Færsluflokkur: Bloggar

"Stöndum í lappirnar, neitum að semja og keyrum þjóðina í fullt þjóðargjaldþrot."

Bloggari sem nefnir sig Dæmigerða Moggabloggarann hefur verið að fara á kostum hér á Moggablogginu að undanförnu. Samt hef ég einhvern veginn á tilfinningunni að öllum hér inni á Moggabloggi sé ekki skemmt yfir skrifum hans. Hann skemmtir mér ágætlega.

Gefum hinum Dæmigerða Moggabloggara orðið: 

"Lárus Blöndal telur líklegt að eignir þrotabúsins dugi fyrir Icesave skuldinni, bæði höfuðstól og vöxtum.

Við þurfum því líklega ekkert að borga að hans mati, ef við semjum.

Vel má vera að þetta sé rétt hjá Lárusi.

Aftur á móti er ljóst, að þjóðin hefur orðið fyrir atlögu nýlenduríkjanna, að sögn Styrmis Gunnarssonar.

Það er því ótvíræð niðurstaða okkar, öfgafullu moggabloggaranna, að þessari atlögu þurfi að svara af fullum þunga og neita að greiða, hvort sem um er að ræða samning eða dóm.

Dómur getur þýtt allt að þrefaldan Svavarssamning og fullt þjóðargjaldþrot.

Til að herða þjóðina almennilega, og þá sérstaklega unga fólkið, þurfum við alvöru kreppu, alvöru þjóðargjaldþrot. Núverandi kreppa er ekki alvöru kreppa.

Það er betra að lifa á skreið og harðfiski næstu 100 árin en að lúffa fyrir hinu erlenda valdi.

Stöndum því í lappirnar, neitum að semja, og keyrum þjóðina í fullt þjóðargjaldþrot."


Skemmtileg tilhugsun eða hitt þó heldur!

Það liggur við að ólíft sé að verða í þessu landi vegna karpsins um Icesave. Einnig vegna hatursins og fyrirlitningarinnar sem ríkir í pólitíkinni, einkum af hálfu stjórnarandstöðunnar, en þó alveg sérstaklega einstakra öfga hægrimanna, sem virðast gjörsamlega hafa glatað glórunni. Margir þeirra eru hér á Moggablogginu og lepja upp öfgarnar hver frá öðrum og virðast ekki nærast á neinu öðru.

Það bíða margir spenntir eftir 9. apríl. Ég geri það líka, en bendi hins vegar á að Icesave umræðan mun ekki hljóðna eftir þann dag, hvernig sem fer.

Verði niðurstaðan munu NEI liðar halda sínum hamagangi áfram og saka alla þá sem sögðu , bæði almenning og stjórnmálamenn, um svik við framtíðina og þeir forhertustu munu ekki hika við að tala um landráð. Þeir munu hiklaust halda því á lofti að dómstólaleiðin hefði leitt til þess að þjóðin hefði ekki þurft að borga krónu vegna Icesave. Á þessu munu þeir hamast daginn út og daginn inn.

Verði NEI niðurstaðan munu liðar halda sínum hamagangi áfram og saka alla þá sem sögðu NEI, bæði almenning og stjórnmálamenn, um svik við framtíðina. Þeir munu hiklaust halda því fram að NEI liðar hafi leitt þjóðina út í rússneska rúllettu dómstólaleiðarinnar, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og áframhaldandi frosti lánalínanna og þar með atvinnulífsins í landinu. Á þessu munu þeir hamast daginn út og daginn inn.

Skemmtileg tilhugsun eða hitt þó heldur!


Grásleppuveiðar og brottkast bolta þorsksins

"Nokkuð hefur fengist af þorski og öðrum meðafla í grásleppunet undanfarið og fregnir verið um að hluti þessa afla skilaði sér ekki á land."

Ráðuneyti sjávarútvegsmála telur enga ástæðu til aðgerða.

Vita menn að grásleppubátur, sem engan á þorskkvótann, má ekki koma með einn þorsk að landi? Vita menn að í grásleppunetin kemur aðeins stærsti þorskurinn? Bestu hrygningarbeljurnar?

Af samtölum við kunnuga má ráða að 2000-3000 tonnum af úrvalsþorski sé hent á hverri grásleppuvertíð. Sem er ógnarmagn, að verðmæti 700-1000 milljónir.

Lausnin er einföld.

Það fær enginn grásleppuleyfi nema að eiga 10-20 tonna þorskkvóta, eða hafa þau tonn á leigu.

Þorskurinn syndir í þessi net hvað sem Fiskistofa og ráðherrann segja.

Svo duglegur er hann við það að mestur tími grásleppukarlana fer í að henda honum fyrir borð.

Allt tveggja handa boltum.

 


mbl.is Fiskistofa fylgist með grásleppukörlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það boðar ógæfu að brjóta spegla, bæði nútíðar og fortíðar!

"Norræni fjárfestingarbankinn telur þannig ekki koma til greina að veita Orkuveitu Reykjavíkur lán miðað við núverandi lánshæfismatseinkun fyrirtækisins." segir mbl.is

Málefni Orkuveitunnar í Reykjavík neyða þjóðina til að líta bæði í spegil og baksýnisspegil.

Hvergi kristallast hrunið betur. Þeir sem lengst og mestu hafa ráðið þar munu birtast í baksýnisspeglinum. Hnípnir, en ekki iðrunarfullir. Iðrun er engin í landinu vegna sukksins. 

Við þekkjum það lið.

Í hinum speglinum verður bara döpur mynd af þér, sem varst svo glaður (glöð) árið 2007 og árin þar á undan.

Munið!

Það boðar ógæfu að brjóta spegla!

Svo koma ráð ................... með hækkandi sól!


mbl.is Áætlun um fjármögnun OR rædd á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Sjallar með eða á móti afskiptum NATO í Líbýu?

"Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist telja mikilvægt að utanríkismálanefnd þingsins komi saman hið fyrsta í ljósi þess að formaður annars stjórnarflokksins hafi upplýst að hann hafi engar upplýsingar um það hvernig staðið var að ráðstöfun atkvæðis Íslendinga í Norður-Atlantshafsráðinu."

Já, sæll Bjarni minn!

Sjálfur gleymdi Bjarni Benediktsson algjöru lykilatriði við uppsetningu þessa leikverks síns. Hann gleymdi algjörlega að lýsa afstöðu síns flokks til málsins!

Eru Sjallar með eða á móti afskiptum NATO í Líbýu?

Sagði Bjarni að það sætti mikilli furðu að málið hefði ekki verið rætt í ríkisstjórn. Já, vissulega sætir það furðu, rétt eins og þegar Íslendingum var slengt út í Íraksstríðið um árið án allrar umræðu. Utan kannski eins símtals milli Davíðs og Halldórs.

En hver er afstaða Sjalla til málsins?

Hún hlýtur að vera í takt við afstöðu fyrrverandi formanns flokksins til Íraksmálsins. 


mbl.is Vorum ekki spurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki rétt að boða Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson til fundar með Utanríkismálanefnd?

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tekur undir með Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni VG, að Vinstri grænir styðji ekki þá ákvörðun að NATO taki við stjórn aðgerða í Líbýu.

Liggur einhver samþykkt fyrir um þetta hjá VG? Hvar og hvenær var hún þá gerð?

Ögmundur segir sér ekki hafa verið kunnugt um að fulltrúi Íslands innan NATO myndi samþykkja þá ákvörðun að bandalagið tæki að sér stjórnun aðgerða í Líbýu.

Utanríkismálanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar kl. 20:30 í kvöld þar sem málefni Líbýu verða rædd og aðkoma NATO í aðgerðum þar.

Er ekki rétt að boða Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson til þess fundar?

Þar fara reyndir menn í svona málum.


mbl.is Verið að grafa undan vægi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er engin furða að sumir kalli eftir kosningum!

Það er til lítils að skrá sig til keppni ef varla næst svo að skrapa saman í þokkalegt lið nema með einhverjum harmkvælum. Svo er það þjálfarans að stilla upp sínu sterkasta liði hverju sinni. Það er engin furða að sumir kalli eftir kosningum, þótt það sé gert með blendnum huga!

Verði hér stjórnarskipti á næstunni er ekki ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn komi eitthvað við þá sögu. Hann á nú 16 þingmenn og ekki er ólíklegt að tilnefna þurfi í sex ráðherraembætti, kannski bara fimm.

Líkleg ráðherraefni flokksins:

Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal og Ragnheiður E. Árnadóttir.

Frekar ólíkleg ráðherraefni flokksins:

Unnur Brá Konráðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Birgir Ármannsson og Pétur H. Blöndal.

Mjög ólíkleg ráðherraefni flokksins:

Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson (eða hans varamaður) og Jón Gunnarsson.

Svo má sjálfsagt draga þetta ágæta fólk í dilka með öðrum hætti, en þetta er mín tilfinning.


Fiskveiðistjórnun verður óbreytt til langs tíma

"Vinna við endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun hefur tekið lengri tíma en ráðgert var, að sögn Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra."

Já, já það liggur fyrir.

Það sem líka liggur fyrir er að sá tími mun enn lengjast. Svo mikið að þessari ríkisstjórn mun ekki takast þetta ætlunarverk sitt.

Svo hefur hún ekki styrk til þess.


mbl.is Endurskoðun tímafrekari en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má berjast, en enginn má borga neitt!

Alltaf þegar kosið er upphefst sami söngurinn og pexið. Hver borgar kostnaðinn við baráttuna? Það má berjast og bjóða fram, en enginn má borga! Samt eru ýmsir til í að borga, bæði fyrirtæki og einstaklingar.

Nú er því blákalt haldið fram að barátta ÁFRAM hópsins sé fjármögnuð frá Brussel! Hef ekki ennþá heyrt tilgátur um fjármögnun NEI hópsins, en þær eiga örugglega eftir að líta dagsins ljós.

Á síðu ÁFRAM hópsins má sjá nafnalista aðstandenda baráttunnar. Þar eru margir einstaklingar sem eiga og hafa aðgang að fjármagni og geta auðveldlega styrkt baráttuna með framlögum. Svona leit listinn út í morgun:

  • Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitár – Reykjanesbæ
  • Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, stéttarfélags, Þingeyjarsýslum
- Húsavík
  • Ágúst Borgþór Sverrisson, rithöfundur – Reykjavík
  • Andrés Kristinn Hjaltason, Hjalti Guðmundsson ehf,  – Reykjanesbæ
  • Anna Svava Sverrisdóttir, Fíton – Reykjavík
  • Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður
  • Árni Finnson – Reykjavík
  • Benedikt Jóhannesson, Heimur/Talnakönnun
- Reykjavík
  • Bergsteinn Einarsson, SET – Árborg
  • Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastýra – Reykjavík
  • Björn B. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður – Reykjavík
  • Björn Halldórsson, bóndi – Vopnafirði
  • Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar – Iðju – Akureyri
  • Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri – Reykjavík
  • Dagný Halldórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri – Garðabæ
  • Dóra Sif Tynes, hdl, LLM – Reykjavík
  • Eggert Herbertsson, OMNIS – Akranesi
  • Elísabet Þórðardóttir, sálfræðingur, Reykjavík
  • Fjóla G. Friðriksdóttir, Forval – Seltjarnarnesi
  • G. Valdimar Valdemarsson – Kópavogi
  • Gaukur Úlfarsson, leikstjóri – Reykjavík
  • Gerður Kristný, Skáld
- Reykjavík
  • Gísli Hjálmtýsson, Thuleinvestments
- Reykjavík
  • Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
- Reykjavík
  • Guðmundur Maríasson, myndlistarmaður
- Reykjanesbæ
  • Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við LHÍ
- Reykjavík
  • Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri
- Reykjanesbæ
  • Guðni Bergsson, hdl. – Reykjavík
  • Gunnar Ellert Geirsson, framkvæmdastjóri – Reykjanesbæ
  • Gunnar Svavarsson, Kontakt
- Reykjavík
  • Gunnlaugur B. Hjartarson, framkvæmdastjóri IceConsult
  • Halldór Guðmundsson Allt Hreint ehf – Reykjanesbæ
  • Halldór Ragnarsson, Húsanes – Reykjanesbæ
  • Hallgrímur Helgason, rithöfundur – Reykjavík
  • Hanna Katrín Friðriksson, Icepharma – Reykjavík
  • Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA – Reykjavík
  • Haraldur Þór Ólason, Fura – Hafnarfirði
  • Haukur Jóhannsson, verkfræðingur, Kópavogi
  • Heiða Helgadóttir, framkvæmdastjóri
- Reykjavík
  • Hermann Ottósson, forstöðumaður hjá Íslandsstofu – Kópavogi
  • Hjörtur Magnús Guðbjartsson, framkvæmdastjóri – Reykjanesbæ
  • Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel
  • Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri – Húsavík
  • Ingimundur Sigurpálsson, cand oecon – Garðabæ
  • Jón Ágúst Þorsteinsson, Marorka – Reykjavík
  • Jón Sigurðsson, fv. formaður Framsóknarflokksins – Kópavogi
  • Karl Steinar Guðnason, fv. þingmaður
- Reykjanesbæ
  • Kristín Pétursdóttir, Auður Capital – Hafnarfirði
  • Margrét Kristmannsdóttir, Pfaff
- Seltjarnarnesi
  • María Maríusdóttir, Drangey – Kópavogi
  • Matthildur Helgadóttir, Snerpu – Ísafirði
  • Ólafur Unnar Kristjánsson, Dynamo Reykjavík – Reykjavík
  • Páll Stefánsson, ljósmyndari – Reykjavík
  • Sigfús Ægir Árnason, framkvæmdastjóri –  Reykjavík
  • Sigrún Traustadóttir, viðskiptafræðingur – Reykjavík
  • Sigsteinn P. Grétarsson, forstjóri Marel á Íslandi – Garðabæ
  • Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri – Garðabæ
  • Sigurður Pétursson, sagnfræðingur – Ísafirði
  • Sjöfn Ingólfsdóttir, fv. formaður SFR – Reykjavík
  • Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika
  • Sveinn Hannesson, Gámaþjónustan – Reykjavík
  • Valdimar Hermannsson, framkvæmdastjóri – Fjarðabyggð
  • Vilborg Einarsdóttir, Mentor
- Reykjavík
  • Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og stjórnarformaður CCP
- Reykjavík
  • Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri – Reykjavík
  • Þóranna Jónsdóttir, Auður Capital – Reykjavík
  • Þórdís Þormóðsdóttir, félagsráðgjafi
- Reykjanesbæ
  • Þórður Magnússon, Eyrir – Reykjavík

*Nafnalistinn var síðast uppfærður 25. mars 2011


mbl.is Bókhaldið lagt fram þegar Icesave-kosningin er búin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er líka kreppa í Sjálfstæðisflokknum

"Það er óhugsandi að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í ríkisstjórnarsamstarfi við núverandi aðstæður, án undangenginna kosninga."

Segja sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum.

Þeir hafa hafa nokkuð til síns máls. Það er einkum eitt atriði sem hindrar Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarþátttöku nú.

Það er samsetning hins fámenna þingflokks, ekki beint fámennið í þingflokksherberginu.

Öllum sem hugsa er ljóst að þar inni er fólk sem flokkurinn vill og mun leggja niður sem þingmenn við fyrsta tækifæri. Svona 5-10 stykki af þeim 16 sem þar eru.

Formaðurinn gæti verið valtur í sessi vegna afstöðunnar til Icesave.

Verði NEI ofan á þann 9. apríl, þurfa sjálfstæðismenn bæði kosningar og Landsfund til að taka til í eigin ranni.

Örlög hins unga og myndarlega leiðtoga þeirra, Bjarna Benediktssonar, gætu þá orðið söguleg innan flokksins.

Litlar líkur þó á því.

mun vinna yfirburðasigur þann 9. apríl og þá getur Bjarni andað léttar.

 


mbl.is Tekur ekki þátt í stjórnarsamstarfi án kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband