Færsluflokkur: Bloggar
31.3.2011 | 20:03
Stefnir í 70% þátttöku í kosningunum um Icesave?
Nú er lokið snöggri könnum hér á síðunni minni. Mér lék forvitni á að vita hvort landinn væri spenntur fyrir kosningunum um Icesave frumvarpið. Svo virðist vera, en ég átti satt að segja von á meiri áhuga.
Spurt var:
Hvað áttu von á góðri kosningaþátttöku þann 9. apríl í Icesave kosningunum?
Bara JÁ eða NEI!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2011 | 17:13
Hrokafullt sjónarmið hrunverjans lifir góðu lífi
"Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði á fundi borgarstjórnar í dag, að það væri ósatt að halda því fram að Orkuveita Reykjavíkur hefði rambað á barmi gjaldþrots."
Ósatt? Hvernig getur það verið ósatt að viðurkenna staðreyndir?
Það er nákvæmlega þessi veruleikafyrring sem hefur leikið þjóðfélagið okkar svo grátt. Öllu hefur hér verið haldið gangandi, með lánum, endurlánum og lygum, löngu eftir að í þrot er komið og þá verður skellurinn miklu stærri og lendir eftir krókaleiðum völundarhúss fjármálanna alltaf á almenningi í þessu landi.
Þetta sjónarmið Hönnu Birnu er ekkert annað en hrokafullt sjónarmið hrunverjans.
![]() |
Ábyrgðarleysi að tala um gjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
"Íbúum Indlands hefur fjölgað um 181 milljón síðastliðinn áratug samkvæmt opinberum tölum um manntal. Nú býr 1,21 milljarður á Indlandi sem eru fleiri íbúar en búa í Bandaríkjunum, Brasilíu, Bangladess, Indónesíu og Pakistan samanlagt."
Rúmlega 1200 milljónir manna og fjölgunin rúmar 18 milljónir árlega síðustu 10 árin samkvæmt fréttinni!
Ég spyr nú bara:
Hvernig er hægt að stjórna svona landi svo vel fari? Ekki minnist ég margra frétta af vandræðagangi á Indlandi, þótt vissulega hafi einhverjar heyrst.
Ef indversk stjórnvöld ráða þokkalega við að stjórna þessum aragrúa fólks, ætti þá ekki að vera barnaleikur að stjórna íslensku fjölskyldunni sem í eru 320 þúsund manns?
Ekki hefur manni virst að svo sé!
Hefðu kannski einhverjir gott af því að fara á stjórnunarnámskeið til Indlands?
Væri kannski ráð að senda þjóðina okkar á hlýðni námskeið þar í landi?
![]() |
Indverjum fer fjölgandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2011 | 22:44
Eftir mun sitja stúrinn formaður í keyptum frjálshyggjustól í fámennu félagi á barmi taugaáfalls
Menn unnu mjög vel og lögðu mikið í kostnað og ég held að menn hafi fengið hverja krónu til baka," segir Kristinn Örn Jóhannesson, sitjandi formaður VR" fúll en skuggalega kaldhæðinn við hæfi.
Hann er taparinn, sem lagði ekkert undir, annað en stöðuna í félaginu, sem flestir voru ósáttir við.
Hann er hér greinilega að vitna til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi keypt formannsdjobbiið í VR fyrir einn sinna stuttbuxnaliða. Flugliðann til Ísafjarðar. Skæruliðann í stuttbuxnadeildinni. Smölunarstrákinn, sem flokkurinn fjármagnaði nú öðru sinni.
Hvað kostar svona djobb á þeirri útsölu sem 17% félagsmanna efndu til?
Kannski réttast að beina þeirri spurningu til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, styrkjakóngs Íslands og bráðlega fyrrverandi þingmanns. Hann þekkir verðlag stólanna og verðlag jákvæðrar afstöðu betur en annað fólk.
Það er önnur saga.
VR er algjörlega búið að vera sem verkalýðsfélag eftir þessa kosningu.
Þúsundir munu yfirgefa félagið og leita á önnur mið.
Eftir mun sitja stúrinn formaður í keyptum stól í fámennu félagi.
Er við einhverju öðru að búast?
Eins og kóngur án hirðar.
![]() |
Réðst á kosningabaráttunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.3.2011 kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2011 | 20:16
Mafían vill gleypa íslenska ráðamenn með gylliboðum um fjárfestingar!
Var að horfa á Kastljós í kvöld. Rosa frétt um Digital Harbour fjárfestingahópinn, 10 erlenda auðkýfinga, með gríðarlega fjármuni, sem dreymir um að fjárfesta á Íslandi!
Fram kom í Kastljósi sjónvarpsins, að samanlögð fjárfestingargeta fólksins sé 1700 milljarðar króna. Um sé að ræða 10 einstaklinga og börn þeirra!
Gegn hverju? Auðvitað íslenskum ríkisborgararétti! Ríkisborgararétti í spilltasta ríki Evrópu! Hvað er að þeim ríkisborgararétti sem þeir hafa nú? Ekkert bannar þeim að fjárfesta á Íslandi, án þess að gerast Íslendingar!
Heldur Kastljós að Íslendingar séu algjörir fávitar? Reyndar er það svo. Sorry!
Ingibjörg sagði við mig: hvaða glott er þetta á þér Bjössi? Er kannski kominn fyrsti apríl?
Nei, hjartað mitt, það er ekki kominn 1. apríl.
En alþjóðleg MAFÍA er að reyna að koma sér fyrir hér og leiðin til þess er ótrúlega úthugsuð. Stórsnjöll!
Hún ætlar að ná fótfestu hér með tilstilli hins háa Alþingis. Gulrótin eru gífurlegar fjárfestingar hérlendis, sem vitaskuld aldrei verða. Hún vill verða lögleg MAFÍA hér með ríkisvaldið og Alþingi á bak við sig og þar með í vasanum!
Að Kastljós láti teyma sig á asnaeyrunum í þessu máli og fái einhvern gelaðan titt íslenskan til að blessa boðskapinn, er fyrir neðan allar hellur. Stórhlægilegt raunar!
Vildi að það væri fyrsti apríl!
Hvað sagði ekki Hjálmar Jónsson frá Bólu?
Oft hefur heimsins gálaust glys
gjört mér ama úr kæti.
Hæg er leið til Helvítis
og hallar undan fæti.
Ekki er nú öll vitleysan eins. Viss er ég um að einhverjir falla fyrir þvaðri hins gelaða snyrtipinna og vitringunum 10 úr Vesturheimi með allt fjármagnið!
![]() |
Vilja ríkisborgararétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.3.2011 kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
"Aðspurður segir Stefán Einar að það liggi ekki nákvæmlega fyrir á þessari stundu hvenær hann muni taka við formennsku félagsins með formlegum hætti. Það sé hins vegar ljóst að skiptin muni eiga sér stað í apríl."
Einkennilegt hvað félagsmenn í VR hafa lítinn áhuga á félaginu sínu. Var ekki þátttakan í formannskjörinu um 17%?
Stefán Einar vill stuðla að friði innan félagsins. Fyrstu viðbrögð VR félaga benda til annars en að hér hafi friðardúfu verið sleppt.
Svo þýðir ekkert að kæra kosninguna til dómstóla. Hæstiréttur ehf. er örugglega ánægður með þessa niðurstöðu.
Af augljósum ástæðum!
![]() |
Hyggst koma á starfsfriði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2011 | 15:33
Byggingaæði!
Það hefur runnið byggingaæði á fleiri þjóðir en Íslendinga, sem er ein sú minnsta í samfélagi þjóðanna. Sjáið hvað stóri bróðir hefur verið að gera!
Í Kína er talið að 64 milljónir íbúða standi tómar!
Er þetta eitthvað fyrir landflótta Íslendinga til að skoða?
http://www.businessinsider.com/china-ghost-city-documentary-2011-3
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2011 | 12:00
Leikritið gæti sem best heitið Hringrásin endalausa
Auðvitað er það svo að það mæðir fyrst og fremst á átvinnufyrirtækjunum sjálfum að keyra upp atvinnulífið, en það er líka ýmislegt sem snýr að opinberum framkvæmdum og hvernig við sjáum fyrir okkur að umhverfið fyrir atvinnulífið og hvernig við viljum byggja það upp áfram" sagði Jóhanna og bætti við að það hefði ekki staðið á ríkisvaldinu að greiða fyrir gerð kjarasamninga." segir mbl.is
Þá er enn ein leiksýningin hafin. Þetta leikrit er endurflutt í hvert sinn sem aðilar vinnumarkaðarins þurfa að semja.
Ríkisstjórnin hækkar persónuafsláttinn aðeins fyrir launþega og lækkar tryggingagjaldið lítillega fyrir atvinnulífið. Leitar svo nýrra skatta og leiða til að bæta ríkissjóði tapið, því hann má ekkert missa. Tómahljóðið er fyllilega nægt fyrir.
Leikritið gæti sem best heitið Hringrásin endalausa.
Svo verða löngu ákveðnar framkvæmdir kynntar til sögunnar, rétt eins og þær væru að spretta upp úr töfrahatti ríkisstjórnarinnar fyrst núna.
Kannast ekki allir við þetta leikverk?
![]() |
Leggja lokahönd á tillögur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2011 | 09:49
Fréttablaðið með 60% meðallestur og Mogginn rétt rúmlega hálfdrættingur
"Lestur Morgunblaðsins jókst um tæp 1,7 prósentustig á milli tímabila, samkvæmt nýbirtri prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Á tímabilinu frá janúar til mars á þessu ári var meðallestur á hvert tölublað 33,18%."
Væntanlega góðar fréttir fyrir Morgunblaðið, en gaman væri að vita hver þessi prósentutala var fyrir ritstjóraskiptin umdeildu. Hærri? Lægri?
Fréttablaðið með 60%! Mogginn rétt rúmlega hálfdrættingur!
Svo sem ekkert að marka þessar tölur, alla vega ekki til samanburðar, þar sem Fréttablaðinu er dreift í þúsundum eintaka, en Mogginn aðeins seldur í áskrift og lausasölu.
Hve lengi geta þessi "stóru" blöð lifað svona lífi?
![]() |
Meðallestur Morgunblaðsins eykst á milli kannana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2011 | 21:28
Tilgangurinn helgar hin dragúldnu meðul hins fleðulega guðsmanns
Allt er þá þrennt er. Eða fernt er öllu heldur. Icesave - borgunar sinninn, Jón Valur Jensson, birti eftirfarandi sem athugasemd á mínu bloggi (fyrsta birting?). Síðan í nafni einhverra samtaka, sem hann segir mestu fjöldasamtök á Íslandi, með rúmlega 80 skráðum félögum! Önnur birting? Þar á eftir á sínu eigin bloggi. Þriðja birting? Nú bæti ég um betur og birti þetta í fjórða sinn og toppa þar með hanann í Getsemane garðinum, sem örugglega hefði haldið kjafti í nærveru borgunarsinnans JVJ og sparað sína sönglist. Sem fyrirsögn birtingar númer tvö og þrjú setur valmennið upp: Úr svari til Icesave- borgunarsinna. Ætli hann eigi ekki við mig, alla vega hef ég ekki séð þetta annars staðar. Því skal launa líku líkt. Tilgangurinn helgar hin úldnu meðul guðsmannsins. Það er morgunljóst. Ljóst er að glóran er á förum víða. Hafi hún þá verið til staðar.
Lítum á margbirt innlegg JVJ:
"Já, bíðum (eftir) níunda apríl! Við skulum bara vona, að mánudaginn 11. apríl hverfi ekki 46 milljarðar í erlendum gjaldeyri út úr hagkerfi okkar, þ.e. 26 úr ríkissjóði og 20 úr TIF (Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta).
Ef Lárus Blöndal & Co. hefðu staðið sig og a.m.k. heimtað, að Bretar krefðu okkur ekki um ólöglega vexti skv. EES-jafnræðisreglum (af því að þeir lánuðu eigin tryggingakerfi á 0,9% vöxtum, ekki 3,3%!), þá hefðu áföllnu heildarvextirnir (þótt Hollendingar hefðu trúlega fengið að halda sínum 3% vöxtum) verið í kringum 28,5 milljarðar, ekki 46. Þar af hefði TIF borgað 20, en ríkissjóður 8,5 milljarða, þ.e.a.s. skv. Icesave-III-samningnum, EF Lárus Blöndal & Co. hefðu unnið vinnuna sína. Skylda þeirra var gagnvart íslenzku þjóðinni og hennar lögum, ekki Steingrími J. og hans fyrirskipunum (hvaðan sem þær komu!).
En bæði í þessu og varðandi skýlausan rétt TIF til að borga í ísl. krónum FYRIRGERÐI samninganefndin þeim rétti TIF (og ísl. ríkisins, úr því að þeir samþykktu ríkisábyrgð, þvert gegn lögum) að fá að borga þetta í ísl. krónum og með 0,9% vöxtum.
Hrósar þú mönnum, sem hlunnfara þig svona?"
Tilvitnun lýkur.
Þessari spurningu var alla vega beint að mér á minni síðu.
Leiðandi hugann að spyrjandanum verð ég að svara játandi.
Ekki hrósa ég honum. Svo mikið er víst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar