Stutt í bræðslumark bræðslukarlanna?

"Þess vegna er öllum yfirlýsingum um samstöðuleysi bræðslumanna á Þórshöfn vísað til föðurhúsanna og kallað eftir faglegri vinnubrögðum í stað upphrópana í fjölmiðlum!"

Nú kraumar vel í bræðslukörlum.

Stutt í suðumark eða bræðslumark!

Það var frábært að ekkert varð úr verkfallinu þeirra. Það gengur ekki að 60-70 karlar geti tekið heila atvinnugrein í gíslingu.

Undirstöðu atvinnugrein í landinu.

Haft 15 milljarða af þjóðarbúinu, en sú tala var nefnd og mun hækka vegna viðbótarloðnukvóta sem Hafró hefur lagt blessun sína yfir.

Samtök atvinnulífsins segja bræðslukarla hafa ágæt laun og hafa kallað þá hálaunamenn.

Ekkert veit ég um sannleiksgildi þess.

En ég veit að verkfall í þessari atvinnugrein er ekkert annað en klikkun miðað við stöðu mála á Íslandi um þessar mundir.

Gangi loðnuvertíðin vel munu þeir væntanlega fá einhvern bónus fyrir störf sín.

Ég vona það að minnsta kosti.

 

 


mbl.is Bræðslumenn í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist ekki hafa verið nein samstaða og samstarf í upphafi. Þess vegna fór sem fór. Ég hef ekki nákvæmar upplýsingar um laun. Grunnlaun munu vera 250 þúsund. Meðalmánaðarlaun gætu verið 400 til 450 þúsund. Margir væru sjálfsagt sáttir við það. Hagnaður veiða og vinnslu hefur verið afar mikill eins og allar hagtölur benda til. Hreinn hagnaður rennur nú til eigenda og þeir geta ráðstafað hönum eins og þeir telja réttast. Kannski verður byrjað á því að greiða niður skuldir?(15 milljarðar eru reyndar sú upphæð sem ríkissjóður hefur lagt til Sparisjóðs keflavíkur en það er önnur saga.)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 17:49

2 Smámynd: Björn Birgisson

Greiða niður skuldir? Er það svo vinsælt? Er ekki miklu vænlegra að bíða eftir afskriftunum? Já, 15 kúlur í SpKef, annað eins í Sjóvá og ................... nefndu það bara! Millistéttin í landinu borgar og brosir!

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 18:04

3 identicon

Ísland í hnotskurn, engin samstaða um bætt launakjör launafólks. Við erum sundruð þjóð að einum degi undanskildum, á göngudegi samkynhneigðra (með allri virðingu fyrir þeim). Fyndið en samt svo sorglegt.

Doddi (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 18:26

4 Smámynd: Björn Birgisson

Doddi, hvaðan hefur þú það að þjóðin sameinist á göngudegi samkynhneigðra? Hefur það verið mælt og vegið?

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 19:32

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þeyr eru nú svo fáir að þeyr ættu að vera í hópi sjáftökumanna! Ég á hlutabréf í sterku sjávarútvegs fyrirtæki í minni heymabyggð, keipti fyrir 400.000. nu er fyrirtækið skuld laust eftir því sem ég best veit það eru 14 ´-15. ár síðan ég keypti, og síðan hef ég verið fastur áskrifandi af 3000. kr. á ári í arð. Góður arður af 400.000 kr. Eða hvað!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 18.2.2011 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband