Færsluflokkur: Bloggar

Stjórnvöld sjái um hlutlausa kynningu

"Samtökin Samstaða þjóðar gegn Icesave hafa sent formönnum þingflokka á Alþingi bréf þar sem skorað er á þá að beita sér fyrir því að já- og nei-hreyfingum verði gert kleift að senda kynningarefni á öll heimili."

Ríkið á að beita sér fyrir hlutlausri kynningu á þessu máli á kostnað almennings eðlilega. Ríkið hefur aðgang að fjölmörgu góðu fólki, í ýmsum stofnunum, sem ýmist styður frumvarpið eða alls ekki.

Frjáls félagasambönd úti í bæ geta líka látið útbúa kynningarefni til dreifingar, ef þau kjósa svo, en þá alfarið á sinn kostnað.

Það hálfur mánuður til stefnu.

Ég er viss um að Mogga Davíð og Ingvi Hrafn á ÍNN gefa Nei sinnum örugglega svo góðan afslátt af NEI-auglýsingum í sínum miðlum - að þeir þurfi ekkert að borga!

Ætli Samstaða þjóðar gegn Icesave sé ekki búin að fatta þetta?


mbl.is Vilja fá að gera kynningarefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er sínum gjöfum líkastur

"Japönsk yfirvöld áætla að tjónið af völdum náttúruhamfaranna í landinu nemi 309 milljörðum Bandaríkjadollara. Það samsvarar yfir 35.000 milljörðum íslenskra króna."

Össur lagði til að ríkið sendi Japönum 10 milljónir króna og var það samþykkt í ríkisstjórninni.

Góður maður benti á að þetta væri eins og að gefa fátæklingi einn eyri og biðja hann um að fara vel með hann og nýta sem best.


mbl.is Gríðarhár kostnaður vegna hamfaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaráðið fer aldrei í þjóðaratkvæði og ekkert sem frá því kemur

"Alþingi samþykkti í dag, með 30 atkvæðum gegn 21, tillögu um að skipa 25 manna stjórnlagaráð til að fjalla um breytingar á stjórnarskránni."

Hvað gerir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þessu máli? Ekkert auðvitað. Undirritar hann nýju lögin um Stjórnlagaráð spurði mig maður í dag.

Nei, það gerir hann ekki. Þarf þess ekki. Þetta var þingsályktunartillaga, flutt af Álfheiði Ingadóttur held ég. Ekki frumvarp til laga.

Það voru aðeins 30 þingmenn sem greiddu málinu atkvæði sitt. Það er minnihluti þingsins og Stjórnarskráin sjálf er til umræðu!

Einhverjir fulltrúar í Stjórnlagaráðinu vilja að þjóðin greiði atkvæði um tillögur ráðsins, áður en þær fara til þingsins.

Það verður ekki gert að mínu mati og ég held ekki að þjóðin verði spurð um nokkurn hlut sem tengist Stjórnarskránni á minni lífstíð, þótt ég verði allra karla elstur. Sem ég verð ekki!

En hvað skyldi karlinn á Bessastöðum vera langt genginn í sínum einræðistilburðum?

Viss um að hann blóðlangar að koma þessu til þjóðarinnar og vinna sér inn fáein prik í leiðinni!

Það verður ekki.

Kannski því miður. Fyrir hann. Fyrir þjóðina.

Þeir sem elska forsetann mest vilja ekki breyta Stjórnarskránni.

Ég man bara ekki rétt í svipinn hverjir þeir eru!


mbl.is Stjórnlagaráð samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrisvar sinnum lágmarkslaun?

"Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að hámarkslaun forsvarsmanns verkalýðsfélags og hagsmunasamtaka launafólks megi ekki vera hærri en þreföld lágmarkskjör í því verkalýðsfélagi eða hagsmunasamtökum sem hann veitir forstöðu."

Líkurnar á að þessi tillaga Hreyfingarinnar verði samþykkt eru þær sömu og að Landeyjahöfn verði einhvern tímann sandlaus.

Alveg sama hvað hver segir. Verkalýðsfélögin vilja ekki láta löggjafann segja sér svona fyrir verkum. Þau geta tekið það upp hjá sjálfum sér að lækka laun toppanna sinna.

Það er miklu líklegri leið.


mbl.is Hámark sett á laun verkalýðsforingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun skatta, góð eða vond frétt?

"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að unnið væri að tillögum sem miðuðu að lækkun skatta á einstaklinga með breytingum á persónuafslætti."

Eru þetta góð eða vond tíðindi?

Með hvaða öðrum sköttum eða gjöldum verður þessi lækkun á skatti einstaklinganna fjármögnuð?

Hvar eru matarholurnar?


mbl.is Stefnt að lækkun skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur má fátt jákvætt segja

"Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir útlit fyrir að skuldir ríkissjóðs í lok þessa árs verði 115 milljörðum minni en spáð var í ársbyrjun 2009."

Í tilefni af þessari frétt koma örugglega nokkrir bloggarar og tjá sig um að Steingrímur sé að ljúga öllu því sem stendur í fréttinni.

Það má nefnilega ekkert jákvætt koma frá honum.

Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef ég reynist ekki sannspár!

 


mbl.is 115 milljarða minni skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allur áhuginn horfinn?

"Inga Lind Karlsdóttir, sem var meðal þeirra 25 sem náðu kjöri í kosningu til stjórnlagaþings, segist ekki ætla að þiggja boð Alþingis um sæti í stjórnlagaráði."

Til hvers var konan þá að bjóða sig fram? Það hefur nákvæmlega ekkert breyst. Stjórnlagaráðið er alveg jafn valdalaust og Stjórnlagaþinginu var ætlað að vera. Aðeins ráðgefandi fyrir Alþingi!

Jú, það breyttist eitt. Pantaður heimskulegur úrskurður var felldur í Hæstarétti. Það eina sem breyst hefur er því það að Hæstiréttur varð sér til skammar.

Það er ekki hægt að túlka þessa yfirlýsingu Ingu Lindar öðruvísi en að hún hafi misst áhuga sinn á endurskoðun Stjórnarskrárinnar.

Og felur sig á bak við Hæstarétt. Þvílíkt skjól!


mbl.is Þiggur ekki sæti í stjórnlagaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er orðið vandlifað í þessu þjóðfélagi!

"Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi að hún teldi ekkert tilefni til afsagnar hennar vegna niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála."

Nú er rétt að staldra aðeins við og hugsa ofurlítið.

Vinnubrögðum ráðuneytisins í þessu máli hefur verið lýst. Matsnefndin setti kærandann í fimmta sæti. Með réttu eða röngu. Hef ekki hugmynd um það.

Hvað væru menn að ræða á Alþingi núna ef Jóhanna hefði dubbað flokkssystur sína, upp úr fimmta sæti og í stólinn sem slagurinn stóð um?

Það er orðið vandlifað í þessu þjóðfélagi!


mbl.is Ekkert efni til afsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuauglýsing. Betra Ísland er í boði.

Allir þeir, sem vilja landinu okkar vel, lesi þessa auglýsingu vel og leggi sitt að mörkum.

Sérhver sá,  sem vill taka þátt í að moka frjálshyggjunni út úr okkar samfélagi, er beðinn að gefa sig fram hér á síðu.

Launin verða ekki talin í krónum.

Þau munu kristallast í betra mannlífi. Alvöru mannlífi, alvöru fólks. Íslendinga aldanna. Alvöru Íslendinga.

Ekki í sýndarheimi frjálshyggjunnar.

Þú skráir þig hér í athugasemdum þessa bloggs og ert þar með kominn í vinnu fyrir þjóðina þína.

Bara ef þú ert alvöru Íslendingur.

Úrhrök frjálshyggjunnar eru hér ekki velkomin.

 

 


Faðmlög Lilju Mósesdóttur og Þórs Saari

"Lilja Mósesdóttir alþingismaður verður á fundi hjá Hreyfingunni annaðkvöld, en á fundinum á að ræða um valmöguleika í gjaldmiðilsmálum."

Eftir hrunið varð öllum Íslendingum ljóst að fræðigreinin hagfræði er ekkert annað en vísindi í kolniða myrkri, rétt eins og fiskifræðin, lögfræðin, heimspekin, félagsfræðin og sálfræðin. Í þessum vísindagreinum eru 2 plús 2 ekki endilega ekki alltaf 4-5.

Ef 10 fræðingar í þessum greinum eru settir í eitt herbergi og þeim falið að koma með álit og tillögur, er nánast 100% öruggt að álitin verða 10 í öllum tilvikum.

Almenningur er fyrir löngu búinn að hlæja sig máttlausan að öllum þessum fræðimönnum, sem aldrei hafa dýft hendi í kalt vatn, og þekkja ekkert til raunveruleikans og lífs alþýðunnar. Eru þess í stað fastagestir á ríkisjötunni á kostnað alþýðunnar í þessu landi.

Það væri bara fínt ef Lilja gengur í Hreyfinguna. Það hittir hún fyrir Þór Saari hagfræðing, tekur hann í fangið og út úr þeirra pólitíska keleríi geta ekki komið annað en stórvaxnar hagfræði kenningar, sem Íslendingar geta ekki verið án! En ekki rætast allir draumar!

Í fangi Þórs Saari mun sólóferli Lilju Mósesdóttur ljúka þegar Hreyfingin líður undir lok.

Sem verður í næstu kosningum.

 

 


mbl.is Lilja á fundi hjá Hreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband