Færsluflokkur: Bloggar

Eiga bara útlendingar að fjárfesta á Íslandi? Hvað með innlenda athafnamenn?

Landsbankinn er stútfullur af peningum sem bankinn vill lána til fjárfestinga í landinu, segir bankastjórinn Steinþór Pálsson.

Vonandi hefur Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnurekenda, heyrt þetta.

Í bænum sínum biður hann um fjárfestingar að utan eða frá ríkisstjórninni.

Nú gæti hann hvatt sitt fólk til að fara í Landsbankann, slá þar lán til arðbærra framkvæmda til að hressa upp á atvinnulífið.

Ef innlendir atvinnumógúlar sýna ekki gott fordæmi, því skyldu þá erlendir kollegar þeirra hugsa til Íslands?


mbl.is Viðunandi arðsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan er varla eyris virði

Ekki hægt að bjóða lengur upp á krónuna. Þetta er auðvitað hárrétt hjá Þorgerði Katrínu.

Krónan er fyrir löngu orðin að krabbameini Íslands. Það vita allir, en til eru þeir sem þverskallast við að viðurkenna þá staðreynd, ekki hvað síst er þá að finna í flokki Þorgerðar Katrínar.

Langflest þjóðfélagsmeinin okkar eiga rætur í krónunni. Verðbólgan, verðtryggingin, gjaldeyrishöftin, óstöðugleiki atvinnulífs og vinnumarkaðar.

Krónan er böl. Kveðjum hana.


mbl.is Ekki hægt að bjóða upp á krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur innantómt blaður og þvaður lýðskrumara endalaust í kjósendur?

Nokkrar spurningar. Hvað ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin hefðu haldið áfram í stjórn? Hvað ef Sjallar og Framsókn væru nú við völd?

Hvað ef þjóðstjórn hefði verið mynduð?

Hvað ef utanflokka stjórn hefði verið mynduð?

Hvað ef Sjallar og VG væru við völd?

Hvað ef ......, bara eitthvað annað en nú er?

Í mínum huga er svarið augljóst.

Þrátt fyrir öll stóru orðin, sem falla ótt og títt og þrátt fyrir alla snillingana, sem þykjast hafa allar lausnir, þá er svarið þetta:

Staðan væri nánast nákvæmlega sú sama! Nema kannski í þessu ESB máli.

Sami botninn undir öllu þessu liði!


Ofboðsleg þjóðarskömm er að þessu liði!

Eru Hálftímar hálfvitanna orðnir 48 í sólarhring kjörinna fulltrúa þjóðarinnar?

Er stjórnarandstaðan endanlega að tapa glórunni?

Lesið meðfylgjandi frétt og svarið svo spurningunni játandi.

Annað er ekki hægt.

Skömm og aftur skömm er að þessu liði, sem með algjörum bjálfagangi, breytir þjóðþinginu í vitleysingjahæli.


mbl.is Sakaðir um að misnota þingsköp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsolía skal það vera! Einstaklingum er ekki treystandi fyrir svarta gullinu!

Vitaskuld á að stofna ríkisolíufélag. Það gæti heitið Landsolía á ylhýra og Iceoil upp á útlensku.

Landsolía á ekki einvörðungu að koma að rannsóknum og vinnslu á Drekasvæðinu.

Landsolía á að yfirtaka allan innflutning á eldsneyti til landsins, sem og dreifingu og smásölu út um allt landið.

Núverandi kerfi er óhagkvæmt og fokdýrt, auk þess sem það brýtur allar reglur um samráð og samkeppni.

Landsolía skal það vera!

Einstaklingum er ekki treystandi fyrir svarta gullinu!

Hvorki hér né annars staðar.


mbl.is Skoðað að stofna ríkisolíufélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni vildi fyrst fara í viðræður, svo ekki, snýst bara í hringi eftir vindáttinni og fýkur að lokum úr embættinu! Hvað vill Hanna Birna varðandi ESB?

Hver skyldi afstaða hugsanlega verðandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, vera til viðræðnanna við ESB báknið?

Hún þarf að tjá sig skýrt og skorinort um það.

ESB umsóknin er stærsta málið á vettvangi stjórnmálanna um þessar mundir.

Bjarni vildi fyrst fara í viðræður, svo ekki, snýst bara í hringi eftir vindáttinni og fýkur að lokum úr embættinu! Hvað vill Hanna Birna varðandi ESB?

Hvaða skoðun hefur Hanna Birna á málinu?


Geislabaugurinn á 10 ára afmæli 11. september fer Bandaríkjamönnum álíka vel og prestshempa færi Kölska sjálfum.

‎11. september. Þessi eina árás á Bandaríkin er og verður minnisstæð. Sorgleg og viðbjóðsleg.

Árásir Bandaríkjamanna, á lönd og fólk út um allan heim, eru ekki síður minnisstæðar.

Kaninn býr til píslarvætti úr 11. september og uppsker samúð margra sem hugsa þröngt.

Nokkuð vill gleymast að fjölmargir eiga um sárt að binda vegna árása Bandaríkjamanna vítt og breytt um heiminn.

Hinnar sjálfskipuðu lögreglu heimsins, með sitt tvíeggjaða siðferðismat.

Gleymum því ekki að Bandaríkjamenn eru byssuóðir og sérlega stríðsglöð þjóð.

Geislabaugurinn á 10 ára afmæli 11. september fer þeim álíka vel og prestshempa færi Kölska sjálfum.

Hvorugt á við.


Heimskuleg og hlægileg afstaða leiðtoga stjórnarandstöðunnar til ESB viðræðna

‎60-65% þjóðarinnar vilja klára viðræðurnar við ESB og kjósa síðan. Það er eðlileg afstaða.

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar vilja að viðræðum verði hætt.

Það er heimskuleg afstaða.

Af hverju?

Vegna þess að verði viðræðum hætt nú, mun þetta mál bara pottþétt skjóta upp kollinum aftur innan fárra ára.

Fólkið skilur þetta, en Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki. Líklegra er þó að þeir þykist ekki skilja þetta.

Förum bara norsku leiðina. Ræðum málið og gerum drög að samningi við báknið.

Svo ræður þjóðin þessu. Eins og hún á að gera.

Hverjum gæti verið illa við það ferli?

Aðeins þeim sem treysta ekki þjóðinni.

Aðeins þeim sem ekki vilja að þjóðin hafi eitthvað að segja um sérvarða hagsmuni klíkubræðra á Íslandi.

Ég treysti þjóðinni miklu betur en Bjarna og Sigmundi Davíð.

Afstaða þeirra er bæði heimskuleg og hlægileg.


Davíð mætti alveg gera meira af því að skrifa í þessum dúr. Þetta liggur vel fyrir honum. Sleppa í staðinn öllu bullinu í Morgunblaðinu!

Árið 1997 keypti ég bókina Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar (4. prentun) eftir Davíð Oddsson. Í bókinni eru níu smásögur. Var að endurlesa bókina eftir um 13 ára legu hennar í bókahillu. Sögurnar eru misjafnar að gæðum, en nokkrar þeirra alveg hreint ljómandi vel skrifaðar og bráðfyndnar. Davíð mætti alveg gera meira af því að skrifa í þessum dúr. Þetta liggur vel fyrir honum. Sleppa í staðinn öllu bullinu í Morgunblaðinu! Sama á við um Óskar Magnússon, útgefanda Moggans. Hann er ágætur penni!

Björn Birgisson ‎"Óskar Magnússon er fundvís á langa og nokkuð undirfurðulega titla. Fyrsta smásagnasafn hans hét Borðaði ég kvöldmat í gær og nú er komið út nýtt smásagnasafn sem nefnist Ég sé ekkert svona gleraugnalaus. Á forsíðu bókarinnar er tilvitnun í lesanda eins og er orðinn plagsiður hjá íslenskum útgefendum. Þar gefur Einar Kárason bókinni bestu meðmæli."

Björn Birgisson ‎"Davíð Oddsson kom mjög á óvart þegar hann sendi frá sér smásagnasafnið Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. Bókin náði metsölu hér á landi og hefur nú verið gefin út í Þýskalandi við góðan orðstír en vikuritið Weltwoche sagði bókina "sannkallaðan happafund". Bráðskemmtilegar sögur sem leyna á sér. Endurútgefin í kilju."


Forsetinn á að yfirgefa sitt embætti

Eftir að hafa lesið þessa frétt, hlustað á og lesið fjölmargar aðrar um athafnir og orð forseta Íslands að undanförnu, er ekki erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að forsetinn sé pólitískur perri.

Hann í raun gerir ekkert annað en að rífa kjaft og vera vitur eftir á.

Hann þarf ekki að semja um neitt.

Þarf ekki að standa í neinni eldlínu erfiðra mála.

Hann bara rífur kjaft og rakkar það niður sem stjórnvöld eru að gera.

Til þess var hann alls ekki kjörinn.

Hann laumar sér inn bakdyramegin í stjórnmálin eins og perra er háttur.

Hann á að yfirgefa sitt embætti.


mbl.is Forsetinn á allra vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 602859

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband