27.1.2011 | 20:23
Fallega gert af Hæstarétti
Hæstiréttur ógildir dóm Héraðsdóms fyrir smygl. Sektin átti að vera 400 þúsund. Góssið var ekki mikið að vöxtum. Þó eitt Rolex armbandsúr, ásamt fleiru.
Úrið var metið á rúmar 619 þúsund krónur, silkihálsbindin á samtals 63 þúsund krónur, hálsklútarnir á 265 þúsund krónur og taskan á 56 þúsund krónur.
Fallega gert af Hæstarétti.
Ætli maðurinn hafi framvísað flokksskírteini?
Alla vega fær hann annan séns í Héraðsdómi.
Rolexúri vísað heim í hérað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get sagt þér það Björn, að það liggur við að ég vilji bara taka Óskar Helga á þetta allt saman. Rífa draslið eða sprengja í loft upp. Þetta er svo viðbjóðslega spillt og siðblint lið.
Doddi (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 20:41
Sveinn minn, er ekki Óskar Helgi algjör friðsemdarmaður inni við stoðgrindina? Eins og sjá má af skrifum mínum er ég þér nokkuð sammála. Slátrun Stjórnlagaþingsins var ekkert annað en óþarfa óþokkabragð af hálfu Hæstaréttar. Tiltrú mín á "réttinn þann" er að engu orðin. Var ekki mikil fyrir.
Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 20:48
Ég veit ekki hversu herskár hann Óskar er, óttast reyndar að hann guggni þegar á hólminn er komið.
Doddi (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 20:59
Guggni, nei fjandakornið, hef ekki trú á því. Ég spurði hvort hann væri ekki friðsemdarmaður, en efast ekkert um að hann er kjarkmaður.
Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 21:02
Má vera rétt hjá þér Björn.
Ég velti fyrir mér öðru, sem einnig er úr smiðju Óskars Helga:
Er ekki hægt að segja sig með einhverjum hætti úr lögum við þetta glæpasamfélag?
Eða er ekki hægt að draga einhverja línu og segja: Íhaldið og allt það lið verður þarna megin og hinir sem vilja heiðarlegt samfélag verða hinu megin.
Doddi (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 21:14
Heill og sæll; Björn Ísfirðingur, jafnan !
Björn og Sveinn Rosenkranz !
O; hví, ætti ég að guggna - og við hverju, svo sem ?
Ekkert; hræðist ég meir, í þessu Jarðlífi, en mig sjálfan; ykkur, að segja.
Ykkur að segja; eru Sómalskir sjóræningjar, sem Múllah Ómar, austur í Baktríu (Afghanistan), hinir mestu hófsemdar- og hæglætismenn, í saman burði við mig, þegar ég kemst á flug.
Ég þyrfti ekki; nema cirka 100 manna liðssveit, mér til halds og trausts, til þess að stjaka við óværunni, sem á land okkar og fólk og fénað sækir, nú um stundir;; og það, af innlendum orsökum, vel, að merkja.
Sjálfur; er ég ekki, í neinu formi, að hylkis (líkamlegu) atgerfi, en ráðin kann ég mörg,, enda, af Merði Valgarðssyni sprottinn, og þeim Valgarði hinum Gráa, föður hans, að Hofi á Rangárvöllum - þar; með.
Með kveðjum; úr Árnesþingi - sem áður, og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 22:02
Jæja .... eftir hverju eru menn að bíða? Á ekki að safna liði? Við erum þegar orðnir fjórir og ég er viss um að það verður ekkert vandamál að finna hina 97.
En Óskar ... hvað með vopn? Eiga menn bara að grípa með sér haglarann?
Hörður Sigurðsson Diego, 28.1.2011 kl. 00:15
Hvað voru Spartverjarnir í Laugaskarði margir? Hvernig fór fyrir þeim?
Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 00:30
Komið þið sælir; á ný !
Hörður Sigurðsson Diego !
Öll möguleg tól; geta komið að hinu mesta gagni, ágæti drengur.
Björn !
Skammtíma minni mitt; leyfir mér ekki, að rifja það upp, svo; ekki skeiki. Flettu upp í Gogglara og Wíkipedíu leitarvélum, Ísfirðingur góður, til dæmis, að nefna.
Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 16:12
(úr Fornaldarsögu Hallgríms Melsteð (útg.1900; bls. 50-51)
Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.