdísi Hauksdóttur og Ásmund Einar Daðason, þurfa þau ekki líka að biðjast afsökunar á ódæðinu? Hvers vegna aðeins ráðherrarnir?
SUS hvetur ráðherra til að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2013 | 11:02
Auðlegðarskatturinn
Auðlegðarskatturinn.
Vinstri stjórnin hefði framlengt hann tímabundið.
Hægri stjórnin ætlar ekki að framlengja hann.
Sá er munurinn.
Eitthvað á sjötta milljarð líklega sem ríkissjóður verður af.
Hagræðingarnefndin reddar því - rétt eins og öðru töpuðu skattfé ríkissjóðs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2013 | 01:26
5000 milljóna blaðið sem varð að lifa af eigin dauðdaga!
Ein lítil spurning í hauströkkrinu.
Svona 5000 milljóna spurning, smotterí og aukaatriði auðvitað!
Hvers vegna, fyrir hverja og fyrir tilstilli hverra fékk Mogginn þetta lítilræði afskrifað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2013 | 21:58
Sumir treysta þjóðinni - aðrir alls ekki!
Svo eru aðrir sem treysta þjóðinni alls ekki. Munið þið eftir þessu:
"Fjölmiðlafrumvarpið var frumvarp til laga á Íslandi á árinu 2004. Í frumvarpinu fólust takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Þannig mátti enginn einn aðili eiga meira en 25% í fjölmiðafyrirtæki. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi af ríkisstjórn Íslands (Davíð, Halldór, innsk. BB) og var samþykkt þar þrátt fyrir mikla andstöðu í þjóðfélaginu. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði að staðfesta lögin og vísaði þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort að forsetinn hefði í raun rétt til að synja málum. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið (lögin) með því að fá samþykkt frumvarp, sem nam hitt úr gildi." - Wikipedia
Þetta var þá. Hvað á Guðbjörg ríka mörg prósent í Mogganum hans Davíðs?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2013 | 20:16
Engum dettur í hug að bera saman villiketti og maura!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2013 | 18:18
Strax eða á kjörtímabilinu? Er nokkuð verið að hafa kjósendur að fíflum?
Dálítið fyndið - eða hvað?
Þegar stjórnarflokkarnir voru að rigga upp kosningaloforðunum og kynna þau voru orðin "á kjörtímabilinu" aldrei sett fram.
Aldrei.
Frekar var gefið í skyn að fólk yrði vart við breytingar mjög fljótt.
Mér vitanlega hefur enginn venjulegur landsmaður orðið var við neina breytingu - nú um þremur mánuðum eftir myndun stjórnarinnar.
Bara alls enga, en allir hafa frétt af skipan ótal nefnda til að hugsa fyrir stjórnina!
Engar nefndir - bara efndir sagði formaðurinn fallegi!
Nú bregður svo við að orðin "á kjörtímabilinu" eiga vaxandi vinsældum að fagna hjá ríkisstjórninni!
Af hverju skyldi það vera?
Pólitíkin er líklega slóttugasta tík veraldarinnar.
Og kjósendur, hælnagaðir og bitnir, elska að klappa henni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2013 | 16:29
Fjármálahyskið í sinni dekkstu mynd
Að lesa um framgöngu stjórnar og stjórnenda SpKef er eins og að lesa sundurlausa glæpasögu. Hreint með ólíkindum hvað þar fór fram!
http://kjarninn.is/kerfi/wp-content/uploads/2013/08/22_08_2013.pdf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2013 | 14:48
Eru engir alvöru ritstjórar á Íslandi?
Dálítið merkilegt að sjá enga undirskrift héðan af Íslandi! Eru hér engir alvöru ritstjórar sem mark er takandi á? Gleymdust þeir eða höfnuðu þeir því að vera með?
"Ritstjórar fjögurra norrænna dagblaða hafa ritað David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, opið bréf þar sem þeir hvetja hann til að vekja til lífs að nýju það góða orð sem lengstum hafi farið af Bretum sem málsvörum fjölmiðla-og tjáningarfrelsis.
Observer birtir bréfið í dag.
Ritstjórar Dagens Nyheter í Svíþjóð, Aftenposten í Noregi, Politiken í Danmörku og Helsingin Sanomat í Finnlandi segja að handtaka Davids Miranda, sambýlismanns Glenns Greenwalds, blaðamanns Guardian, á Heathrow-flugvelli fyrir viku, og níu klukkustunda yfirheyrsla sem hann sætti, sé ekkert annað en gjörræði.
Gildi einu þótt það sé með vísan til laga um hryðjuverkaógn.
Þá sé fráleitt að hann sæti sakamálarannsókn, eins og ótíndur afbrotamaður, fyrir þátt sinn í birtingu upplýsinga sem almenningur í lýðræðisríki eigi fyllsta rétt á um athæfi og umsvif opinberra njósna-og leyniþjónustustofnana.
Í bréfinu segir að atburðir síðustu daga í Bretlandi veki ugg um upplýsinga-og málfrelsi í Bretlandi, hvert stjórnvöld í Lundúnum stefni, árásir þeirra á dagblaðið Guardian séu mikið áhyggjuefni og geti haft skelfilegar afleiðingar fyrir fjölmiðla úti um allan heim." - Rúv.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar