Færsluflokkur: Bloggar
5.4.2011 | 09:44
Getur Hæstiréttur líka látið áverkana gufa upp?
"Sveinn Andri Sveinsson, hrl., sem var verjandi manns sem Hæstiréttur sýknaði af fólskulegri líkamsárás í liðinni viku, segir að þótt héraðsdómur hafi gengið út frá því að fórnarlambinu hafi verið hótað, liggi ekkert fyrir um að svo hafi verið."
Maður er laminn og barinn. Meintur árásarmaður er sakfelldur í Héraðsdómi en svo sýknaður í Hæstarétti.
Eftir situr fórnarlambið með sína áverka, en árásarmaðurinn hefur eiginlega gufað upp fyrir tilstilli Hæstaréttar. Getur Hæstiréttur líka látið áverkana gufa upp?
Til að þessi jafna gangi upp vantar árásarmanninn. Hver var hann þá?
Oft virka dómar undarlega á mann.
Oft vaknar þessi spurning: Hvort skiptir í raun meira máli, gjörðin sem kært er vegna, eða einhver lagatæknileg atriði?
![]() |
Engin gögn um að fórnarlambi hafi verið hótað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2011 | 22:41
Hvað ætlar Ólafur Ragnar Grímsson að krossa við á laugardaginn? Hversu alvarlegur er heiladoði hérlendra fjölmiðlamanna?
"Afgerandi lagalegri niðurstöðu í þá veru yrði ekki fagnað á alþjóðavettvangi þar sem hún myndi varpa ljósi á það hversu gríðarlega illa fjármagnaðir innistæðutryggingasjóðir í Bretlandi, Hollandi og í raun í öllum heiminum eru." segir mbl.is
Já, kosningarnar á laugardaginn. Spennan fer vaxandi jafnt hér innanlands sem utan 200 mílnanna.
BB Fréttir fylgjast með öllu sem fram vindur, en það sama á ekki við um aðra fjölmiðla hér innanlands. Heiladoði eða heiladauði fjölmiðlamanna er ekki síður áhyggjuefni, en væntanleg úrslit í Icesave á laugardaginn.
Það er skítt að segja sannleikann, ef hann er vondur, en einhver verður að flytja ill tíðindi, rétt eins og þau góðu og taka áhættu á að sendimaðurinn verði aflífaður með einhverjum hætti, hengdur upp á afturlöppunum eða hreinlega skotinn, eins og sumir hafa lagt til hér á Moggabloggi um andstæðinga sína og síðan skipað sér í fremstu raðir NEI sinna.
Málið er þetta. Kosningarnar á laugardaginn eru í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, sem þar með gekk gegn vilja 44ra þingmanna af 63 eins og öllum er kunnugt.
Hér kemur þá spurningin sem heiladauðir fréttamenn hafa ekki lagt fram.
Hvað ætlar Ólafur Ragnar Grímsson að krossa við á laugardaginn?
Miðað við aðkomu hans að málinu er það nánast heilög skylda hans að upplýsa þjóðina um sína afstöðu undanbragðalaust.
Það mun hann hins vegar aldrei gera. Hann er þannig maður.
Hvað ætlar Ólafur Ragnar að gera á laugardaginn? Ætlar hann að segja JÁ eða NEI?
BB Fréttir skora á alla fjölmiðla í landinu að leggjast nú á forsetann til að fá svör við þessari sjálfsögðu spurningu, þótt sækja þurfi svarið niður í kok forsetans.
Varla er heiladauðinn algjör á öllum miðlum samfélagsins!
Af hverju spyrja ekki blaðamenn Morgunblaðsins forsetann hvort hann sé sammála skoðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, eða messagutta flokksins, Sigurði Kára Kristjánssyni í þessu stóra máli?
![]() |
Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Vonandi rís meiri hluti kjósenda undir þeirri ábyrgð að ljúka þessu máli með sómasamlegum hætti fyrir alla aðila, þannig að við getum gengið til annarra og brýnni verkefna í íslensku samfélagi," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir á heimasíðu sinni."
Ekki var 4000 manna könnun Bylgjunnar Þórunni og hennar málstað hagstæð í dag. 61% NEI, 29% JÁ, 10% óákveðnir. Reyndar er þetta þvílíkur viðsnúningur að líklega eiga flestir erfitt með að trúa honum. Það er víst ósköp auðvelt að svindla í svona könnunum.
Hvað um það.
Ef NEI liðar sigra á laugardaginn er tvennt skýrt í mínum huga.
Ríkisstjórnin á að segja af sér og boða til kosninga, enda málið af hálfu NEI liða mjög pólitískt. Það beinist ekki síður gegn ríkisstjórninni, en að lausn deilunnar.
Að loknum þeim kosningum eiga Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur að mynda nýja ríkisstjórn. Ég hygg að líklega fái þeir flokkar fylgi til þess.
Þar með má segja að Icesave málið sé að mestu komið í heimahöfn.
Verði þjóðinni og þeim flokkum málið að góðu.
Er ekki líklegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, ungu leiðtogarnir, séu þegar farnir að hlakka ofboðslega mikið til að taka við þeim skítapakka sem þá lendir á borðum þeirra?
Fæst ekki eitthvað róandi í apótekunum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.4.2011 | 16:47
Kynnir Lagastofnun Háskólans Icesave málið á hlutlausan hátt?
"Íslandspóstur hóf í morgun að bera út kynningarbækling Lagastofnunar Háskóla Íslands vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana laugardaginn 9. apríl."
Gott að heyra, en ég efast um að bæklingurinn hljóti neinn met lestur. Mig grunar að 80% kjósenda séu búin að ákveða sig og gluggi því lítið í bæklinginn.
Sem allir ættu þó að gera.
En eitt er nokkuð víst. Nú rísa viss samtök upp á afturlappirnar og kveða upp úr með það að hlutleysis sé ekki gætt í efni bæklingsins og JÁ liðum sé þar gert hærra undir höfði en Nei liðum.
Ég bíð spenntur eftir því! Það getur varla klikkað!
![]() |
Byrjað að dreifa Icesave-bæklingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2011 | 13:23
Vasaklútablogg ráðherrans fyrrverandi
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, er duglegur að skrifa um pólitíkina. Hans pólitíski sjóndeildarhringur er löngu þekktur og ekki getur hann talist víður, en hann er síður en svo einn á þeim bátnum.
Björn skrifar gott mál og setur það fram með miklum ágætum.
Ég vil hvetja fólk til að lesa bloggfærslu Björns Bjarnasonar í dag. Endilega hafið vasaklút við hendina. Hún er svo sorgleg.
Það er svo illa komið hjá sumu fólki.
Hér er síðan hans: http://bjorn.blog.is/blog/bjorn/entry/1156046/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2011 | 10:42
Hagstofan og tipparinn
"Ný þjóðhagsspá Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir að landsframleiðslan aukist um 2,3% árið 2011 miðað við síðasta ár, um 2,9% árið 2012 og 2,7% árið 2013."
Það er líklega nauðsynlegt að reyna að rýna eitthvað inn í framtíðina eins og Hagstofan er að gera hér, en óvissuþættirnir eru bara svo margir að hætt er við að margt fari öðruvísi en hér er spáð.
Mér dettur í hug tippari sem veit allt um enska boltann. Hann kaupir þrjá getraunaseðla, einn fyrir eina umferð, hvert ár sem hér er nefnt. Krossar samviskusamlega við alla leikina. Telur sig vita allt um liðin á seðlunum. 1-X-2. Og svo hefst biðin eftir úrslitunum.
Hvort er líklegra að hann hreppi vinning í Getraununum eða að þessi spá Hagstofunnar gangi eftir?
![]() |
Spáir 2,3% hagvexti í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2011 | 19:44
Frjálshyggjumenn á sorphaugum stjórnmálanna hérlendis
"35,8% styðja Sjálfstæðisflokkinn sem sé nánast sama fylgi og í febrúar, en 12 prósentustigum meira en í síðustu kosningum."
Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagði eftir hrunið að frjálshyggjan væri góð, en vissulega fyrirfyndust slæmir frjálshyggjumenn alls staðar og átti þá væntanlega við aðalleikara íslenskra stjórnmála undanfarna áratugi, Davíð Oddsson og kjörvini hans í bankakerfinu, sem féll með brauki og bramli, fyrir framan nefið á bóndanum í Svörtuloftum, sem virðist samkvæmt nýjustu fréttum hafa lagt sitt lóð full hressilega á vogarskálar hrunsins.
Ég vona að þessi tæplega 36% fyrirfinni betri frjálshyggjumenn til að stilla upp í næstu kosningum. Hinir fyrri eru vissulega ekki endurnýtanlegir og flestir komnir í úreldingu, eða á sorphauga íslenskra stjórnmála.
Verði þjóðinni að góðu.
Hún fær vissulega það sem hún á skilið og kýs yfir sig.
![]() |
Litlar breytingar á fylgi flokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.4.2011 | 17:39
Nei eða Já á laugardaginn?
Á laugardaginn kemur verður gengið til sögulegra kosninga hér á landi. Alveg er magnað að sjá og upplifa hvað skoðanir geta verið skiptar á einu tilteknu máli.
Kosningarnar sem slíkar geta ekki verið einfaldari.
Bara JÁ eða NEI kosningar.
Að skila auðu eða sitja heima hefur engin áhrif á úrslitin. Þau ráðast eingöngu af atkvæðum þeirra sem mæta á kjörstað.
Afstaða NEI liða er tiltölulega einföld. Þeir vilja ekki borga óreiðuskuldir bankaskussa og virðast treysta á að svokölluð dómstólaleið muni leiða til góðrar niðurstöðu fyrir Ísland, hvenær sem sú niðurstaða liggur endanlega fyrir. Eftir einhver ár líklega. Þeir segja í raun fátt um hvað getur gerst í millitíðinni. Virðast ekki hafa af því miklar áhyggjur.
Afstaða JÁ liða er öllu flóknari. Þeir virðast óttast dómstólaleiðina svo mjög að þeir vilja ekki taka neina áhættu þar. Þeir hampa gjarnan rökum um rándýrar lánalínur til landsins, atvinnulífið okkar frosna og almennt álit á þjóðinni erlendis frá. Segja gjarnan að siðaðar þjóðir eigi að leysa deilumál með samningum í stað þess að fá á sig drullusokkastimpil erlendis, með öllum þeim afleiðingum sem slíkum stimpli fylgja.
Fleira mætti auðvitað tína til, en ég læt þetta duga.
Það þarf enginn að furða sig á að nokkuð margir eigi í vandræðum með að gera upp hug sinn í þessu máli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.4.2011 | 15:29
JÁ eða NEI?
"Formaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs hvetja félagsmenn og stuðningsmenn VG til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave og kjósa já"."
Er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, eini pólitíski leiðtoginn í landinu sem ætlar að segja NEI?
Segir það okkur eitthvað?
![]() |
Hvetja félagsmenn til að kjósa já |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
3.4.2011 | 13:00
Eigum við að setja ríkisborgararéttinn í útrás?
"Kanadíski lögfræðingurinn David Lesperance segir að það felist mikil vaxtartækifæri fyrir Ísland og Íslendinga að fá hingað til lands erlenda einstaklinga sem muni fjárfesta hér á landi gegn því að fá íslenskan ríkisborgararétt."
Þetta mál er allt hið undarlegasta.
Kannski er hér að verða til arðbær leið til að fá peninga í ríkissjóð.
Að setja ríkisborgararéttinn í útrás!
Selja hann á 10-20 milljónir. Auglýsa vel og vandlega um allan heim!
Sópa til okkar auðmönnum sem einhverra hluta vegna þurfa nýtt ríkisfang. Heiðarlegum jafnt sem óheiðarlegum!
Hugmyndin um að gera Ísland að fjármálamiðstöð floppaði illilega.
Hugmyndin um auðmannamiðstöð poppar upp í kjölfarið.
Er þetta ekki borðliggjandi snilldarhugmynd?
Eða hvað?
![]() |
Spurningar og svör um auðmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar