Færsluflokkur: Bloggar
27.3.2011 | 17:21
Hryðjuverkalögin og Ísland
"Um 86% landsmanna vilja draga Breta fyrir dóm vegna beitingar hryðjuverklaga."
Nokkuð fyrirsjáanleg niðurstaða, en hvar ætti að reka slíkt dómsmál?
Þessi niðurstaða skiptir bara engu máli. Jafnvel 100% hefðu engu breytt.
Þess má geta að fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar frá Gunnari Braga Sveinssyni og 13 öðrum þingmönnum um málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaganna.
Íslendingar munu ekki draga Breta fyrir dóm vegna þessa máls.
Tillaga Gunnars Braga og félaga verður aldrei samþykkt á Alþingi.
![]() |
86% vilja fara í mál við Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2011 | 15:22
"Bæjarfélagið er orðið eignalaust, allslaust og stórskuldugt."
Fram á sjónarsviðið er kominn bloggari, sem lýsir sér sem dæmigerðum Moggabloggara. Hann var með nokkuð eftirtektarverða úttekt á fjármálum Reykjanesbæjar fyrir nokkrum dögum.
Gefum hinum dæmigerða Moggabloggara orðið:
"Í Reykjanesbæ höfum við Sjálfstæðismenn byggt á frjálshyggjumódelinu.
Þar gengur vel.
Allt opinbert fé er horfið og komið í hendur auðmanna. Bærinn er meira að segja búinn að losa sig við allar fasteignir og veitufyrirtæki. Núna borgum við leigu fyrir skólabyggingar og aðrar fasteignir sem við áttum áður, og borgum einnig fyrir hitaveituna sem við áttum áður.
Svona á að strípa niður opinbera ruglið.
Bæjarfélagið er orðið eignalaust, allslaust og stórskuldugt.
Í Sparisjóðnum var fé án hirðis svo við létum auðmenn hirða það.
Séu einhverjir í vanda, þá eiga þeir, samkvæmt frjálshyggjumódelinu, að leita til sjálfstæðra hjálparsamtaka.
Opinberi geirinn á ekki að koma nálægt því að hjálpa fólki í neyð, samkvæmt okkar módeli."
Getur verið að eitthvað sé til í þessu hjá hinum Dæmigerða Moggabloggara?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2011 | 23:05
Undrun sætir að nokkur maður eða flokkur skuli treysta sér í allan þann flórmokstur
Glæsilegasta ríkisstjórn Íslands var Viðreisnarstjórnin sem var við völd 1959-1971. Þar fóru sjallar og kratar með völdin. Unnu vel saman og heilindi manna voru mikil. Þá riðu höfðingjar um héruð þessara flokka. Miklir höfðingjar.
Síðan þá hafa margar ríkisstjórnir verið myndaðar. Flestar um ekkert annað en samspillingu og hagsmunapot, helmingaskipti þessa og hins.
Aldrei um hag þessarar þjóðar. Hann var ekki einu sinni nefndur á nafn!
Ríkisstjórnarmyndanir frá tímum Viðreisnarinnar eru ekkert annað en lélegir brandarar. Aulabrandarar. Spillingarbrandarar. Sem enginn hlær nú að. Enda hræða nú sporin.
Svo kom hrunið haustið 2008. Algjör kaflaskipti í íslenskri pólitík. Alvara kom í stað léttúðar.
Þá kom alvara í pólitíkina hérlendis, eftir langt léttúaðar tímabil, þar sem enginn þurfti að bera ábyrgð á neinu, nema eigin hagsmunapoti og hagsmunavernd sinna gæðinga.
Eigum við að rifja upp alla seðlabankastjórana sem settir voru þar á elliheimili stjórnmálanna? Fagleg sjónarmið? Óravíddir fjarri.
Á tímabilinu 1971 til fallsins 2008 voru stjórnmálin hérlendis ekkert annað en farsi, í anda Darios Fo, hins ítalska. Hans verk vöktu mikla kátínu um víða veröld. Verk hérlendra stjórnmálamanna, á þessu tímabili, vekja ekkert annað en harma grátur alvöru Íslendinga, þegar hulunni hefur verið svipt af öllu sukkinu. Nú er of seint í rassinn gripið.
Núverandi ríkisstjórn þarf að leiðrétta farsa undangenginna ríkisstjórna. Henni gengur þokkalega með það. Rétt bara þokkalega. Verkefnið er stjarnfræðilega stórt.
Undrun sætir að nokkur maður eða flokkur skuli treysta sér í allan þann flórmokstur.
Flórmokstur undangenginna áratuga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.3.2011 | 20:38
Hvað stæði þá eftir af kristnidómi samtímans?
Eitt af mörgu sem ég hef aldrei getað skilið eru trúarbrögð. Ég skil muninn á debet og kredit, skuldum og inneignum, ósvífni og heiðarleika, samkynhneigð og gagnkynhneigð, skattastefnum hægri manna og vinstri manna. Frjálshyggju og samneyslu. Svo nokkur dæmi séu tekin.
Trúarbrögð get ég bara ekki skilið og vil sem minnst vita af þeim og þeim hörmungum sem þau hafa leitt yfir mannkynið á þessari jarðarkúlu okkar.
Auðvelt er að setja sig í spor forfeðra okkar, langt aftur í aldir, sem vissu kannski 5% af því sem nú er vitað um náttúruna, lífið og vísindi alls konar. Ekki gátu þeir gúgglað neitt! Allt sem þeir skildu ekki, hlaut að vera komið frá einhverjum guði sem óð í skýjunum. Eða í einhverju öðru. Fínt að geta alltaf klínt vankunnáttunni á einhvern aðila sem aldrei gat svarað fyrir sig!
Ein spurning.
Hvernig hefði kristin trú þróast, ef notaðir hefðu verið naglar frá einhverjum öðrum en Jóni Friðgeiri í Bolungarvík, þegar frelsarinn var pinnaður upp?
Ungi maðurinn hefði fallið af krossinum og látið sig hverfa í mannfjöldann! Farið huldu höfði og hugsað um það eitt að halda lífi, eins og allir gera!
Hvað stæði þá eftir af kristnidómi samtímans?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2011 | 17:29
ÁFRAM hópurinn með slóttugt baráttuplan
"Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa vitað að til stæði að hann birtist í auglýsingu samtakanna Áfram, sem birtist í Morgunblaðinu í dag."
Svo var það sjálfur formaðurinn, Bjarni Benediktsson, líka í dag og brosti sínu blíðasta til lesenda blaðsins.
Það er augljóst hvað ÁFRAM hópurinn er að gera.
Hann er að höfða til þess klofnings sem orðið hefur í Sjálfstæðisflokknum um þetta mál. Hann ætlar að freista þess að snúa afstöðu NEI liðanna í flokknum á sveif með afstöðu flokksforustunnar.
Takist það verður sigur JÁ liðanna stór þann 9. apríl næst komandi.
![]() |
Vissi ekki af auglýsingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.3.2011 | 14:56
Óreiðumenn í dag, útrásarmenn í gær
Eftir hrunið hefur verið mjög vandlifað í þessu þjóðfélagi. Augljóslega erfiðara fyrir suma en aðra og þá sérstaklega fyrir alla aðalleikendur í þeim mikla harmleik sem fór á fjalirnar haustið 2008.
Afneitunin er mikil hjá þeim flestum, en lítið bólar á iðruninni. Lítið sem ekkert.
Smellið á textann undir myndinni til að spila þessa skemmtilegu syrpu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2011 | 13:04
Voru þau ekki alveg örugglega burðardýr?
Rúmlega tvítugir krakkar, með um 36 þúsund skammta af e-töflum í farangrinum, voru stöðvaðir af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli aðfararnótt 23. mars síðastliðins. Þau voru einnig með mikið magn af LSD, vel yfir 4.000 skammta samkvæmt fréttinni.
Svona fréttir vekja alltaf upp sömu spurningarnar hjá mér.
Voru þau ekki alveg örugglega burðardýr?
Í framhaldi af því, hver eða hverjir hafa getu til að skipuleggja svona innkaup og fjármagna þau?
Það er eins og það upplýsist aldrei.
Neðanjarðarhagkerfið er líklega illrannsakanlegt völundarhús.
![]() |
Tekin með e-töflur og LSD |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2011 | 21:44
Fjölmiðlar matreiða alltaf úlfaldasteikur úr mýflugum
"Fram kemur í forsendum matsgerðarinnar að matsmenn hafi kannað 27 tilvik sem Ólafur taldi að fælu í sér meint einelti af hálfu bæjarstjóra í sinn garð. Í 24 tilvika fundu matsmenn ekki sannfærandi rök fyrir því að bæjarstjóri hefði lagt Ólaf Melsted í einelti."
Ég hreinlega veit ekki hvort þetta er merkilegt mál, eða sérdeilis nauða ómerkilegt mál.
Mig grunar að sannleikurinn í málinu sé fólginn í einhverju sem ekki hefur komið fram í fjölmiðlum. Er hreinlega falið fyrir fólki. Ekkert leysist með vorkunsemi, en samt vorkenni ég Ólafi og Ásgerði fyrir að hafa komið bæjarfélaginu sínu á kortið með þessum öfugu formerkjum.
Ég þekki Ásgerði Halldórsdóttur af góðu einu eftir margra ára samstarf og hef hreinlega enga trú á að hún leggi fólk í einelti. Geri hún það, hefur hún einhvers staðar á vegferð sinni tekið þokkalega ráðherrabeygju á leið sinni. Hef enga trú á því.
Hvernig ganga samskipti bæjarstjórans við annað starfsfólk bæjarins?
Gerið sjálfum ykkur greiða, Ólafur og Ásgerður, sem og íbúum bæjarins ykkar.
Leysið þetta mál og haldið því sem mest frá fjölmiðlum.
Þeir matreiða alltaf úlfaldasteikur úr mýflugum.
![]() |
Hafna kröfum Ólafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2011 | 18:44
Bara burst! Ekkert 14-2 þó!
"56% ætla líklega eða örugglega að samþykkja lögin um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl, en 44% hyggjast kjósa gegn lögunum."
Þetta er mikill munur og hann á aðeins eftir að aukast þegar óákveðnir sjálfstæðismenn ákveða að fylga foringja sínum, enda hafa sjálfstæðismenn alltaf verið forustuhollustu kjósendur landsins. Ég hef stundum líkt þeim við maura, en það er bara andstyggilegt af mér og ég ætla alveg að hætta því!
Tek mér alla vega maurabindindi út þetta ár!
Ég sem var að vona að þetta yrði spennandi kosning, sem endaði kannski í jafntefli og vítaspyrnukeppni! Með Jón Val Jensson í markinu og Jóhönnu í stuttbuxum og takkaskóm á punktinum!
Mér leiðast ójafnar viðureignir.
Segi því NEI þann 9. apríl til að hleypa fjöri í leikinn!
![]() |
56% segja ætla að styðja lögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
25.3.2011 | 17:00
Verður jafntefli í Icesave?
"535 hafa kosið hjá sýslumanninum í Reykjavík í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samninginn. Tvær vikur eru nú í kjördag."
BB Fréttir hafa eftir áreiðanlegum heimildamanni, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að þessi 535 atkvæði hafi skipst svona:
JÁ - 268 atkvæði
NEI - 267 atkvæði
Hvað gerist ef það verður jafntefli þann 9. apríl?
![]() |
535 hafa kosið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar