Færsluflokkur: Bloggar

Langflestir ráðamenn, sem í raun skipta einhverju máli, ætla að segja já þann 9. apríl

Mér finnst eins og 9. apríl komi æðandi á móti þjóðinni. Samkvæmt nýjustu könnunum gæti niðurstaða kosninganna um Icesave frumvarpið nánast endað með jafntefli, ef marka má þær kannanir.

Hinn almenni borgari hlustar ákaft eftir skoðunum ráðandi afla í þjóðfélaginu á málinu. Sumir kjósa eftir pólitískum línum, til að gera ríkisstjórninni skráveifu eða til að styðja hana í málinu.

Einu hef ég tekið eftir. Langflestir ráðamenn, sem í raun skipta einhverju máli, ætla að segja já þann 9. apríl. Þar fer ríkisstjórnin vitaskuld fremst í flokki. Ekki langt undan kemur Vilhjálmur Egilsson, talsmaður Samtaka atvinnulífsins sjálfs í landinu, sem á allt sitt undir fjárfestingum og hagstæðu lánaumhverfi. Samhliða Vilhjálmi er Gylfi Arnbjörnsson, forseti samtaka launafólks í landinu, sem eiga allt sitt undir því sama og atvinnurekendur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að segja já. Hann er líklegasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar að loknum næstu kosningum. Svo einhverjir séu nefndir.

Ég lít þess vegna þannig á að þeir sem virkilega bera ábyrgð á flestum stærstu málum þjóðarinnar ætli að segja já þann 9. apríl.

Nei, ætla svo fjölmargir að segja, fjölmargir sem í raun bera enga ábyrgð í þessu þjóðfélagi, eru ekki við stjórnvölinn á þjóðarskútunni og leiða ekki samningamál. Ráða í raun engu, nema kannski eigin rassi.

Bændur segja nei. Bara vegna eigin hagsmuna.

Fjölmargir segja nei "af því að við eigum bara ekki að borga þetta".

Úrslitin skipta auðvitað þjóðina alla máli, en það eru ráðamennirnir, topparnir í þjóðfélaginu, sem verða að kljást við niðurstöðuna, hver sem hún verður.

Það munu ekki þeir gera sem enga ábyrgð bera á þessu þjóðfélagi.

Sitja á varamannabekk valdanna.

 

 


Muammar Muhammad al-Gaddafi og Icesave drullumallið

"Utanríkisráðherra Líbýu lýsti því yfir í dag, að Líbýustjórn hefði lýst yfir einhliða vopnahléi í samræmi við ályktun, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi."

Skuggalegt ástand í ríki geðsjúklingsins Muammar Muhammad al-Gaddafi.

En það er víðar skuggalegt ástand.

Hvað er sameiginlegt með ástandinu í Líbýu og Icesave skítamálinu?

Allar lausnir virðast vondar.

 


mbl.is Vopnahléstilboð Líbíu skoðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíu milljóna Skotaháttur

"Íslensk stjórnvöld ætla að veita 10 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Japan að tillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra."

Heilar 10 milljónir! Er það nokkur rausnarskapur? Er þetta ekki hálfgerður Skotaháttur?

Sagt er að hver sé sínum gjöfum líkastur.

 


mbl.is 10 milljónir í neyðaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning til umsjónarmanna Moggabloggsins

Mér finnst sem dregið hafi verulega úr allri umferð um Moggabloggið. Hvað segja aðrir bloggarar um það? Hvað segja umsjónarmenn Moggabloggsins um það?

Mig langar að leggja spurningu fyrir umsjónarmenn Moggabloggsins.

Af hverju er verið að fela INNGANGINN í þennan bloggheim neðarlega á forsíðunni? Er það kannski vísvitandi gert til að draga úr umferðinni?

blog.is 


Bjarni rifjar upp þegar Davíð og Halldór sendu íslensku þjóðina í stríð við Írak

"Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýst samstöðu með íbúum í Líbýu. Hann sagði að það vekti athygli sína að utanríkisráðherra styddi aðgerðir í Líbýu, sem gengju út á að koma harðstjóra frá völdum, en hann hefði ekki stutt sambærilegar aðgerðir í Írak, sem gengu út á að koma harðstjóra frá völdum."

Bjarni Benediktsson að skjóta úr sinni skotgröf. Að reyna að slá pólitískar keilur.

Var uppreisn í gangi í Írak þegar Davíð og Halldór sendu íslensku þjóðina í stríð við Írak?

Er það nú gáfulegt af formanninum unga að bera þetta saman. Er það ekki bara bjúgverpill sem hittir á viðkvæman blett í bakafluginu?

Auðvitað hefur alþjóðasamfélagið algjörlega brugðist baráttu heimamanna í Líbýu fyrir auknu frelsi.

Það sem verra er.

Eftir fullnaðarsigur á uppreisnarmönnum mun Gaddafi hefja skipulagða slátrun á öllum sem lyftu vopnum gegn honum. Líka þeim sem aðeins mótmæltu með orðunum einum.

Þetta er rétt að byrja.

Og Bjarni Benediktsson minnist bara stríðsyfirlýsingar þeirra kumpána fyrir mína hönd og þína, sem mun verða þeim til ævarandi skammar og máttu þeir þó varla við meiru í þá áttina.

Seinheppinn tappinn sá.

 


mbl.is Höfum brugðist íbúum Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100% stuðningur er algjört lágmark!

"Í könnun MMR á trausti almennings til forystufólks í stjórnmálum sögðust flestir, eða 41,7% þeirra sem tóku afstöðu, bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands."

Þar munar mestu um nýtilkomna tilbeiðslu og ást sjálfstæðismanna á forsetanum, sem þeir hingað til hafa hatað eins og pestina, en ástin er vitaskuld jafn óútreiknanleg og veðrið.

Aldrei er hringt í mig í svona könnunum.

Hefði það verið gert hefði ég lýst yfir 100% stuðningi við alla sem nefndir eru í fréttinni.

Allt er þetta öndvegisfólk sem ann landi sínu og þjóð og leggur á sig ómælda vinnu til að bæta stöðu okkar. Leggur jafnvel nótt við dag og tekur sér sjaldan frí.

Þessu eru vonandi allir sammála.

Er það ekki öruggt?

Var nokkuð hringt í ykkur?


mbl.is Traust til forsetans eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman hjá Páli Vilhjálmssyni!

Ég geri svona heldur ráð fyrir því að nokkrir tugir þúsunda Íslendinga lesi Staksteina Morgunblaðsins. Venjan er sú að ritstjórar blaðsins skrifi Staksteina, en undantekningar finnast á því.

Á skömmum tíma hefur það gerst í tvígang að umsjónarmenn Staksteina hafa gripið til þess ráðs að nýta sér bloggfærslur Páls Vilhjálmssonar til birtingar í Staksteinum, sem teljast verður viðurkenning fyrir Pál og staðfesting á því að skoðanir hans og Morgunblaðsins fara ágætlega saman. Það gefur auga leið.

Einn galli er þó á gjöf Njarðar.

Staksteinar vitna ekki til bloggs Páls. Heldur er yfirskriftin svona: Páll Vilhjálmsson skrifar: ... og svo kemur texti Páls, tekinn orðréttur af blogginu hans. Ágætur texti, en umdeilanlegur eins og góð bloggfærsla á að vera.

Þar sem ég geri ráð fyrir að nokkrir tugir þúsunda lesi Staksteina, en aðeins lítið brot af þeim lesi Moggabloggið, þá er hætt við að misskilningur myndist.

Nú halda örugglega nokkur þúsund Morgunblaðslesenda að Páll Vilhjálmsson sé orðinn aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins!

Gaman hjá Páli!


Náttúran sigrar alltaf að lokum

"Óvíst er hvort hægt verður að vinna eitthvað við sanddælingu við Landeyjahöfn næstu daga, en spáð er áframhaldandi suðvestan brælu."

Þetta mál er að verða að algjörri martröð fyrir alla sem málið varðar. Það eru víst allir Íslendingar!

Tvennt af þessu tilefni.

Það er tilgangslaust og reyndar rökrétt að moka ekki snjó þegar rigningu er spáð.

Það er tilgangslaust og reyndar rökrétt að moka ekki sandi í keppni við sjálft Atlantshafið og hafstrauma þess.

Náttúran sigrar alltaf að lokum.


mbl.is Slæm ölduspá næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrslitakeppnin í körfuboltanum, algjör veisla framundan

Í kvöld hefst mikil veisla hjá áhugafólki um íþróttir. Úrslitakeppnin í körfubolta karla. Átta lið eru að leggja af stað í mikla vegferð. Öll hafa þau sama markmið. Að verða Íslandsmeistari árið 2011. Sjö þeirra verða fyrir vonbrigðum. Hverjir munu brosa breiðast þegar upp verður staðið?

Úrslitakeppnin hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, enda verið gríðarlega spennandi. Fólkið þyrpist þúsundum saman í íþróttahúsin og fjölmargir fylgjast með í sjónvarpi.

Ég ætla hér að birta tilfinningu mína fyrir úrslitum í baráttunni um að komast í undanúrslit.

Grindavík - Stjarnan  2 - 1

Snæfell - Haukar  2 - 0

KR - Njarðvík  1 - 2

Keflavík - ÍR  2 - 1

Fari þetta svona mætast Snæfell og Njarðvík annars vegar og Keflavík og Grindavík hins vegar í undanúrslitum.

Svo mætast Snæfell og Grindavík í loka rimmunni.

Ég veit ekki hvernig hún fer! Cool


Staurblindir pólitískir ofstækismenn vaða hér uppi

Senn líður að því að ég haldi upp á þriggja ára bloggafmæli. Ekki veit ég hvernig þeim tímamótum verður fagnað, eða hvort þeim verður nokkuð fagnað. Kannski bara með því að hætta þessari vitleysu! Það er vissulega einn af möguleikunum!

Framan af bloggferli var ég duglegur að lesa annarra blogg, mér til mismikillar ánægju eins og gengur. Margir frábærir bloggarar eru horfnir af þessum Moggabloggs vettvangi. Af ýmsum ástæðum.

Nú er svo komið að blogg fjölmargra hér opna ég nánast aldrei til að lesa. Nenni því ekki og hef hvorki löngun né lyst til þess.

Hverjir eiga þau blogg?

Það eru staurblindir pólitískir ofstækismenn, kannski um 20 talsins. Menn sem ofsækja pólitíska andstæðinga sína. Kalla þá landráðamenn og þjóðníðinga. Uppnefna þá við hvert tækifæri sem gefst. Líka önnur tækifæri. Saka þá um lygar, sama hvað þeir segja. Saka þá um óþjóðhollustu öllum stundum. Saka þá í raun um allt sem ljótt er og miður hefur farið í þjóðfélaginu okkar undanfarna áratugi! Allur þeirra málflutningur samsamar sig í einu orði. Óþverri. Einhver mundi kalla þá leigupenna. Leigupenna hvers? Andskotans? Hann einn væri vís til að greiða fyrir óþverrann.

Hverjir eru þetta?

Þetta eru hægri sinnaðir öfgamenn.

Hvað heita þeir?

Það er fyrir neðan virðingu mína að nefna nöfn þeirra hér á minni síðu.

Þeir sjá sjálfir um sínar sjúklegu kynningar á sjálfum sér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband