Hver er munurinn á Gallup og Útvarpi Sögu?

Útvarp Saga er alltaf með einhverjar skoðanakannanir á vefnum sínum. Sem er bara af hinu góða. Merkilegt þó að í langflestum tilvikum eru niðurstöður þeirra kannana svo víðs fjarri niðurstöðum annarra kannana að undrun sætir. Þær virðast oft svo broslega langt frá veruleikanum. En hvað er veruleiki í dag á pólitíska sviðinu? Hver þekkir hann? Nú hefur Gallup birt könnun, sem ég held að flestir taki mark á, en hvað þá með neðangreinda könnum Útvarps Sögu? Hverjum er stöðin sú að þjóna? Mér skilst að allmargir hlusti á þá stöð, en aldrei geri ég það.

Ein af nýjustu könnunum Útvarps Sögu var könnun á fylgi flokkanna, ef kosið væri nú, eins og alltaf er sagt. Niðurstaðan varð þessi, en 1829 manns svöruðu:

Framsóknarflokkur 3,81%

Sjálfstæðisflokkur 12,36%

Vinstri grænir 3,53%

Samfylkingin 3,53%

Hægri Grænir 33,59%

Hreyfingin 24,1%

Þjóðarflokkurinn 1,65%

Kvennalistinn 0,28%

Frjálslyndi flokkurinn 2,76%

Þetta eru stórmerkilegar tölur, ekki hvað síst þessar:

Hægri Grænir 33,59% Cool

Hreyfingin 24,1% Cool

Annað sem teljast verður stórmerkilegt. Það er til fólk sem trúir því að þetta sé raunverulega svona!

Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur ekki einu sinni hugmynd um að til sé flokkur sem nefnir sig Hægri Græna! Samt er hann með rúman þriðjunginn af fylginu!

Er einhver snjall tölvukarl að fikta í könnunum Útvarps Sögu og búa til skrautlegar niðurstöður eða er stöðin sjálf með puttana í niðurstöðunum?

Skrítnar eru þær, svo mikið er víst.


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hmmm nokkar kennitölur (HÓST!)

Arinbjörn Kúld, 3.10.2010 kl. 19:04

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn minn, á útvarpi Sögu get ég sagt við hlustendur, sendum frystitogarana út fyrir 200. mílur.

Færeyingar gera þetta, og gefum handfæraveiðar frjálsar, svo fólkið í landinu geti bjargað sér.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.10.2010 kl. 19:27

3 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, ertu hrifinn af Útvarpi Sögu? Margir segja mér að stöðin sé ekkert annað en ómerkileg áróðursstöð til hægri, ekki ósvipuð ÍNN stöðinni hans Ingva Hrafns. Hver er þín skoðun á því? Og af hverju eru skoðanakannanir á Sögu eins og þær eru?

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 19:54

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Já Björn, mér finnst þessi stöð ómissandi, þarna getur fólk sagt sínar skoðanir, hvort

sem er til hægri eða vinstri, en það háir þessari stöð að hún næst ekki allstaðar.

Ég þori ekki að tjá mig um þessar skoðanakannanir, Björn minn.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.10.2010 kl. 20:10

5 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, þorir ekki? Af hverju? Er einhver ljótur sannleikur á bak við þær?

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 20:28

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, það er stutt síðan ég kaus þarna, merkti við frjálsl. en ég sá ekki þessar tölur,

bara þessar venjulegu.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.10.2010 kl. 20:37

7 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, með öðrum orðum, ertu þá að segja mér að úrslitunum hafi verið hagrætt eftir á?

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 20:40

8 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þori ekki að fara með það, en mig mynnir ekki þessar tölur.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.10.2010 kl. 20:48

9 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta Aðalsteinn. Viltu þá koma á framfæri fyrir mig einni spurningu til stjórnenda og forráðamanna stöðvarinnar, ef þeir skyldu ekki vera að lesa þetta?

Eru þeir til í að láta þessa könnun eins og hún leggur sig í hendur þar til bærra tölvunarfræðinga, sem þá kveða upp úr með annað af tvennu:

1. Könnunin var eðlileg í alla staði.

2. Það var átt við úrslitin á óheiðarlegan hátt.

Er þetta of stór bón fyrir sægarpinn minn?

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 20:57

10 identicon

   Þetta er ekkert flókið, þegar td Pétur Gunnlaugsson kynnir nýja skoðanakönnunn í lok þáttar síns, rétt fyrir hádegi þá fara einhverjir hlustendur á heimasíðu stöðvarinnar að kjósa. Það er samhljómur milli skoðana stöðvarinnar og meirihluta fólksins sem að hlusta. Ef  Fm 957  mundi gera skoðanakönnun á sinni heimasíðu og spyrja : hvaða tónlist finnst þér skemmtilegust ? : 1) Valsar / Harmonikkutónlist  2) Countrytónlist  3) Classísk tónlist ( sinfoníur )  4) Rokk  &  R & B  tónlist  ( eða sú tónlist sem Fm 957 spilar mest, kann ekki að skilgreina hana ) Geri ráð fyrir að flestir mundu kjósa  4

eyjaskeggi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 21:00

11 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Spyr Pétur að þessu, Björn minn, næst þegar ég hringi, en það væri skemmtilega gaman

ef þú hringdir.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.10.2010 kl. 21:12

12 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, Aðalsteinn minn, það væri ekki gaman, auk þess hlusta ég aldrei á þessa stöð.

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 21:17

13 identicon

Merkileg þessi þörf þín fyrir að vera alltaf að hnýta í stöð sem þú segist aldrei hlusta á

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 23:18

14 Smámynd: Björn Birgisson

Anna Grétarsdóttir, stórmerkilegt auðvitað! Ég hef líka skrifað um spillta banka sem ég hef aldrei komið inn í. Stórmerkilegt er það ekki? Ég hef líka skrifað um mótmæli sem ég hef ekki verið viðstaddur. Stórmerkilegt er það ekki? Er Útvarp Saga að falsa niðurstöður skoðanakannana sinna? Það væri stórmerkilegt - eða hvað? Hvað er stórmerkilegt og hvað er hreint og klárt auðvirðilegt? Veistu það?

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband