Færsluflokkur: Bloggar

Milljarðarnir mörgu og meint samráð blaðanna

Tölur, tölur, tölur og allt fer að hringsnúast í hausnum á manni. Jóhann Hauksson, blaðamaður, er með heilmikla úttekt á hruninu í DV í dag. Svo er líka minnst á meint samráð blaðanna í þessari færslu minni.

Grípum aðeins niður í skrif Jóhanns. Fyrirsagnirnar voru svona:

** Þrot Seðlabankans er fimmfalt Icesave ** Skattgreiðendur bera 600 milljarða byrði vegna falls bankanna ** Icesave er 6% þess kostnaðar samkvæmt núgildandi áætlunum ** Beinhörð útgjöld vegna falls Seðlabanka Íslands námu 175 milljörðum ** Gjaldþrot Seðlabanka kostar 650 þúsund á mann.

Seðlabanki Íslands 175 milljarðar 

Landsbankinn 122 milljarðar

Arion banki 46 milljarðar

Íslandsbanki 28 milljarðar

Íbúðalánasjóður 60 milljarðar

Icesave 35 milljarðar

Lánasjóður landbúnaðarins 14 milljarðar

Sjóvá 12 milljarðar

SpKef 11 milljarðar

Mikið assgoti eru þetta miklir peningar! Heilir 503 milljarðar! Svo koma vextirnir og hækka þetta í 600-700 milljarða, samkvæmt skrifum Jóhanns Haukssonar í DV í dag. Eins gott að þjóðin er rík!

Annað.

Getur verið að Morgunblaðið og DV stundi og viðhafi einhvers konar samráð? Sem gæti þá verið eitthvað á þessa leið.

DV fjallar um fortíðina, hrunið og stjórnun Seðlabanka Íslands í aðdraganda hrunsins.

Hins vegar noti Morgunblaðið hvert tækifæri sem gefst til að dúndra í afturendann á Má Guðmundssyni, núverandi bankastjóra Seðlabanka Íslands, en fjalli ekkert um hrun bankans, meint mistök eða glæsileg tilþrif á lokasprettinum!

Verkaskiptingin virðist vera nokkurn veginn svona.


Neyðarlegt og grafalvarlegt úr munni þess sem þekkir til

"Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að staða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, væri ekki aðeins neyðarleg heldur grafalvarleg."

Það verður að taka mark á þessum orðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Hún þekkir þetta svo vel.

Staða hennar á Alþingi er ekki aðeins neyðarleg heldur grafalvarleg.


mbl.is Grafalvarleg staða ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmta sætið krefst gullverðlaunanna

"Í þessu sambandi skal bent á að kærandi var fimmti í röð í hæfnismati eftir tvær umferðir viðtala við umsækjendur."

Ráðning skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu.

Flottur titill! 

Hverjir voru númer tvö, þrjú og fjögur? Getur það fólk ekki kært þetta líka? Vegna jafnréttismála eða bara einhvers annars?

Er ekki allt er kært í dag. Meira að segja heilu kosningarnar!

Mér er alveg ómögulegt að meta hvort Kærunefnd jafnréttismála eða matshópur ráðuneytisins hefur unnið betra starf. 

Eitthvað er orðið öfugsnúið þegar sú sem skipar fimmta sætið er farin að krefjast toppsætisins í baráttunni.

Aðkoma Jóhönnu að málinu virðist eingöngu fólgin í að treysta matshópnum.

En þetta er nú pólitík. Þá þykir bara fínt að segja ekki endilega allan sannleikann!

Hvar er kærandinn Anna Kristín í pólitíkinni?


mbl.is Segir faglega staðið að málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunveruleg samkeppni?

"Þessi verslun kemur til með að veita raunverulega samkeppni á markaðnum" segir Eiríkur Sigurðsson í Morgunblaðinu í dag.

Þetta sagði Sullenberger líka um Kostinn sinn. Mér skilst að hann hafi ekki komið neitt sérlega vel út úr verðkönnunum.

Að veita raunverulega samkeppni á markaðnum. Hljómar ekkert illa.

Er þá líka til óraunveruleg samkeppni á markaðnum?


mbl.is Ný matvöruverslun á að veita raunverulega samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgamenn eiga ekki að koma að kynningarefni fyrir þjóðina

"Þá verði að teljast réttlætiskrafa, að Samstaða þjóðar gegn Icesave, sem sé ein stærsta fjöldahreyfing í landinu, hafi aðkomu að gerð kynningarefnis um Icesave."

Er Samstaða þjóðar gegn Icesave ein stærsta fjöldahreyfing í landinu?

Sá langbesti sem ég hef heyrt um langan tíma! Það verð ég að segja.

Á síðunni þeirra fann ég þessi nöfn:

Axel Þór Kolbeinsson
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásta Hafberg
Baldur Ágústsson
Birgir Viðar Halldórsson
Björgvin Ólafsson
Borghildur Maack
Frosti Sigurjónsson
Guðmundur Ásgeirsson
Guðrún Jacobsen
Gunnar Páll Ingólfsson
Gústaf Adolf Skúlason
Halldóra Hjaltadóttir
Hallur Hallsson
Helga Þórðardóttir
Jón Baldur Lorange
Jón Gíslason
Jón Einar Haraldsson
Jón Helgi Egilsson
Jón Lárusson
Jón Valur Jensson
Karl Kristensen
Kári Sveinbjörnsson
Kristján Oddgeirsson
Loftur Altice Þorsteinsson
Magnús Erlendsson
Rakel Sigurgeirsdóttir
Runólfur Oddsson
Sigurbjörn Svavarsson
Sigurður Ásgeirsson
Sigurður Jónas Eggertsson
Stefán Friðrik Stefánsson
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Sveinn Tryggvason
Pétur Valdimarsson
Viktor J. Vigfússon
Þorgeir Örn Elíasson
Þorvaldur Þorvaldsson
Örn Björnsson

Fleiri kunna að leynast innan samtakanna. Það er þá rétt að samtökin upplýsi um fjölda meðlima sinna. Ein stærsta fjöldahreyfing í landinu! Það var ekkert annað.

Ekki þekki ég marga á listanum hér að ofan. Kannast auðvitað við nokkur nöfn. Sérstaklega þó við Jón Val Jensson og Loft Altice Þorsteinsson.

Það dugar mér ágætlega.

Öfgamönnum á ekki að hleypa í neinar kynningar fyrir hönd þjóðarinnar, ríkisstjórnarinnar eða á neinum vettvangi.

Það hljóta allir að sjá og skilja!


mbl.is Vilja aðkomu að gerð kynningarefnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur löðrungaður?

"Skúli sagði, að það væri grundvallarafstaða sín að virða skuli niðurstöður Hæstaréttar."

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, kýs að skríða fyrir pöntuðum dómi Hæstaréttar í Stjórnlagaþingsmálinu. Hann setur stórlega niður við þessa afstöðu.

Það er margt mikilvægara en að skipa þetta Stjórnlagaráð, en skipun þess er bráðnauðsynlegur löðrungur á hlutdrægan Hæstarétt.

Réttast væri að Hæstiréttur byði fram hina kinnina og Skúli sjái um þann löðrung til að bæta ímynd sína og manndóm.


mbl.is Styður ekki tillögu um stjórnlagaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að endurlífga alla tölvupósta?

"Forsætisráðuneytinu er gert að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde á meðan hann var forsætisráðherra, en landsdómur kvað upp dóm í málinu í dag."

Fyrsti dómur risaeðlunnar fjallar um jafn tæknilegt atriði og tölvupóst. Þessum úrskurði ber að fagna. Fyrst Geir er kominn í þessa stöðu, aleinn, í boði Samfylkingarinnar, er líklega best að Landsdómur fái sem mestar og bestar upplýsingar.

Hvernig er annars með þessa tölvupósta? Er hægt að endurlífga allar sendingar sem hefur verið eytt?

Hvað segja tæknitröllin um það?


mbl.is Fær afrit af tölvupósti Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Pálmi eigi vini í Hæstarétti?

„Dómnum verður að sjálfsögðu áfrýjað," segir Pálmi Haraldsson í Fons, hinn umdeildi athafnamaður.

Óneitanlega nokkuð skondið að stór aðili útrásarinnar skuli í réttarsalnum vera kærandinn, en ekki hinn ákærði!

Býst við að mörgum þyki það dálítið undarlegt.

Ætli komi nokkuð til þess að svo verði? Að þessu verði snúið á haus!

Skyldi Pálmi Haraldsson eiga einhverja vini í Hæstarétti, eða má hann eiga von á að málskostnaðurinn fari í þrjár til fjórar milljónir þegar Hæstiréttur staðfestir þennan dóm Héraðsdóms?

Skiptir kannski engu máli.

Er ekki af nógu að taka?

Svo voru allir löngu búnir að gleyma orðunum hans Svavars Halldórssonar fréttamanns.

Nú þarf fólk að gleyma þeim aftur.  


mbl.is Pálmi tapaði meiðyrðamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekin úr nefndum?

Rekin úr nefndum? Þetta er undarleg fyrirsögn í meira lagi.

Atli og Lilja sögðu sig úr þingflokknum og þar með frá störfum sínum á hans vegum.

Hvernig er hægt að reka þann sem sjálfviljugur er farinn úr starfi?


mbl.is Rekin úr nefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að vera á jötunni, þiggjandi, án nokkurs framlags. Þjóðin borgar, en endurnýjar ekki umboð valdalausra jötuþega. Hreint ekki.

"Sex þingmenn Vinstri grænna munu taka sæti í þeim sex nefndum sem þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sátu í, samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra flokksins."

Nú hafa lýðskrumararnir málað sig rækilega út í horn. Ætla að sitja valdalausir á Alþingi, til þess eins að fá launatékkann sinn mánaðarlega frá fólkinu, sem kaus þá til valda og áhrifa, enda snöggt um vinnu í þjóðfélaginu nú um stundir.

Lilja fúl vegna sóló tilburða hennar, sem meirihluti þingsins hafnaði jafnan og Atli drullu fúll vegna þess að nefndin hans gat bara sett snöru um háls Geirs Haarde! Sem aldrei skyldi verið hafa! Hann langaði að draga svo miklu fleiri upp á aftökupall íslenskra stjórnmála. Dauðlangaði til þess.

Nú dinglar hann þess í stað í spotta valdaleysis. Brjóstumkennanlegur og öllum að aðhlátri.

Gott að vera á jötunni, þiggjandi, án nokkurs framlags. Þjóðin borgar, en endurnýjar ekki umboð valdalausra jötuþega. Hreint ekki.

Af hverju yfirgefa þau ekki þingið og kalla inn varamenn? Það er ekki heil brú í þeirra þankagangi!

Í tilefni af allri vitleysu dagsins ætla ég hér að endurbirta færslu, sem skýrir vel aðra vitleysu.

Vitleysu hins almenna kjósanda.

Það með er hringurinn fullkomnaður. Klikkunin á þingi er sambærileg við klikkun kjósenda. Lesið þetta:

Er heimska sauðkindarinnar heimska þjóðarinnar?

Skemmtilegur var einn viðmælenda minna í dag. Hann er einn þeirra sem hefur skoðanir á öllu. Tekur fáum rökum á móti, en stendur á sínu, sama hvað á gengur. Sannur múrbrjótur í pólitíkinni.

Talið barst að stjórnmálum okkar Íslendinga, eins og stundum áður, og þá fór vinurinn á flug.

"Við Íslendingar erum ekkert annað en heimskt sauðfé."

Af hverju segir þú þetta?

"Það vita allir að ef þú rekur sauðfé nokkrum sinnum að sama fjárhúsinu, þá byrjar það að rata leiðina. Þannig myndast það sem við köllum fjárgötur og hefur gert um langan aldur."

Og ..... hvað áttu við?

"Ertu ekki að fylgjast með Bjössi minn? Hvernig voru úrslit síðustu kosninga? Fékk ekki fjórflokkurinn 59 þingsæti af 63? Eftir allt sem á undan var gengið. Hrunið og allt það. Þjóðin hefur ekki meira vit en rollurnar. Líklega mikið minna."

Ekki voru nú hin framboðin beysin!

"Beysin, það skiptir engu máli, sauðirnir kjósa alltaf sína sauðslegu flokka, sama hvað á gengur, rétt eins og rollurnar éta alltaf sitt gras. Þar er munurinn enginn."

En ........ bíddu aðeins hægur við.

"Bíddu, bíddu hægur, arabarnir eru löngu búnir að fatta þetta. Í þeirra löndum er komið fram við hinn almenna sauðslega borgara eins og sauðfé, nákvæmlega eins og hann á skilið, hann er bara settur á beit í eyðimörkinni, þar sem ekkert er að hafa, nákvæmlega eins og hann á skilið."

Er það, ..........en?

" Já, svona ekkert en, þú sérð þetta allt ef þú nennir að hugsa. Íslendingar eru nákvæmlega jafn upplýstir og sauðféð. Þeir vita ekkert í sinn heimska haus. Kjósa alltaf yfir sig sömu vitleysuna, kosningar eftir kosningar og geta ekki breytt út af því. Þeir hafa bara ekki hugmyndaflug til þess að breyta nokkru í landinu, frekar en sauðkindin, sem alltaf leitar að grasinu á gömlum slóðum. Íslendingar eru svo ofboðslega vitlausir, en þeir vita bara ekki af því."

En bíddu aðeins .......................

" Ekkert bíddu aðeins hér. Nú skulum við lyfta bollum fyrir heimskum Íslendingum og sauðkindinni með sterku kaffi. Það svíkur aldrei þótt flest annað svíki."

"Notar þú mjólk í kaffið?"


mbl.is Nýir nefndarmenn í stað Lilju og Atla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband