1.7.2010 | 12:01
Átta í plús hjá íhaldinu
Í gleðikastinu sem gripið hefur um sig á ritstjórn Moggans þegar skoðanakönnunin frá Miðlun ehf. lá fyrir hafa menn alveg gleymt sér. Venjan er sú að birta prósentutölur flokkanna og síðan fjölda þingmanna samkvæmt könnuninni. Samkvæmt könnuninni væri ríkisstjórnin fallin, fengi aðeins 30 þingmenn.
Hér skal bætt úr því sem Moggamenn gleymdu alveg.
Sjálfstæðisflokkur fengi 24 þingmenn (+8)
Samfylking fengi 16 þingmenn (-4)
Vinstri grænir fengju 14 þingmenn eins og síðast
Framsóknarflokkur fengi 5 þingmenn (-4)
Hreyfingin fengi 4 þingmenn eins og síðast
Helstu skekkjumörkin í þessu geta legið í fylgi Hreyfingarinnar, þar sem það liggur hættulega nærri 5% lágmarkinu sem þarf til að koma mönnum að.
Af þessu má sjá að stjórnarmyndun tveggja flokka yrði ekki án Sjálfstæðisflokks, sem myndað gæti stjórn með Samfylkingu eða Vinstri grænum.
Eins og vindar blása nú er hvorugur kosturinn líklegur.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott hjá þér Björn - þú stendur þig.
Kannski verður þér boðinn prófarkarlestur á Mogganum.............
Benedikta E, 1.7.2010 kl. 13:23
Benedikta, það er alls staðar þörf fyrir góða menn, líka á Mogganum!
Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 14:20
Benedikta E, 1.7.2010 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.