8.3.2016 | 13:20
Umræður í túnjaðri öfundarinnar
Hver á að fá arð ef ekki eigendur vel rekinna fyrirtækja?...
Eru þess einhver dæmi að hagnaði sé skilað til viðskiptavinanna þegar vel gengur?
Hver vill fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja ef engin er vonin um arð?
Hugsum okkur mann sem á 50 milljónir sem hann þarf ekki beinlínis að nota. Vinnur þær jafnvel í happdrætti eða fær arf!
Hvað getur hann gert við þessar millur?
* Sett þær vaxtalaust í bankahólf.
* Gerst okurlánari í gegn um fjölda smálána.
* Lagt þær inn á vaxtalítinn bankareikning.
* Fjárfest í húsnæði og leigt út.
* Komið þeim fyrir undir koddanum.
* Gefið afkomendum og til góðgerðarmála.
* Fjárfest í hlutabréfum vel rekinna fyrirtækja.
* Ýmsir möguleikar í stöðunni.
Málið er að allir fjármagnseigendur vilja koma sínu fjármagni í vinnu!
Þess vegna er það eftirsóknarvert að eiga hlutabréf í góðum fyrirtækjum - vegna vonar um góða arðsemi ef og þegar vel gengur. Hlutabréfakaup eru áhættusöm iðja. Arður gleður en tapið drepur.
Lífeyrissjóðir landsins eiga einhverja gommu af hlutabréfum í fyrirtækjum landsins og hafa borgað fyrir með "okkar" peningum, okkar lífeyri.
Þeirra ávöxtunarkrafa er 3,5% að lágmarki.
Hvernig á að mæta þeirri kröfu - ef aldrei má greiða eigendum arð?
Arður og vextir eru tvíburar sem vaxa mishratt.
Markaðurinn ræður þeim vexti.
Gæfan og gjörvileikinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2016 | 20:09
Klúðrið í Landsbankanum er með ólíkindum! Þeir sem stela sauðarlæri eru dæmdir, en þeir sem klúðra milljörðum segja bara "sorry" og komast upp með það - eða hvað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2015 | 11:39
Píratar vilja uppboð á kvótanum
Fiskveiðistjórnunin er mikið rædd þessa dagana og umræðan er nú svona og svona.
Þykir vænt um sjávarútveginn sem atvinnugrein.
Hef eytt ævinni í þremur sjávarplássum og veit vel hversu mikilvæg greinin er.
Tel að tillögur Pírata, nái þær fram að ganga (sem aldrei verður!) muni stórskaða greinina, raska enn frekar byggðaþróuninni en orðið er og stuðla að enn meiri samþjöppun í greininni, á kostnað smárra og meðalstórra útgerða og leiða til fjöldagjaldþrota og stórauknu svæðabundnu atvinnuleysi.
Allir vita að á uppboðum ríkir ekki jafnræði.
Þeir ríku kaupa það sem þeir ágirnast og enginn getur komið í veg fyrir það.
Verði sett ákvæði um hámarks aðgang einstakra fyrirtækja að auðlindinni - koma þau sér upp launuðum leppum til að bjóða í meira.
Sem sagt: Tillögur Pírata, sem reyndar eru fengnar að láni frá öðrum, eru ekki til að bæta neitt, þvert á móti eru þær til þess fallnar að valda öngþveiti og ómældum skaða.
Hver er svo tilgangurinn með þessum tillögum?
Að auka tekjur ríkisins af fiskveiðiauðlindinni.
Er þá alveg sama hvernig það er gert og hvaða afleiðingar það hefur?
Tel afar líklegt að Píratar hafi ekki hugsað þetta mál til enda og/eða haft slæma ráðgjafa.
Hvernig getum við aukið tekjur ríkissjóðs vegna veiðanna.
Til dæmis svona:
* Hækkað veiðileyfagjöldin í öllum tegundum.
* Stórhækkað skatta á gróða sem telst vera ofurgróði.
* Sett 20% af allri aukningu veiðiheimilda í Ríkispott, sem síðan yrði boðinn varanlega upp að hluta, en einhverjum byggðakvóta haldið eftir til að mæta óvæntum áföllum.
Þetta snýst ekki bara um krónur og aura í ríkissjóð.
Þetta snýst um afkomu og líf okkar mikilvæga sjávarútvegs og alls þess fólks sem byggir afkomu sína á að þar gangi vel.
Að mínu mati ætla Píratar að gambla með þetta.
Get ekki stutt það.
Lít raunar á tillögur þeirra sem óttalega barnalegt og illa ígrundað rugl.
Get alls ekki stutt það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2015 | 19:38
Bjarni Benediktsson sækist eftir alræðisvaldi í málefnum bankanna. Það má aldrei verða - sporin hræða!
Skíthræddur!
Af því að sporin hræða svo skelfilega!
Nú eru Össur og Bjarni að karpa.
Um hvað?
Sjálft bankakerfið í landinu - sem í raun ræður miklu meiru um afkomu fólks og fyrirtækja í landinu - en sjálf ríkisstjórnin.
Bankarnir eru gífurlegar valdastofnanir í þjóðfélaginu og þeir sem ráða þeim hafa í raun miklu meiri völd en ráðherrar.
Já, hreinlega skíthræddur!
Sporin hræða svo skelfilega.
Davíð lagði Þjóðhagsstofnun niður þegar honum mislíkaði það sem frá henni kom.
Bjarni ætlar greinilega að leggja Bankasýslu ríkisins niður og nánast taka sér alræðisvald um aðkomuleysi ríkisins að bönkunum - einkavæðingardraumarnir lifa enn - þrátt fyrir martraðir af þeirra völdum á undanförnum árum.
Það er hreinlega algjört glapræði að hleypa Sjálfstæðisflokknum í þá aðstöðu sem Bjarni er að sækjast eftir með nýframlögðu frumvarpi, sem þeir Össur eru að karpa um.
Þjónkun þess flokks, sem Bjarni leiðir, við auðvaldið í landinu er algjör og það blasir við öllu sæmilega þenkjandi fólki.
Ætla rétt að vona að Össur standi í lappirnar í þessu máli, sem og allir þeir sem eru skíthræddir við fjármálaglæfra (fjármálaglæpi) þess flokks sem Bjarni leiðir.
Sérfræðingar eru víða, en sérfræðingar í fjármálaafglöpum eru flestir í Sjálfstæðisflokknum.
Höldum þeim frá fjöreggjum þjóðarinnar.
PS. Breaking News: Að sögn Frosta Sigurjónssonar setur Framsókn mikla fyrirvara við frumvarp Bjarna og mun ekki hleypa því óbreyttu í gegn um þingið. Framsókn virðist fremur standa með Össuri en samstarfsflokknum, sem er nokkuð merkilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2014 | 13:24
Hér ráða siðlitlir Mörlandar öllu
Algjör skandall!
Hef aldrei fyrr heyrt um lækna heillar þjóðar í verkfalli.
Heyri og sé svo sem ekki allt.
Vita gestir mínir hér um að læknastétt heillar þjóðar hafi farið í verkfall?
Hvar í hinum siðmenntaða heimi gæti ríkisstjórn, sem ekki tryggir þegnum sínum eðlilega læknisþjónustu, bara setið eins og ekkert hafi í skorist?
Já, hvar?
Erum við eitthvað öðruvísi en annað fólk í hinum siðmenntaða heimi?
Reyndar.
Hér ráða siðlitlir Mörlandar öllu.
Fólk sem skilur ekki mikilvægi skatta.
Fólk sem vill ekki semja við lækna, vegna þess að sá samningur gæti leitt til hærri launa alþýðunnar og gert henni þrælkunina léttari.
Margt hefur dunið yfir okkar þjóð á umliðnum árum.
Alvarlegast af öllu því voru kosningaúrslitin vorið 2013, þar sem lýðskrumið náði áður óþekktum hæðum.
En lýðræðislegar kosningar hljóta að ráða.
Þjóðin fékk það sem hún kaus.
Skömm hennar er engu minni en skömm þeirrar stjórnar sem nú situr.
Sveiattan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2014 | 21:40
Strútarnir, sandurinn, sannleikurinn og raunveruleikinn!
Mér lætur létt að glotta og hlæja!
Kannski háðskur úr hófi.
Líklega.
Það er nokkurnveginn þannig að í hvert skipti sem ég skrifa um stjórnmál, þá hverfur einhver hægri sinnaður af vinalistanum!
Nokkurn veginn þannig.
Þeir eru ekki margir eftir!
Þá verður mér alltaf hugsað til strútanna sem grafa hausinn í sandinn, til að fela sig og sjá ekki aðsteðjandi hættur!
Rétt eins og þær hverfi, utan sjónlínunnar!
Fyndið.
Afar fyndið.
Fólk er alla vega.
Þetta með strútana og sandinn í Afríku, toppaði svo ultra hægri konan Vigdís Hauksdóttir, þegar hún fór að tala um að sumt fólk, henni lítt þóknanlegt, væri farið að stinga höfðinu í steininn!
Var hún þá að tala um gistirými löggunnar eða fótstall Jóns Sigurðssonar á Austurvelli?
Er kannski meinhorn, líklega.
En sumt er vissulega fyndnara en annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2014 | 21:39
Úr hvaða sólkerfi kemur formaður Sjálfstæðisflokksins?
Er algjörlega steinhættur að botna nokkurn skapaðan hlut í Hægri stjórninni og gjörðum hennar. Engu er líkara en að allt sem hún ákveður og gerir sé unnið með 10 þumalputtum.
Framsókn hefur ekkert komið á óvart.
Hún er alltaf söm við sig og sína.
Sjálfstæðisflokkurinn er að minni hyggju nánast eins máls flokkur fyrir hverjar kosningar.
Hvað boðar hann þá?
Lækkun skatta!
Lækkun skatta!!
Lækkun skatta!!!
Hvað er formaður flokksins að boða nú?
Hækkun virðisaukaskatts á matvæli, bækur og fleira úr 7% í 12%!
Líklega er grunnhugsunin í þeirri hækkun þó að ná í auknar tekjur frá ferðaþjónustunni.
Sem er vitaskuld réttlætismál - hefði átt að skella henni beint í efra VSK þrepið.
En hvað með allar þær þúsundir sem ná vart eða ekki endum saman um hver mánaðamót og verða að telja munnbitana ofan í sig og börnin?
Ekki verður annað séð en að formanni XD flokksins sé hreint ekki umhugað um það fólk, enda er það mjög ólíklega kjósendur flokks hans.
Hvernig í dauðanum datt honum í hug að hækka matvælaverðið í landinu?
Langstærstu útgjaldaliðir venjulegra heimila eru matarinnkaupin og kostnaður við að hafa þak yfir höfuðið.
Svo reiknar Sjallaformaðurinn það út að 750 krónur eigi að duga dável fyrir daglegum þörfum til munns og maga!
Hélt að svona útreikninga mætti kannski sjá hjá einkareknum munaðarleysingjahælum á öldinni sem leið, en ekki hjá stjórnmálaforingja á því herrans ári 2014.
Í hvaða sólkerfi er þetta lið eiginlega?
Ekki okkar.
Svo mikið er víst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2014 | 19:51
Hvað er hægri mennska? Er hún einnar flotkrónu virði?
Eins og til dæmis þetta:
* Hvers vegna verja hægri menn í landinu með kjafti og klóm þá gjörð Davíðs og Geirs að tæma allar hirslur Seðlabankans korteri fyrir hrun, sem leiddi til þess að 35 milljarðar töpuðust?
Hvað er það við þetta lán til Kaupþings sem heillar þetta fólk svo mjög?
Grunar nú að ýmsir hægri menn tali fyrir snilldinni gegn betri vitund!
Það má bara ekki lasta leiðtogana, frekar en að það sé leyft í Norður Kóreu!
Eins og til dæmis þetta:
* Hvers vegna hamast hægri menn á Ríkisútvarpinu, útvarpi allra landsmanna og skuldum þess, en minnast aldrei á að málgagnið þeirra, Morgunblaðið, hefur á nokkrum árum fengið 4-5 milljarða afskrifaða í bankakerfinu? Heldur þetta skinhelga lið að þeir fjármunir hafi bara gufað upp?
Eins og til dæmis þetta:
* Hvers vegna verja hægri menn, sjálfskipaðir postular viðskiptafrelsis í landinu, það með kjafti og bláleitum klónum að Mjólkursamsalan eigi að vera á undanþágu frá ríkjandi samkeppnislögum? Eins og luralegt ungmenni með vottorð í leikfimi!
* Hvers vegna ætla hægri menn að hækka matarskattinn úr 7% í 12%? Eru þeir ekki alltaf að boða lækkun skatta?
* Hvers vegna vilja hægri menn frekar elta kosningaloforð Framsóknar um lækkun skulda hinna betur settu, en að lækka skuldir ríkissjóðs um 80 milljarða á kjörtímabilinu? Hafa þeir ekki hamrað á nauðsyn þess að lækka skuldir ríkissjóðs og lækka þar með vaxtagreiðslur ríkissjóðs?
Já, einmitt!
Hvers vegna?
Á margar spurningar að auki.
Að mínu mati er eitthvað ekki í lagi hjá þessu liði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar